Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Skógræktin fær rúmar tutt-
ugu milljónir króna úr
Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða á þessu ári til verkefna á
fjórum svæðum í hennar umsjá.
Hæsti styrkurinn, 15 milljónir
króna, rennur til stígagerðar og
viðhalds á Þórsmerkursvæðinu
en einnig rennur fé til verkefna
við Hjálparfoss, Laxfoss og á
Kirkjubæjarklaustri.
Í sumar verður unnið að lokafrá-
gangi á bílastæði við Hjálparfoss
og voru veittar 1,2 milljónir króna
í styrk vegna þess verkefnis. Úr
sjóðnum renna einnig 2,5 millj-
ónir króna til smíði stiga og milli-
palla að útsýnisstað sem nýlega
var gerður við Laxfoss í Norðurá
í Borgarfirði og verður féð nýtt til
lokafrágangs þar. Til þjóðskógar-
ins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5
milljónir króna til áframhaldandi
viðhalds, endurbóta, uppgræðslu
og afmarkana á gönguleiðum í
Klausturskóginum og ofan við
Systrafoss.
Til uppbyggingar og viðhalds
gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu
fær Skógræktin 15 milljónir króna
úr sjóðnum til að vernda náttúru,
bæta aðgengi og auka öryggi ferða-
manna. Þórsmörk og Goðaland eru
eitt mikilvægasta svæði landsins
fyrir gangandi ferðamenn en
gönguleiðir þar krefjast umfangs-
mikils viðhalds og uppbyggingar
vegna brattlendis og rofgjarns jarð-
vegs. /MÞÞ
Skógræktin hlýtur rúmar tuttugu milljónir króna til endurbóta á nokkrum þeirra ferðamannastaða sem stofnunin
hefur umsjón með. Í sumar verður lokið við endurbætur sem unnið hefur verið að við Hjálparfoss undanfarin misseri.
Myndir: Hreinn Óskarsson.
Framkvæmdastjóður ferðamanna:
Skógræktin fær 20 milljónir
til fjögurra verkefna
Íslenskt timbur og endurnýtt rör nýtt í tröppur í Klausturskógi. Þær aðferðir sem þróaðar hafa ver-
ið við stígagerð á Þórsmörk nýtast
vel í þjóðskógunum. Mannvirkin eru
notað eins og mögulegt er. Myndin
er úr Klausturskógi og sést til bæjar
neðan skógarins.
Ferðafólk í Klausturskógi er nú mun
öruggara en áður var enda hefur
aðstaðan verið bætt til muna. Hér
sést til Systrafoss sem hefur mikið
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin
stöðvað rof vegna átroðnings ferða-
manna með því að nýta íslenskan við
og jarðefni til stíga- og pallagerðar.
Bonito ehf. • Friendtex • Praxis
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is
45238
Str. 36-42
25390
Str. 36-41
Mikið úrval af vinnufatnaði
fyrir eldhús og veitingastaði
Bómullarbolir, svuntur og mikið af fatnaði
sem þolir 95° þvott og þarf ekki að strauja
Tilboðsdagar
vegna góðs gengis
25360
Str. 36-42
920020
Str. 39-46
25090
Str. 36-42
25290
Str. 36-42
...Þegar þú vilt þægindi
Drifskaftshlífar, passa á 90% allra
drifskafta, 11 legur fylgja hverri hlíf
Minni hlíf, A2-A3: 11.900kr
Stærri hlíf, A4-A8: 19.900kr
Rúllugreip
með tindum
175.000kr
Sendum um land allt!!
Eurofestingar
12.200kr parið
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS