Bændablaðið - 06.04.2017, Page 56

Bændablaðið - 06.04.2017, Page 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 „Við keyptum jörðina sum- arið 2016 og fluttum inn á Þorláksmessu. Við vorum með jörðina á leigu frá 2012 til vorsins 2016. Tókum við sauðfjárbúinu 2012 ásamt að leigja jörðina þar til við keyptum hana. Amma og afi hans Agnars voru ábúendur á undan okkur en Agnar er frá bænum Hofteigi sem er næsti bær við Hvanná 2. Agnar er því Jökuldælingur, fæddur og uppalinn í Jökuldal. Hann er einnig sjálfstæður verktaki, sinnir áburðardreifingu fyrir bændur á Austurlandi og hefur í samstarfi við föður sinn séð um að binda rúllur fyrir bændur í Jökuldal. Sjálf er ég fædd og uppalin á Selfossi og hafði verið mikið í sveit sem barn og unglingur,“ segir Lilja Björnsdóttir á Hvanná 2. Býli: Hvanná 2. Staðsett í sveit: Jökuldal (Fljótsdalshérað). Ábúendur: Agnar Benediktsson og Lilja Björnsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): 2 fullorðnir, hundurinn Tóta og kanínan Bella. Stærð jarðar? 43 ha ræktað land. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 570 ær, 20 hrútar, 4 hestar, 1 hundur og 1 kanína. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við gefum morgungjöfina saman, svo er farið í önnur tilfallandi verk á milli gjafa. Lilja er í háskólanámi og reynir að sinna því á milli gjafa þegar ekki eru erfið verk sem þarf að vinna úti. Einnig reynum við að stíla á að gefa kvöldgjöfina saman en það er ekki alltaf heilagt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnar: Það er allt skemmtilegt. Miskrefjandi eftir árstíðum. Það eru ekki til nein leiðinleg verk í sveitinni. Lilja: Sauðburður, fjárat á haustin og heyskapur er skemmtilegast. Leiðinlegast er að þrífa og bóna bíla og tæki. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sem blómlegasta þrátt fyrir krefjandi verkefni næstu ára. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Okkar skoðun er sú að félagsmálakerfið er of stórt, of mörg félög sem okkur finnst vera stefna að sömu markmiðum og endar yfirleitt á sama fólkinu í sveitunum. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Maður vill vera bjartsýnn. Vonandi vel. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að lambakjöt verði ekki selt sem einn flokkur eins og er í dag. Að hafa upprunamerkingar í kjöti. Markaðssetja kjötið sem gæðavöru eins og kjötið er. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Grænmetissósa fyrir Agnar og Pepsi Max fyrir Lilju. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktir súpukjötsbitar af veturgamalli rollu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Lilja getur verið óheppin á haustin og ætti helst ekki að vera í kringum hesta eða fjórhjól. Hefur tvisvar rifið sig úr axlarlið við að keyra fjórhjól og náði að afreka eitt haustið að velta smalahestinum sínum ofan í gjótu. Síðasta haust var hún mestmegnis á bíl eða gangandi og hefur ekki slasað sig við þá iðju ennþá. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hægeldaður lambaframpartur og lamba-tartar Það eru fleiri góðir vöðvar en á hrygg og læri og velja matgæð- ingar nú æ meira vöðva sem eru bragðmeiri en þurfa lengri eldunartíma til að munnbitinn verði mjúkur. Slíkum vöðvum er tilvalið að henda inn í ofn á vægum hita eða elda í rennilásapoka í vatnsbaði (tískubylgja sem heitir souse-vide og er komið frá veitingastöðum og heim til þeirra sem eru tækjaóðir) en reglan er að leyfa kjötinu að kryddlagerast lengur, elda það við vægari hita og á lengri tíma. Hægeldaður eða grillaður lamba- frampartur Hráefni › 1/2 lambaframpartur á beini, eða lambaháls sem er í tísku um þessar mundir (bæði góður úrbeinaður og á beini). › Salt › Nýmalaður pipar › 1 búnt tímían (garðablóðberg) › 10 hvítlauksgeirar › 1 dl olía › 1 tsk. nýmalaður svartur pipar Hjúpur › 1 msk. hunang › 1 msk. sinnep › 1 msk. chili-sósa › 1 msk. sojasósa › 2 msk. dökkur púðursykur (má nota muscovato-sykur eða jafnvel mol ass- es-sykur sem fæst í heilsubúðum) Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 60 gráð- ur í 10–24 klukkustundir. Gott að setja hann í ofnskúffu og leggið hvítlauk og tímían bæði ofan á og undir. Svo fyrir framreiðslu, penslið þá kjötið með hjúpnum og grillið í 2–3 mínútur í viðbót. Ef ekki á grilli, er hægt að nota grillpönnu eða undir grilli í bakara- ofni áfram í u.þ.b. 10 mín. eða þar til hann verður fallega brúnn. Berið fram með ristuðu rótargræn- meti og kryddjurta-hollandaise-sósu (systursósa bernaise-sósunnar), eða majónes-sósunni sem er hér til hliðar – með ögn af gljáanum til skrauts. Einnig má nota úrbeinaðan frampart í rúllu eða lambalæri. Lamba-tartar Nota skal alltaf bestu gæði af lambi sem er hægt að finna í tartar, því hann er borðaður hrár. Gott er að setja kjötið í frysti í 15 mínútur fyrir skurð þá verður mun auðveldara að meðhöndla kjötvöðvann. Hráefni › 1 góður bein- og fitulaus lamba- kjötsvöðvi (um það bil 370 g) › 1 msk. kapers, sigtaður, og saxaður fínt › 1 msk. söxuð ferskt mynta › 2 tsk. fínt saxaður sítrónu börkur › 2 tsk. fínt saxaður skalottlaukur › Ögn flögusalt › Fersk malaður svartur pipar › 4 eggjarauður › Ólífuolía › ½ sítróna › Gott brauð Skerið kjötið í þunnar sneiðar (til dæmis vöðva af lambalæri). Staflið tveimur til þremur sneiðum upp og skerið í þunnar ræmur, þá þvert í litla bita. Setja kjötið í skál og plast- filmu yfir. Þegar bera skal fram blandið lambinu saman við kapers, myntu, sítrónubörk og laukinn í skál. Kryddið með salti og pipar og blandið varlega saman og setjið á disk eða gott brauð. Smyrjið kjötið út og gerið holu fyrir eggjarauðu í miðjuna. Setjið eggjarauðu í hverja holu. Penslið með olíu og kreistið ögn af sítrónusafa yfir. Stráið meira salti yfir eftir smekk. Gott að framreiða með heimalöguðu majónesi. Heimalagað majónes með dilli Það er vel þess virði að eyða tíu mínútum til að fullkoma réttinn með majónesi og góðum kryddjurtum til skrauts. › 1 stórt egg › 1/4 teskeið salt › 1 tsk. hvítvíns edik › ½ safi úr einni sítrónu › 3/4 bolli matarolía › 1/4 bolli ólífuolía › 1 tsk. ferskt eða þurrkað dill (valfrjálst) Brjótið egg og setjið í blandara og bætið salti við. Blandið í 2–3 sekúnd- ur þar til grunnurinn er froðukenndur. Bætið ediki og sítrónusafa við og blandið áfram í 10 sekúndur. Stillið blandarann á mikinn hraða og hellið olíunni í mjórri bunu í blandar- ann í hægum og jöfnum straumi. Blandan ætti að þykkna í fallega sósu, stundum gott að setja 1 teskeið af vatni út í ef blandan er of þykk. Hrærið dilli saman við eða ferskri basiliku eða öðru uppáhalds kryddinu þínu – og bætið jafnvel rauðrófum við. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Lambaframpartur. Lamba-tartar. Hvanná 2

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.