Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
kregðubreytingar. Það má þó ætla
að sjúkdómurinn, þar sem hann er
til staðar, geti ágerst þegar líður á
haustið.
Margt er enn á huldu varðandi
meingerð, sjúkdómsframgang
og önnur mikilvæg atriði í
sjúkdómsmynd kregðu.
Vegna þessara mörgu vafaatriða
teljum við að svo stöddu ekki
vera tímabært að halda áfram
tilraunabólusetningum.
Aftur á móti teljum við æskilegtr
að fara út í frekari kortlagningu
á kregðubreytingum í lungum
sláturlamba til viðbótar við þau
svæði sem þegar hafa verið tekin
út (Þórarinsdóttir GE, 2014). Slík
kortlangning þyrfti helst að ná yfir
lengra tímabil, helst nokkur ár. Þetta
þyrfti að gera til að fá gleggri mynd
af áhrifum veðurfars og annarra
þátta á kregðuvandamál í búfé.
Þessu til viðbótar teljum við að
það þurfi að vinna að rannsóknum
á því hvernig smit á sér stað og
hvernig fyrstu stigum sjúkdómsins
vindur fram. Þetta þarf að skoða
bæði við náttúrulegar aðstæður og
með tilraunasmiti til að meta betur
klínísk einkenni og vefjameinfræði
kregðusmits og áhrif þess á heilsufar
sauðfjár.
Í ljósi þessarra niðurstaðna hefur
nú verið stofnaður vinnuhópur
um öndunarfærasjúkdóma í
saufé, með aðkomu Fagráðs í
sauðfjárrækt, Landbúnaðarháskóla
Íslands, Matvælastofnunar og
Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum. Þessi hópur
mun vinna að því að greina betur
vandamálið "hósti í fé".
Charlotta Oddsdóttir,
Eggert Gunnarsson,
Einar Jörundsson,
Ólöf G. Sigurðardóttir,
Vala Friðriksdóttir og
Vilhjálmur Svansson.
Tilvitnanir:
Friss NF et al. (1976). Mycoplasma
ovipneumoniae demonstrated in Icelandic
sheep. Acta Vet Scand, 17 255-257
Gaylor ME (2007). Maturity of the Lamb
Immune System. Honors thesis. College of
Agriculture and Life Sciences, Department
of Animal Sciences, Cornell University,
Ithaca, NY.
Sheehan M et al. (2007). An aetio-
pathologial study of chronic
bronchopneumonia in lambs in Ireland,
Vet J, 173 630-637.
Ziegler JC et al. (2014). Safety and
immunogenicity of a Mycoplasma
ovipneumoniae bacterin for domestic
sheep (ovis aries). PLoS ONE 9(4):
e95698.
doi:10.1371/journal.pone.0095698
Þórarinsdóttir GE (2014). Prevalence
of bronchopneumonia in sheep in
South-West to South-East Iceland;
Slaughterhouse survey, Master‘s Thesis,
Det Sundhedsvindenskabelige Fakultet
Københavns Universitet.
...frá heilbrigði til hollustu
Núverandi staða varnarhólfa
Eins og flestir búfjáreigendur
vita er landinu skipt upp í 26
varnarsvæði með svokölluðum
varnarlínum sem ýmist eru
girðingar eða náttúrulegar
hindranir. Til að auðvelda eftirlit
eru mismunandi litir hafðir á
eyrnamerkjum í sauðfé eftir því
hvaða varnarhólfi það tilheyrir.
Samkvæmt núgi ldandi
reglugerðum og lögum er ekki
heimilt að flytja lifandi jórturdýr
milli varnahólfa, þ.e.a.s. yfir
varnarlínur nema sótt sé um
leyfi hjá Matvælastofnun.
Varnarlínurnar gegna mikilvægu
hlutverki í aðgerðum sem lúta að
upprætingu sjúkdóma á borð við
riðuveiki og garnaveiki. Sömuleiðis
geta varnarlínurnar haft mikla
þýðingu við að stemma stigu við
útbreiðslu nýrra smitsjúkdóma.
Sjúkdómastaða sauðfjár með tilliti
til riðu og garnaveiki er misjöfn á
milli varnarsvæðanna og jafnvel
innan sama svæðis og gilda því
mismunandi reglur um flutninga
á lifandi jórturdýrum frá og innan
þessara svæða.
Ef riðuveiki greinist á bæ er
varnarsvæðið talið sýkt í 20 ár frá
næstu áramótum þess árs sem síðasta
tilfelli er staðfest. Ósýkt varnarsvæði
eru svæði þar sem riða hefur ekki
greinst síðastliðin 20 ár.
Á fjórum varnarsvæðum á
landinu hefur aldrei greinst riða og
eru þetta einu svæðin sem flytja má
líflömb frá, yfir varnarlínur, með
leyfi frá Matvælastofnun. Hvorki
er leyfilegt að flytja líffé inn í þessi
líflambasöluhólf né á milli þeirra til
að verja þau eftir fremsta megni gegn
smitsjúkdómum.
