Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 33

Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 ræktun á jarðarberjum utandyra ætti að geta verið arðvænleg hér á landi. „Jarðarberjarækt í Evrópu á víða undir högg að sækja vegna sjúkdóma og aukinnar eiturefna- notkunar og í flestum tilfellum eru það sjúkdómar sem ekki þekkjast á Íslandi. Að mínu mati er það líka kostur að jarðarber sem ræktuð eru utandyra á Íslandi verða aldrei eins stór og fyrir vikið bragðbetri en jarðarber sem ræktuð eru í Suður- Evrópu. Önnur áhugaverð tegund fyrir Ísland er hafþyrnir, Hippophae rhamnoides, Við erum með í ræktun afbrigði sem er blending- ur milli hafþyrnis sem vex villtur í Finnlandi og stórvaxinnar haf- þyrnistegundar frá Rússlandi.“ Hafþyrnir er sérbýlisplanta og því þarf bæði kyn til að frjóvgun geti átt sér stað og plantan þrosk- að aldin. Leif segir að plöntur sem eru blendingar milli finnsku og rússnesku tegundanna kallist Ottó og Eva eftir kyni og að ekki sé annað að sjá en að þær dafni vel í Lepplax, sem er á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Kirsuber frá Kanada „Helsta nýjungin í gróðrarstöðinni er nýtt afbrigði af kirsuberjum sem upprunnið er í Kanada. Berin þroskast snemma og eru mjög bragðgóð og sæt. Ég er nokkuð viss um að þetta afbrigði henti vel á Íslandi þar sem það er harðgert og tekur ekki á sig mikinn vind vegna þess hversu lágvaxið það er. Leif segist sannfærður um að enn sé hægt að finna fjölda afbrigða af ávaxtatrjám og berjarunnum sem geti vaxið og gefið aldin á Íslandi. „Við erum rétt að byrja að skoða allan þann fjölda sem er á boðstól- um og ef við gefum okkur tíma og prófum okkur áfram þá eigum við eftir að ná árangri.“ /VH Leif Blomqvist á ráðstefnu um berjarækt sem haldið var á Hótel Sögu 12. mars síðastliðinn. Myndir / TB Jón Kr. Arnarson, garðyrkjufræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Leif Blomqvist. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Garðyrkjuskóla LbhÍ. Áhugasamt ræktunarfólk hlustaði af mikilli athygli á fyrirlestra um berjarækt. Guðmundur Steinsson, Margrét María Leifsdóttir og Hallur Hróarsson. Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Við fjármögnum atvinnutæki

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.