Bændablaðið - 06.04.2017, Page 57

Bændablaðið - 06.04.2017, Page 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Páskaunga-lyklakippa HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Páskarnir eru alltaf svo skemmti- legir. Gulir, bjartir, fallegir og auð- vitað páskaeggin. Tölum nú ekki um að þeir eru alltaf þegar það er orðið bjartara úti og meira líf komið í umhverfið. Páskaungar eru stór hluti af páskunum og er því tilvalið að útbúa nokkra sæta páskaunga til að hengja á páska- greinarnar eða bara til að gefa. Njótið þess að undirbúa páskana og vera með þeim sem ykkur þykir vænt um. Lyklakippa Uppskrift: DROPS Extra 0-632 Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio 50 g nr 2923, sinnepsgulur 50 g nr 3620, rauður Afgangur af svörtu fyrir augu Einn páskaungi er ca 8 g. ATH! Litirnir geta gefið lit og blandast við þæfingu. Forðist því að prjóna páskaungana í hvítu eða natur. DROPS PRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 40 umferðir með garðaprjóni og tveimur þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. PÁSKAUNGI: Allur unginn er prjónaður með tveimur þráðum. Fitjið upp 18 lykkjur með tveimur þráðum með sinnepsgulum á prjóna nr 3.5. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan – JAFNFRAMT í umferð 5 er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu lykkjurnar á hvorri hlið slétt saman. Endurtakið úrtöku í 5. hverri umferð alls 6 sinnum (þ.e.a.s. fækkið lykkjum í annað hvert skipti frá réttu og í annað hvert skipti frá röngu) = 6 lykkjur. Prjónið 3 umferðir á eftir síðustu úrtöku. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* = 11 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) til að koma í veg fyrir göt. Prjónið 10 umferðir eftir útaukningu. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu lykkjurnar slétt saman. Prjónið 1 umferð til baka. Næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman = 5 lykkjur. Fellið síðan af. FÓTUR: Heklið með einum þræði rauðum með heklunál nr 2,5. Byrjið með 1 fastalykkju í 6. lykkju inn frá annarri hliðinni við uppfitjunarkant, heklið 27 lausar loftlykkj- ur, 1 keðjulykkja í 11. loftlykkju frá heklunálinni, 10 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í sömu lykkju og fyrri keðju- lykkja, 10 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í sömu lykkju eins og í tvær fyrri keðjulykkjur, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja og eina af 16 fyrstu loftlykkjum, endið með 1 keðjulykkju í búk, klippið frá og festið enda. Heklið annan fót alveg eins í 6. lykkju inn frá hinni hliðinni við uppfitjunarkant. GOGGUR: Heklið 6 loftlykkjur með einum rauðum þræði, 1 tvíbrugðinn stuðull í 4. loftlykkju frá heklunál en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu loftlykkju, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í síðustu loftlykkju, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 4 loftlykkjur og festið með 1 keðjulykkju neðst í loftlykkjubandið. Heklið síðan alveg eins hinum megin við loftlykkju- bandið, þ.e.a.s. þannig: 3 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af 3 loftlykkjum (sem heklaðar voru allra fyrst), en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin í hverja og eina af þeim, heklið síðan 4 loftlykkj- ur, festið með 1 keðjulykkju í sömu loftlykkju þar sem síðasti tvíbrugðni stuðullinn var heklaður. Klippið frá. Heklið tvo alveg eins gogga. FRÁGANGUR: Saumið einn gogg í hvora hlið á höfði (þ.e.a.s. á fram- og bakhlið) – saumið í loftlykkjubandið mitt í gogginn þannig að hann standi opinn út. Saumið augu með svörtu – saumið þannig að það verða augu bæði á fram- og bakhlið á höfði. Heklið lykkju efst uppi á höfði með einum þræði rauð- um þannig: 1 fastalykkja í höfuð, síðan loftlykkjur í ca 14 cm, festið með 1 keðjulykkju í fastalykkju. ÞÆFING: Leggið páskaungann í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Ef goggurinn og fæturnir þæfast saman verður að draga þá varlega í sundur á meðan unginn er enn blautur. Kveðja, Gallery Spuni Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 4 6 5 7 5 2 8 4 3 9 1 1 9 7 6 8 3 2 5 9 4 5 8 6 7 4 3 8 5 2 6 9 2 3 1 Þyngst 4 1 9 3 7 4 8 5 3 9 2 1 8 9 7 4 5 9 1 6 1 5 2 4 8 1 3 2 1 6 1 8 9 6 2 5 4 7 3 9 5 2 5 1 5 9 7 3 2 4 4 2 1 7 4 9 9 3 5 6 9 8 2 5 8 7 1 4 6 9 4 5 2 7 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Er á leið til LA um páskana Borgþór er 8 ára gamall glaðlegur drengur frá Selfossi. Hann fæddist 14. febrúar 2009. Hann á eina eldri systur og einn yngri bróður. Borgþór er rólegur að eðlisfari en þegar kemur að keppni þá gefur hann ekkert eftir. Nafn: Borgþór Gunnarsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Ég bý á Selfossi. Skóli: Vallaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Frímínútur. Uppáhaldsmatur: Bjúgu með uppstúf, rauðkáli og baunum. Uppáhaldshljómsveit: Áttan. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi fótbolta og handbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Markmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Einu sinni var ég í fótbolta og ætlaði að reyna að skora en ég klessti á stöngina í markinu. Ætlar þú að gera eitthvað skemmti- legt í sumar? Ég er að fara til LA um páskana og svo verður gaman á vellinum í sumar og spila fótbolta. Næst » Borgþór skorar á systur sína, Emblu Dís Gunnarsdóttur, að svara næst. Tökum á móti hópum utan afgreiðslutíma. Pantanir í síma: 424-6500. www.galleryspuni.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.