Bændablaðið - 06.04.2017, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Stöðnun er verulega óholl til lengd-
ar. Að komast upp úr stöðnun getur
þurft átak. Átakið Heimaslóð var
hugsað til að efla bjartsýni og
framfarahug.
Sumarið 2015 var lagt af
stað með verkefnið á vegum
Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga
(BSSÞ) og Búnaðarsambands
Norður-Þingeyinga (BSNÞ). Megin
markmið verkefnisins var að efla
búskap, greina tækifæri og koma
góðum verkefnum í réttan farveg.
Unnsteinn Snorri Snorrason
bútækniráðgjafi var ráðinn sem verk-
efnastjóri. Bændum gafst kostur á
að skrá sig í verkefnið og fengu þeir
þannig verkefnastjóra í heimsókn sér
að kostnaðarlausu. Hlutverk hans var
að vinna að þeim verkefnum sem
hver og einn var að fást við og fá
til samstarfs þá aðila sem hentuðu
hverju verkefni. Bændur greiddu
fyrir vinnu umfram þann tíma sem
fór í heimsókn og samantekt eftir
heimsóknina.
Samstarfsverkefni
Verkefnið var frá upphafi sam-
starfsverkefni BSSÞ, BSNÞ, Félags
sauðfjábænda Suður-Þingeyjarsýslu
og Félags Þingeyskra kúabænda.
Sparisjóður Suður-Þingeyinga,
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
(RML) og Atvinnuþróunarfélag
Þingeyinga hafa jafnframt verið
þátttakendur í verkefninu. Fleiri
samstarfsaðila mætti nefna eins og
MATÍS og Þingeyjarsveit. Verkefnið
var styrkt af Framleiðnisjóði land-
búnaðarins og Atvinnuþróunarfélagi
Þingeyinga. Að auki var verkefnið
fjármagnað af BSSÞ, BSNÞ og tekj-
um af seldri þjónustu.
Fjölbreytt verkefni
Alls hafa um 65 bændur verið
heimsóttir á vegum verkefnisins í
báðum sýslum. Þannig má segja að
stór hluti starfandi bænda á svæðinu
hafi verið virkir þátttakendur. Þá
hafa verið haldnir fundir og erindi
á vegum verkefnisins við ýmis
tækifæri. Verkefnin sem hafa verið
unnin eru af ýmsum toga. Mörg
tengjast endurbótum á aðbúnaði
gripa eða vinnuastöðu. Ættliðaskipti
eru aðkallandi verkefni. Þau geta
verið flókin úrlausnar t.d. þar sem
eignarhald jarða er dreift. Þar hefur
Ráðgjafarmiðstöðin spilað lykilhlut-
verk.
Út frá verkefninu Heimaslóð
hafa jafnvel sprottið upp hliðarverk-
efni. Þannig var settur saman hópur
allra þeirra aðila sem hafa áhuga á
heimavinnslu afurða og skipulagt
námskeið fyrir þá. Námskeiðið hlaut
m.a. styrk hjá Framleiðnisjóði land-
búnaðarins.
Námskeiðið fólst í því að fara
með þátttakendur í gegnum þau
skref sem þarf að taka þegar verið
er að þróa vörur til heimavinnslu.
Gæðastýringu, innra eftirlit, vinnslu-
aðferðir, útlit og umbúðir og svo
mætti áfram telja.
Starfsmenn Matís komu að þessu
verkefni og hefur Matarsmiðjan á
Laugum nýst vel fyrir þetta starf. Þar
er aðgengi að vottaðri aðstöðu sem
gerir aðilum kleift að hefja fram-
leiðslu á vörum án þess að þurfa að
leggja í mikla fjárfestingu í upphafi.
Kúabændur huga að
framkvæmdum
Stór hluti kúabænda á svæðinu tók
þátt í verkefninu. Haustið 2016
voru haldnir fundir á 7 stöðum með
kúabændum. Reynt var að hafa
fundina ekki of fjölmenna, þannig
að hver og einn gæti komið sínum
sjónarmiðum á framfæri. Fundirnir
voru óformlegir og þannig skap-
aðist stemning sem minnti frekar
á spjall bænda við eldhúsborðið en
eiginlegan fagfundi. Alls mættu 90%
allra starfandi kúabænda á svæðinu
á fundina. Markmið fundanna var
fyrst og fremst að átta sig á þeirri
framtíðarsýn sem bændur höfðu.
Almennt má segja að sú óvissa
sem ríkt hafði um rekstrarskilyrði
greinarinnar hafi haldið aftur af
framkvæmdum á svæðinu.
Hluti bænda er enn með fram-
leiðslu í básafjósum og eru þeir
ýmist búnir að gera endurbætur á
sinni aðstöðu eða ætla sér að ráðast
í endurbætur á komandi árum. Heilt
yfir má þó segja að það sé mikill
sóknarhugur í þingeyskum kúa-
bændum sem m.a. kom fram í mikl-
um fjölda umsókna um fjárfestinga-
stuðning samkvæmt reglugerð um
stuðning í nautgriparækt. En um 1/3
af starfandi bændum á svæðinu sóttu
um styrk til framkvæmda á þessu ári.
