Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Mannaráðningar í sveitum landsins:
Höfum hlutina í lagi
Sumarið er tíminn þegar fleiri
hendur þarf til starfa víða um
sveitir. Sauðburður er vinnufrek-
ur, heyskapur, viðhaldsvinna
sem hentar að vinna á sumrin og
margt fleira kallar á ráðningar á
tímabundnar ráðningar á starfs-
fólki. Mikilvægt er þá að huga að
umgjörð þessara ráðninga.
Bændasamtök Íslands og
Starfsgreinasambandið gera með
sér kjarasamninga um kaup og kjör
starfsfólks í landbúnaði. Starfsmenn
sem vinna við ferðaþjónustu falla
hins vegar ekki undir þennan samn-
ing. Þennan kjarasamning má finna
á heimasíðu Bændasamtakanna og
margra aðildarfélaga Starfsgreina-
sambandsins.
Gera á skriflega
ráðningarsamninga
Samkvæmt kjarasamningnum á að
gera ráðningarsamning sem er skrif-
legur samningur um nánari útfærslu
innan þeirra marka sem kjarasamn-
ingurinn heimilar. Bændur eru
eindregið hvattir til að gera slíkan
samning skriflega við starfsfólk sitt.
Bændasamtökin og Starfsgreina-
sambandið gáfu einnig út sameig-
inlega yfirlýsingu fyrr í vetur um
sjálfboðaliða í landbúnaði. Í yfirlýs-
ingunni segir meðal annars: „Það er
sameiginlegt viðfangsefni aðila að
stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli
í framleiðslu eða þjónustu, greiði
laun og starfskjör í samræmi við
kjarasamninga og lög hér á landi.
Ef kjarasamningar eru ekki virtir
grefur það undan starfsemi annarra
og spillir forsendum eðlilegrar
samkeppni og dregur úr ávinningi
alls samfélagsins af traustu og heil-
brigðu atvinnulífi.“ Einnig er áréttað
að það sé andstætt kjarasamningum
og meginreglum á vinnumarkaði að
sjálfboðaliðar gangi í almenn störf
launafólks í efnahagslegri starfsemi.
Það má árétta að engu skipt-
ir hvort launagreiðandi á aðild að
Bændasamtökunum eða öðrum sam-
tökum fyrirtækja. Samkvæmt lögum
um kjarasamninga nr. 55/1980 bind-
ur kjarasamningur alla þá sem greiða
laun (og þiggja laun) fyrir störf sem
kjarasamningurinn tekur til bæði
launþega og launagreiðendur.
Vistráðning ekki sama
og ráðning vemjulegs starfsfólks
Vistráðning eða „Au Pair“ er sér-
stakt ráðningarform. Þar er ekki
um að ræða hefðbundna vinnu
og lýtur hún því ekki sömu lög-
málum og ráðning samkvæmt
kjarasamningum. Þessu er þó
stundum ruglað saman og leggja
Bændasamtökin áherslu á að menn
forðist að blanda vistráðningu
saman við ráðningu starfsfólks
til hefðbundinna bústarfa.
Vistráðning er hugsuð sem
möguleiki ungs fólks til að mennta
sig og kynnast annarri menningu.
Ungt fólk býr þá hjá fjölskyldu,
tekur þátt í léttum heimilisstörfum
og/eða umönnun barna á heim-
ilinu og lífi fjölskyldunnar eftir
atvikum. Í staðinn fær viðkom-
andi að kynnast landi og þjóð,
fær vasapeninga og húsnæði og
tækifæri til að sækja námskeið.
Útlendingastofnun þarf enn frem-
ur að gefa út vistráðningaleyfi
fyrir fólk sem kemur frá löndum
utan EES.
Upplýsingar um þetta ráðningar-
form má til dæmis finna á heima-
síðu Starfgreinasambandsins.
Einstaklingar sem koma frá
löndum utan EES þurfa skilyrð-
islaust að sækja um dvalar- og
atvinnuleyfi. Vinnumálastofnun
veitir upplýsingar um hvernig
standa skal að slíku. Viðkomandi
einstaklingur þarf enn fremur að
fá kennitölu.
Standa á skil á tryggingargjaldi
Gera skal ráðningarsamning og
standa skil á greiðslu trygginga-
gjalds af launum. Þá kemst við-
komandi starfsmaður inn í íslenska
sjúkra tryggingakerfið. Fólk sem
ekki er sjúkratryggt hérlendis en
þarf á heilbrigðisþjónustu að halda
verður að greiða fullt verð fyrir.
Nánari upplýsingar er á finna á
www.sjukra.is.
Á heimasíðu Vinnumála-
stofnunar, www.vmst.is er einnig
að finna ýmsar upplýsingar um
veitingu atvinnuleyfa og annað
sem viðkemur ráðningu á erlendu
starfsfólki, en sömu skilyrði eiga
ekki við í öllum tilfellum.
Bændur eru hvattir til að fara
yfir þessi mál og sýna í verki, að
þeir geti verið öðrum til fyrir-
myndar í að fara að settum reglum
samfélagsins um mannaráðningar.