Á ósýktum svæðum eru engar
takmarkanir settar á flutninga
með lifandi fé milli hjarða innan
svæðanna. Ekki má hinsvegar flytja fé
yfir varnarlínur. Til að kaupa líflömb
inn á ósýkt varnarsvæði þarf að sækja
um leyfi til Matvælastofnunar, sbr.
reglugerð nr. 550/2008 um flutning
líflamba milli landsvæða, með síðari
breytingum.
Á sýktum svæðum eru allir
flutningar á fé milli hjarða innan
svæðanna og frá þeim (yfir
varnarlínur) bannaðir, sbr. reglugerð
nr. 651/2001. Til að kaupa líflömb
inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja
um leyfi til Matvælastofnunar.
Sé fé flutt án leyfis yfir varnarlínur
eða innan sýktra svæða er fénu
lógað og getur brotið varðað sekt og
jafnvel brottfellingu úr gæðastýrðri
sauðfjárframleiðslu. Línubrjótum er
lógað skv. ákvæðum reglugerðar.
Ef garnaveiki eða riða greinist taka
í gildi ákveðnar takmarkanir varðandi
flutning á gripum, búfjáráburði og
heyi, heykögglum, hálmi, túnþökum,
gróðurmold, ull, tækjabúnaði og jarð-
og heyvinnslutækjum.
Ef garnaveiki greinist
er óheimilt að:
• Láta til lífs sauðfé, geitur
eða nautgripi frá bænum í tíu
ár frá síðustu greiningu eða
vanrækslu á bólusetningu.
Bæir sem taka við jórturdýrum
frá garnaveikibæjum í andstöðu
við þetta ákvæði teljast
garnaveikibæir jafn lengi og sá
bær sem gripirnir eru frá.
• Flytja af garnaveikibæjum
búfjáráburð og hey, heyköggla,
hálm, túnþökur og gróðurmold
af landi sem húsdýraáburður
hefur verið borinn á eða
jórturdýr gengið á.
• Flytja ull frá garnaveikibæjum
óunna á aðra bæi.
• Flytja af garnaveikibæjum tæki
sem hafa verið notuð til moksturs,
flutnings, dreifingar eða
niðurplægingar á húsdýraáburði
á garnaveikibæjum nema
fullnægjandi sótthreinsun hafi
farið fram.
• Flytja af garnaveikibæjum
jarð- og heyvinnslutæki nema
fullnægjandi þrif hafi farið fram.
Ef riða greinist er óheimilt að:
• Flytja milli bæja innan sýktra
svæða og áhættusvæða hvaðeina,
sem getur borið smitefni milli
staða, svo sem hey, heyköggla
og hálm, húsdýraáburð,
túnþökur og gróðurmold nema
með leyfi héraðsdýralæknis
og að uppfylltum eftirfarandi
skilyrðum:
a. hey sé allt í plöstuðum stór-
böggum eða rúllu,
b. þökur séu aðeins notaðar á
svæðum þar sem sauðfé kemst
ekki að.
• Flytja ull á milli bæja nema með
leyfi héraðsdýralæknis.
• Flytja fjárklippur, markatengur,
lyfjadælur og annan tækjabúnað,
sem óhreinkast hefur af fé eða
hugsanlega smitmengast á annan
hátt á sýktu svæði, til nota í
landbúnaði á ósýktu svæði, án
vottorðs frá héraðsdýralækni
um að fullnægjandi sótthreinsun
hafi átt sér stað.
Athugið að aðilar sem fara milli
sóttvarnarsvæða, sýktra svæða,
áhættusvæða eða ósýktra svæða, með
tækjabúnað til landbúnaðarstarfa
skulu fá leyfi héraðsdýralæknis
og vottorð um að fullnægjandi
sótthreinsun hafi átt sér stað. Þessi
tæki og önnur sem óhreinkast af
sauðfé á sýktum svæðum skulu
sótthreinsuð samkvæmt fyrirmælum
héraðsdýralæknis að lokinni notkun
á hverjum stað/jörð.
Lesa má nánar um þessar
takmarkanir í reglugerðum um
útrýmingu á riðuveiki og bætur
vegna niðurskurðar nr. 651/2001 og
í reglugerð um garnaveiki og varnir
gegn henni nr. 911/2011.
Hér verður farið yfir stöðu
sérhvers hólfs miðað við stöðuna í
dag.
1. Landnámshólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli á Breiðabólstað árið
2003. Riðusýkt hólf að hluta, til
31. desember, 2023 að því gefnu
að engin ný tilfelli komi upp.
Sýkt svæði:
Sveitarfélögin Ölfus,
Hveragerði og Árborg og
Grafningur í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
2. Vesturlandshólf
Bólusett við garnaveiki. Hreint
hólf með tilliti til riðu.
3. Snæfellsneshólf
Bólusett við garnaveiki.
Hreint hólf með tilliti til riðu.
