Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 57

Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Páskaunga-lyklakippa HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Páskarnir eru alltaf svo skemmti- legir. Gulir, bjartir, fallegir og auð- vitað páskaeggin. Tölum nú ekki um að þeir eru alltaf þegar það er orðið bjartara úti og meira líf komið í umhverfið. Páskaungar eru stór hluti af páskunum og er því tilvalið að útbúa nokkra sæta páskaunga til að hengja á páska- greinarnar eða bara til að gefa. Njótið þess að undirbúa páskana og vera með þeim sem ykkur þykir vænt um. Lyklakippa Uppskrift: DROPS Extra 0-632 Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio 50 g nr 2923, sinnepsgulur 50 g nr 3620, rauður Afgangur af svörtu fyrir augu Einn páskaungi er ca 8 g. ATH! Litirnir geta gefið lit og blandast við þæfingu. Forðist því að prjóna páskaungana í hvítu eða natur. DROPS PRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 40 umferðir með garðaprjóni og tveimur þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. PÁSKAUNGI: Allur unginn er prjónaður með tveimur þráðum. Fitjið upp 18 lykkjur með tveimur þráðum með sinnepsgulum á prjóna nr 3.5. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan – JAFNFRAMT í umferð 5 er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu lykkjurnar á hvorri hlið slétt saman. Endurtakið úrtöku í 5. hverri umferð alls 6 sinnum (þ.e.a.s. fækkið lykkjum í annað hvert skipti frá réttu og í annað hvert skipti frá röngu) = 6 lykkjur. Prjónið 3 umferðir á eftir síðustu úrtöku. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* = 11 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) til að koma í veg fyrir göt. Prjónið 10 umferðir eftir útaukningu. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu lykkjurnar slétt saman. Prjónið 1 umferð til baka. Næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman = 5 lykkjur. Fellið síðan af. FÓTUR: Heklið með einum þræði rauðum með heklunál nr 2,5. Byrjið með 1 fastalykkju í 6. lykkju inn frá annarri hliðinni við uppfitjunarkant, heklið 27 lausar loftlykkj- ur, 1 keðjulykkja í 11. loftlykkju frá heklunálinni, 10 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í sömu lykkju og fyrri keðju- lykkja, 10 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í sömu lykkju eins og í tvær fyrri keðjulykkjur, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja og eina af 16 fyrstu loftlykkjum, endið með 1 keðjulykkju í búk, klippið frá og festið enda. Heklið annan fót alveg eins í 6. lykkju inn frá hinni hliðinni við uppfitjunarkant. GOGGUR: Heklið 6 loftlykkjur með einum rauðum þræði, 1 tvíbrugðinn stuðull í 4. loftlykkju frá heklunál en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu loftlykkju, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í síðustu loftlykkju, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 4 loftlykkjur og festið með 1 keðjulykkju neðst í loftlykkjubandið. Heklið síðan alveg eins hinum megin við loftlykkju- bandið, þ.e.a.s. þannig: 3 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af 3 loftlykkjum (sem heklaðar voru allra fyrst), en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin í hverja og eina af þeim, heklið síðan 4 loftlykkj- ur, festið með 1 keðjulykkju í sömu loftlykkju þar sem síðasti tvíbrugðni stuðullinn var heklaður. Klippið frá. Heklið tvo alveg eins gogga. FRÁGANGUR: Saumið einn gogg í hvora hlið á höfði (þ.e.a.s. á fram- og bakhlið) – saumið í loftlykkjubandið mitt í gogginn þannig að hann standi opinn út. Saumið augu með svörtu – saumið þannig að það verða augu bæði á fram- og bakhlið á höfði. Heklið lykkju efst uppi á höfði með einum þræði rauð- um þannig: 1 fastalykkja í höfuð, síðan loftlykkjur í ca 14 cm, festið með 1 keðjulykkju í fastalykkju. ÞÆFING: Leggið páskaungann í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Ef goggurinn og fæturnir þæfast saman verður að draga þá varlega í sundur á meðan unginn er enn blautur. Kveðja, Gallery Spuni Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 4 6 5 7 5 2 8 4 3 9 1 1 9 7 6 8 3 2 5 9 4 5 8 6 7 4 3 8 5 2 6 9 2 3 1 Þyngst 4 1 9 3 7 4 8 5 3 9 2 1 8 9 7 4 5 9 1 6 1 5 2 4 8 1 3 2 1 6 1 8 9 6 2 5 4 7 3 9 5 2 5 1 5 9 7 3 2 4 4 2 1 7 4 9 9 3 5 6 9 8 2 5 8 7 1 4 6 9 4 5 2 7 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Er á leið til LA um páskana Borgþór er 8 ára gamall glaðlegur drengur frá Selfossi. Hann fæddist 14. febrúar 2009. Hann á eina eldri systur og einn yngri bróður. Borgþór er rólegur að eðlisfari en þegar kemur að keppni þá gefur hann ekkert eftir. Nafn: Borgþór Gunnarsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Ég bý á Selfossi. Skóli: Vallaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Frímínútur. Uppáhaldsmatur: Bjúgu með uppstúf, rauðkáli og baunum. Uppáhaldshljómsveit: Áttan. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi fótbolta og handbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Markmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Einu sinni var ég í fótbolta og ætlaði að reyna að skora en ég klessti á stöngina í markinu. Ætlar þú að gera eitthvað skemmti- legt í sumar? Ég er að fara til LA um páskana og svo verður gaman á vellinum í sumar og spila fótbolta. Næst » Borgþór skorar á systur sína, Emblu Dís Gunnarsdóttur, að svara næst. Tökum á móti hópum utan afgreiðslutíma. Pantanir í síma: 424-6500. www.galleryspuni.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.