Erna Bjarnadóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri BÍ
FRÉTTIR
Skýrsla um úttekt á Matvælastofnun:
Nær ekki að sinna öllum lög-
bundnum skyldum sínum
– Of mikið vinnuálag á starfsmönnum og stjórnendum
Skýrslu vegna stjórnsýsluúttekt-
ar á Matvælastofnun (MAST) var
skilað til atvinnu- og nýsköpun-
arráðuneytisins í gær. Í skýrslunni
kemur fram að MAST nær ekki að
sinna öllum lögbundnum skyldum
sínum og mikið álag er á stjórnend-
um og starfsmönnum. Þá starfar
stofnunin ekki nægilega vel sem
samstillt heild, auk þess sem ímynd
stofnunarinnar meðal eftirlitsþega
og almennings sé ekki nægilega góð.
Gunnar Bragi Sveinsson, þáver-
andi sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra síðustu ríkisstjórnar, setti
í byrjun desembermánaðar á síðasta
ári af stað vinnu á úttekt á starfsemi
Matvælastofnunar í kjölfar svokall-
aðs Brúneggjamáls. Var þeim dokt-
or Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni og
framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrir-
tækisins Food Control Consultants
Ltd. í Skotlandi, og Bjarna Snæbirni
Jónssyni stjórnunarráðgjafa falið að
gera úttektina.
Þörf á heildstæðri matvælastefnu
Var þeim Ólafi og Bjarna gert að fara
yfir verkferla Matvælastofnunar
hvað varðar eftirlit með lögum
um dýravelferð og matvælaeftirlit,
greina starfsaðferðir og bera saman
við það sem almennt gerist hjá sam-
bærilegum stofnunum í Evrópu. Í
skýrslunni er farið yfir starfsemi
MAST, þróun, verklag og lagðar
til leiðir til úrbóta.
Það kemur fram að stofnunin býr
að verðmætum mannauði en styrkja
þurfi starf stofnunarinnar, meðal
annars með markvissari stjórnun
og stefnumótun, skýrari verklags-
reglum og betri miðlun upplýsinga.
Jafnframt sé þörf á heildstæðri mat-
vælastefnu auk þess sem skipulag
matvælaeftirlits sé of flókið.
Yfirstjórn gat gripið fyrr inn í
Brúneggjamálið
Í sérstakri umfjöllun um Brún-
eggjamálið eru gerðar athugasemd-
ir við að ekki hafi verið brugðist
fyrr við af yfirstjórn MAST,
varðandi ítrekaðar athugasemd-
ir dýralæknis frá árinu 2007.
Skýrsluhöfundar telja það óviðun-
andi að athugasemdir stofnunarinn-
ar hefðu ekki verið teknar alvarlega
ár eftir ár og hefði sú háttsemi átt
að hafa komið til kasta yfirstjórn-
ar miklu fyrr en árið 2015 þegar
fyrst var farið að ræða um að
beita alvarlegum þvingunarað-
gerðum. „Höfundar fengu álit frá
lögfræðingi á skrifstofu matvæla
og landbúnaðar hjá atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu og
hefur hann bent á að mögulegar
þvingunarráðstafanir voru til staðar
í þágildandi 3. mgr. 16. gr. laga
um búfjárhald nr. 103/2002. Í
málsgreininni var mælt fyrir um
vörslusviptingu búfjár. Það er álit
fyrrgreinds lögfræðings að mögu-
lega hefði verið hægt að láta reyna
á fyrrgreint þvingunarúrræði. Er
bent á að ef sérfræðingar MAST
hefðu metið aðbúnað búfjár hjá
Brúneggjum með þeim hætti að um
vanfóðrun, harðýðgi eða slæman
aðbúnað hafi verið ræða þá hefði
verið mögulegt að láta á það reyna
að vörslusvipta fyrr en áætlað
var að gera árið 2015. Fyrrgreint
úrræði hefði þó aðeins verið heimilt
ef lögmætu markmiði hefði ekki
verið náð með öðru vægara móti
og umráðamaður búfjár hefði ekki
brugðist við athugasemdum MAST.
Hins vegar liggur fyrir að ekkert
faglegt mat lá fyrir hjá stofnun-
inni um að harðýðgi hafi verið beitt
og kom því aldrei til álita að beita
þessari þvingun í gildistíð eldri
löggjafar. Það er ekki fyrr en með
setningu nýrrar velferðarreglugerð-
ar um alifugla og versnandi ástandi
á búunum, m.a. vegna nýrra krafna,
að stofnunin taldi að tilefni væri til
að beita vörslusviptingu.
Árið 2012 komst eftirlitsmað-
ur að þeirri niðurstöðu að 4 hús
af alls 9 væru ekki hæf til að hýsa
varphænur. Í skýringum frá MAST
kom fram, að hér var um að ræða
mat þáverandi eftirlitsmanns, sem
hefði þurft að staðfesta og fjalla
nánar um. Það liggur hins vegar
fyrir að þeir eftirlitsmenn sem fram-
kvæmdu úttektir árin á eftir viku ekki
að þessu atriði í skýrslum sínum eða
lögðu fram sambærilegt mat um það
hvort húsin væru hæf til notkunar eða
ekki og því var þessari athugasemd
ekki fylgt frekar eftir af hálfu MAST.“
Varðandi umbúðamerkingar
Brúneggja, þar sem merki vistvænnar
landbúnaðarframleiðslu var að finna,
segja skýrsluhöfundar að MAST hefði
á grundvelli neytendaverndar átt að
beita sér af meiri hörku í eftirfylgni.
„MAST vakti athygli viðkomandi
búnaðarsambands á því að Brúnegg
uppfyllti ekki ákvæði reglugerðar um
vistvæna landbúnaðarframleiðslu, og
sendi síðar erindi til atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins þegar engin
viðbrögð komu af hálfu viðkomandi
búnaðarsambands, en málið virðist í
framhaldi af því hafa gufað upp. […]
Hins vegar ber á það að líta, að ekki
er að öllu leyti við stofnunina að sak-
ast, heldur er hér um að ræða skýrt
dæmi um veikleika í matvælaeftirliti
í þeim tilvikum þar sem ábyrgð er
ekki á einni hendi og jafnvel óvissa
um hver og hvernig skuli staðið að
eftirliti til þess að fylgja eftir skýrum
ákvæðum matvælalaga.“
Heildstæð umbótaáætlun
Í skýrslunni eru tvenns konar áskor-
anir tilteknar, sem fyrr segir, sem
stofnunin stendur frammi fyrir.
Annars vegar sú að MAST nær
ekki að sinna öllum lögbundnum
skyldum sínum og mikið vinnuálag
hvíli á stjórnendum, en hins vegar
að stofnunin starfi ekki nægilega vel
sem ein samstillt heild – ímyndin
meðal eftirlitsþega og í samfélaginu
í heild sé ekki þannig nægilega góð.
Þessar áskoranir tengist innbyrðis.
„Það er því nauðsynlegt að skoða
nánar undirliggjandi orsakaþætti og
greina hvar koma þurfi við úrbótum
til þess að tryggja betur jákvæða og
uppbyggilega þróun. Niðurstöður
kannana á menningu og hugarfari
benda til þess að innan MAST fari
töluverð orka og tími í ýmiss konar
innri mál sem með réttri nálgun ætti
að vera hægt að koma í veg fyrir.
Miðað við þessar niðurstöður virð-
ist liggja nokkuð beint við að kraft-
ar starfsfólks nýtast ekki til fulls.
Með þessu er ekki fullyrt að þeir
álagstengdu þættir sem bersýnilega
eru að há starfseminni séu eingöngu
heimatilbúnir. Framkvæma þarf
nánari greiningu á verkefnum og
aðföngum til þess að kanna málið
til hlítar. Miðað við það mikilvæga
hlutverk sem MAST er trúað fyrir
til þess að tryggja hagsmuni bæði
atvinnulífsins og allra landsmanna,
er nauðsynlegt að þær úrbætur sem
nauðsynlegar eru fái fulla athygli,
bæði stjórnvalda og stjórnenda
stofnunarinnar.
Segja má að rétt sé að hefja eft-
irfarandi orsakakeðju með því að
benda á, að eins og mál standa nú
er sú löggjöf sem MAST starfar
eftir bæði margslungin og flókin
auk þess sem opinber stefna og
framtíðarsýn er óljós og þar með
kröfur og markmið um árangur.
Óljós sameiginleg sýn stjórnvalda
og starfsmanna MAST á hlutverk
og markmið starfseminnar veldur
því að skyldur og heimildir eru ekki
fyllilega ljósar að mati stjórnenda,
og þar með eru starfsmenn ekki
nægilega samstilltir um sameig-
inlegt hlutverk, enda verkefnin
mjög margbreytileg. Það skal tekið
fram, að unnið er að endurnýjun
laga um MAST og er mikilvægt
að sú endurnýjun fari fram í nánu
samstarfi milli ráðuneytis, stofn-
unar og hagsmunaaðila og að í
kjölfarið verði mótuð heildræn
opinber stefna um starfsemina sem
auðveldar ákvarðanir um áherslur í
þróun innviða hennar og eftirfylgni
með árangri,“ segir meðal annars í
skýrslunni um úrbótaáætlunina.
MAST vinnur áfram með tillögur
skýrsluhöfunda
MAST segir í tilkynningu vegna
útgáfu skýrslunnar að stofnunin muni
„vinna áfram með tillögur skýrsluhöf-
unda í samstarfi við þriggja manna
verkefnisstjórn sem ráðuneytið mun
skipa í kjölfarið með það að mark-
miði að styðja frekar við starfsemi
stofnunarinnar. Samhliða þeirri vinnu
verður unnið áfram að nýjum lögum
um Matvælastofnun sem skilgreina
munu betur hlutverk stofnunarinnar,
skyldur og heimildir.“
Hægt er að nálgast skýrsluna á vef
atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins,
atvinnuvegaraduneyti.is. /smh
Í sérstakri umfjöllun um Brúneggjamálið eru gerðar athugasemdir við að ekki
Mynd / smh
Mynd / HKr.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!