Þar að auki eru fjölmargir bændur
sem eru að huga að framkvæmdum
á næstu árum.
Afleysingar
Eitt er það verkefni sem hvað flest-
ir kúabændur vilja að hugað sé að.
Það er að efla skipulag á afleys-
ingaþjónustu bænda. Eftir því sem
bændum fækkar verður erfiðara að
sækja sér aðstoð innan sveitar þegar
slíkar aðstæður koma upp. Þá vilja
bændur hafa aðgang að afleysingu
með reglulegum hætti til að komast
í frí frá búskapnum. Hvort svo sem
menn ætli sér af bæ eða einfaldlega
njóta þess að vera í fríi heima hjá sér.
Þá nefna bændur líka að skipulagt
afleysingakerfi nýtist þegar upp
koma skyndileg veikindi eða slys.
Einhvers konar skipulag afleys-
inga hefur verið reynt með ýmsum
hætti um allt land. Árangurinn hefur
verið misjafn, en oft hefur tekist vel
til. Þetta þarf landbúnaðurinn í heild
að skoða og má þar t.d. nefna að
horft sé til árangurs Norðmanna á
þessu sviði, en þar er afleysinga-
þjónusta búin að vera rótgróin í ára-
tugi og mikilvægur þáttur í rekstrar-
skilyrðum greinarinnar.
Ferðaþjónustan í mikill sókn
Það er ekki ofsögum sagt að ferða-
þjónusta hafi verið mörgum þátttak-
endum Heimaslóðar ofarlega í huga.
Bæði eru margir nú þegar komnir
í ferðaþjónustu samhliða sínum
búrekstri og fleiri sjá sér tækifæri
í greininni. Sumir eru að huga að
gistingu, aðrir að afþreyingu, þannig
hafa menn ólíka snertifleti við ferða-
þjónustuna sem skapar samlegðar-
áhrif. Með aukinni afþreyingu á
svæðinu stoppa ferðamenn lengur
sem fjölgar gistinóttum og keyptri
þjónustu.
Unnið er að því að koma mat-
vöru úr héraði á diska ferðamanna
en sívaxandi áhugi er meðal þeirra
sem sækja landið heim að neyta
þeirrar fjölbreyttu flóru matvæla
sem framleidd eru á svæðinu. Hins
vegar er þörf á því að gera fyrirtækj-
um það auðveldara að nálgast slíkar
vörur. Hér er einnig gullið tækifæri
fyrir þá sem eru í heimavinnslu að
koma vörum sínum á markað í sinni
heimasveit. Á vegum heimaslóðar-
verkefnisins er unnið að því að koma
vörum úr heimabyggð til hótela og
veitingastaða á svæðinu sem stuðlar
bæði að auknu framboði á matvöru
úr héraði en er einnig mikilvægur
hlekkur í að minnka akstur og auka
sjálfbærni.
Framhald verkefnisins
Það er auðvitað erfitt að meta
árangur af svona verkefni enda er
hann ekki orðinn áþreifanlegur.
Heimaslóð hefur komið hugmynd-
um af stað sem annars væru ekki
komnar upp á yfirborðið og haft
verulega jákvæð áhrif í héraði.
Fjöldi þátttakenda var fram úr
björtustu vonum. Ætlunin er að
verk efnið Heimaslóð fái að lifa
áfram, þróast og styðja með virkum
hætti við búskapar- og atvinnuþró-
un á svæðinu. En eitt er ljóst, verk-
efnið hefur skilað fleiri broshýrum
bændum
Unnsteinn Snorri Snorrason,
verkefnastjóri Heimaslóðar
Heimaslóð
ÞEKKIR ÞÚ EINHVERN SEM SKARAR FRAM ÚR Í MATVÆLAGEIRANUM?
N O R R Æ N U M A T A R V E R Ð L A U N I N
„Embla“ eru ný norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni
matarmenningu. Þessa dagana er verið að safna tilnefningum frá Íslandi.
Það eru bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við Norrænu
ráðherranefndina sem veita verðlaunin.
Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við
tilnefningum í sjö flokka sem eru:
- Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017
- Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
- Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
- Mataráfangastaður Norðurlanda 2017
- Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017
- Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2017
Skráningarfrestur
til hádegis þann
17. apríl 2017.
Skráningareyðublöð fyrir flokkana
sjö (á íslensku) er að finna á
www.emblafoodaward.com,
en þar má einnig fræðast betur um
verðlaunin og tilurð þeirra.
Á FAGLEGUM NÓTUM
Vel var mætt þegar kynning á verkefninu fór fram í félagheimilinu Ýdölum 20. Ágúst 2015. Mynd / Unnsteinn Snorri.