Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 28

Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Sauðfjárbændur komnir í samstarf við fjölda íslenskra veitingastaða: Tíu veitingastöðum veitt viðurkenning fyrir að kynna gestum íslenskt lambakjöt – Samhliða voru staðfestir tveir nýir samningar við rekstraraðila 20 veitingastaða á landinu Föstudaginn 31. mars veittu íslenskir sauðfjárbændur viður- kenningar þeim samstarfsveitinga- húsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenska lambakjötið fyrir erlendum ferða- mönnum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd var skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslu- manni, sem var formaður nefndar- innar, Sigurlaugu M. Jónasdóttur, útvarpskonu hjá RÚV, og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík. Hún valdi úr þá staði sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður. Viðurkenningarathöfn fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg og hlutu eftirfarin veitingahús viðurkenningu: Lamb-Inn í Eyjafjarðarsveit. Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit. Fiskfélagið Reykjavík. Fiskmarkaðurinn, Reykjavík. Íslenski barinn Ingólfsstræti, Reykjavík. Gallery restaurant Hótel Holti, Reykjavík. Grillið Hótel Sögu, Reykjavík. Matur og Drykkur, Reykjavík. Smurstöðin í Hörpu í Reykjavík. Vox Hilton Hótel, Reykjavík Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum og sala á lambakjöti hjá samstarfs- stöðunum hefur aukist verulega sam- hliða samvinnunni. Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni „Aukið virði sauðfjárafurða“. Auk veitingar viðurkenningar fór fram við sama tækifæri staðfesting undirskrifta tveggja samstarfssamninga. Það var við Íslandshótel og annar við eignartengd fyrirtæki undir nöfnun- um Apótekið, Sushi Sosial, Tapas barinn og Sæta svínið. Alls falla undir þessa tvo nýju samninga um 20 veitingastaðir sem munu leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðl- um. Þessa má geta að meðal fjöl- breyttra léttra veitinga úr sauðfjár- afurðum sem veittar voru við þetta tækifæri var lambabacon sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra. /HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.