Líflambasöluhólf.
4. Dalahólf
Hætt að bólusetja við garnaveiki
árið 2011. Hreint hólf með tilliti
til riðu.
5. Vestfjarðarhólf eystra
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint hólf með tilliti til riðu.
Líflambasöluhólf.
6. Vestfjarðarhólf vestra
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint hólf með tilliti til riðu.
7. Miðfjarðarhólf
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint hólf með tilliti til riðu.
8. Vatnsneshólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli á Neðra-Vatnshorni
árið 2015. Riðusýkt til 31.
desember, 2035 að því gefnu að
engin ný tilfelli komi upp.
9. Húnahólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli á Kambhóli árið 2007.
Riðusýkt til 31. desember, 2027
að því gefnu að engin ný tilfelli
komi upp.
10. Skagahólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli á Stóra-Gröf ytri árið
2016. Riðusýkt til 31. desember,
2036 að því gefnu að engin ný
tilfelli komi upp.
11. Tröllaskagahólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli í Dæli árið 2009.
Riðusýkt hólf að hluta, til 31.
desember, 2029 að því gefnu að
engin ný tilfelli komi upp.
Sýkt svæði:
Dalvíkurbyggð norðan
Hámundarstaða.
12. Grímsey
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint hólf með tilliti til riðu.
13. Eyjafjarðarhólf
Bólusett við garnaveiki. Hreint
hólf með tilliti til riðu.
14. Skjálfandahólf
Bólusett við garnaveiki í Skútu-
staðahreppi. Síðasta riðutilfelli
á Lóni árið 1999. Riðusýkt hólf
að hluta, til 31. desember, 2019
að því gefnu að engin ný tilfelli
komi upp.
Ósýkt svæði:
Skútustaðahreppur, Engidalur
og Lundarbrekka og bæir þar
fyrir sunnan.
Sýkt svæði:
Önnur svæði í hólfinu.
15. Norðausturhólf
Bólusett við garnaveiki í Jökuldal
og Jökulsárhlíð austan (sunnan)
Smjörfjallalínu. Síðasta riðutilfelli
á Brú árið 1997. Riðusýkt hólf
að hluta, til 31. desember, 2017
að því gefnu að engin ný tilfelli
komi upp. Líflambasölusvæði í
N-Þingeyjarsýsluhluta hólfsins.
Sýkt svæði:
Jökuldalur og Jökulsárhlíð
austan (sunnan)
Smjörfjallalínu.
16. Héraðshólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli í Heiðarseli árið 1997.
Riðusýkt til 31. desember, 2017
að því gefnu að engin ný tilfelli
komi upp.
17. Austfjarðarhólf
Ekki bólusett við garnaveiki.
Síðasta riðutilfelli Hátún/Ós árið
1997. Riðusýkt til 31. desember,
2017 að því gefnu að engin ný
tilfelli komi upp.
18. Suðurfjarðarhólf
Bólusett við garnaveiki í Breið-
dals hreppi austan Breiðdals ár.
Síðasta riðutilfelli á Gilsárstekk
árið 2005. Riðusýkt til 31.
desember, 2025 að því gefnu
að engin ný tilfelli komi upp.
19. Suðausturlandshólf
Bólusett við garnaveiki. Hreint
með tilliti til riðu.
20. Öræfahólf
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint með tilliti til riðu.
Líflambasöluhólf.
21. Eyjafjalla- og
Vestur Skaftafellssýsluhólf
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint með tilliti til riðu.
22. Rangárvallahólf
Bólusett við garnaveiki. Hreint
með tilliti til riðu.
23. Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf
Bólusett við garnaveiki. Síðasta
riðutilfelli Hurðabak árið 2010.
Riðusýkt til 31. desember, 2030
að því gefnu að engin ný tilfelli
komi upp.
24. Biskupstungnahólf
Ekki bólusett við garnaveiki.
Síðasta riðutilfelli í Gýgjar-
hólskoti árið 2004. Riðusýkt til
31. desember, 2024 að því gefnu
að engin ný tilfelli komi upp.
25. Grímsnes- og Laugardalshólf
Bólusett við garnaveiki. Hreint
með tilliti til riðu.
26. Vestmannaeyjar
Ekki bólusett við garnaveiki.
Hreint með tilliti til riðu.
Ítarefni má lesa inni á www.
althingi.is og www.reglugerd.is
• Lög nr. 25/1993 um
dýrasjúk dóma og varnir gegn
þeim
• Reglugerð nr. 651/2001 um
útrýmingu á riðuveiki og
bætur vegna niðurskurðar,
með síðari breytingum
• Reglugerð nr. 911/2011 um
garnaveiki og varnir gegn
henni, með síðari breytingum
• Reglugerð nr. 550/2008
um flutning líflamba milli
landsvæða
Sigrún Bjarnadóttir,
dýralæknir sauðfjár-
og nautgripasjúkdóma
Fé á afrétti í Skaftárhreppi. Mynd / HKr.