Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 201758
LESENDABÁS
Enn um ull og brenglaða hugsun
Í síðasta Bændablaði, þ. 23.3.
þ.m., er grein um ull og fleira, eftir
Davíð Herbertsson. Sem vinur og
málsvari sauðkinda verð ég að
játa að það var klausa, í þeirri
að mörgu leyti ágætu grein, sem
stakk mig svo í hjartað að ég
get ekki orða bundist. Þar segir
greinarhöfundur, eftir að hafa
farið faglegum orðum um haust-
og vetrarrúning, „það er ill með-
ferð að láta þær vera í ullinni inni
í hlýjum húsum“.
En það er engin klausa, ekkert
orð um illa meðferð að láta þær vera
mannsberar úti í vorhretum og vor-
næðingi íslenskrar veðráttu. Þetta
kalla ég brenglaða hugsun og hætti
ekki, meðan ég get haldið á penna,
að reyna að vinda ofan af, þessari
á allan handa máta, snarbrengl-
uðu, ullareyðileggjandi og mann-
skemmandi hugsun og framkvæmd
við aðbúnað sauðfjár og útrýmingu
þels af jörðinni.
Sauðkindin er í eðli sínu sköpuð
til útivistar. Það er brenglað að troða
henni í kös inn í þröngri kró mis-
jafnlega vel loftræstra húsa, meira
en hálft árið, meina henni útivist
og hreyfingu. Þessi langa húsvist
kostar dýrari húsagerð, meira fóður,
meiri vinnu og óhreinni ull, heldur
en léttbyggðari hús þar sem fé liggur
við opið í góðviðri, stóru baggarnir
gefnir í þar til hannaðar grindur og
þrifalega farið með fóður og fénað.
Stórt hús og hlöðurými, hannað til
að stúka sundur með léttum grind-
um um sauðburð, þjónar einnig
innistöðu í vondum veðrum að vetri.
Það er brenglað að klæða sauð-
kindina úr eðlilegri hlífðarkápu
sinni, þegar vetur gengur í garð
og hennar eðlislæga vörn fer að
mynda þéttustu, mýkstu og hlýjustu
hárin til að verjast vetrarkuldanum.
Eyðileggja með því dýrmæta sér-
stöðu íslensku ullarinnar, kalla fram
tvöfaldan kostnað og fyrirhöfn með
snoðklippingu rétt fyrir vorkulda,
hret og illa líðan skjálfandi, manns-
berjúgra skrokka aumingja kind-
anna, sem vegna þessarar heimsku
hafa nú ekkert reyfi eða skjól til að
verja sig og lömbin gegn næðingn-
um. Plastábreiðan, sem strengd var
yfir húskróna og nýrúna skrokkana
í vetur, vísfjarri, ásamt tillitssemi,
meðlíðan og vörn, þegar mest á
reynir .Að rýja vel fýlda kind að
vorinu um leið og flutt er „á fjall“,
sleppt á heiði eða aðra sumarhaga,
er skemmtilegt, helmingi ódýrara
og kindinni eðlilegt. Vorkuldar um
garð gengnir og sumarið fram undan.
Fleiri lömb, meira kjöt. Það eitt
er stefnan ef stefnu skyldi kalla. Er
ekki kominn tími til að hugsa sitt
ráð og huga að fleiru? Var ekki í
þessu sama Bændablaði klausa um
„stórlega umfram“ framleiðslu á
kindakjöti? Voru ekki líka að heimt-
ast ær af útigöngu í einhverjum firði
þarna fyrir austan, vel útlítandi ær,
tvílemdar samkv. sónarskoðun,
því með þeim var þarna í frelsinu
tvílembingshrútur undan annarri?
Búinn að sýna sitt eðli til undaneld-
is. Er það ekki besta meðalhófið, 2
lömb á á? Og dugnaður til að nýta sér
það sem í boði er? Maðurinn, með
sitt drottnunar- og húsbóndavald, ber
ábyrgð á öryggi og velllíðan skepn-
unnar, sem hann hefur tekið í sína
þjónustu. Hann ber einnig ábyrgð
á að forða henni frá hættum, smala
til byggða í tíma að hausti, stjórna
beit og gjöf þegar vetrar. En talandi
um ábyrgð nú á tímum, verður
manni á að spyrja: Hvar er hana að
finna? Varð hún kannski úti einhvers
staðar á öræfum skilningsleysis og
sérhyggjugræðginnar? Og enginn
Fjalla-Bensi lengur til að leggja á
sig leit að óheimtum manngildum
trausts og ábyrgðar?
Er ekki kominn tími til að staldra
við og skoða áttavitann?
26.3. 2017
Guðríður B. Helgadóttir
Innlend framleiðsla og
færri kolefnisspor
Loftslagsmálin eru mál
okkar allra og við getum
öll lagt okkar af mörk-
um. Aukin innlend mat-
vælaframleiðsla er ein
leið til að fækka kolefn-
issporum og tryggja
fæðu-og matvælaöryggi.
Að tala fyrir ábyrgð í
loftslagsmálum og vilja á
sama tíma auka innflutn-
ing matvæla til landsins
er þversögn sem gengur
ekki upp.
Þversögnin
Matarsóunarverkefni eru
almennt í tísku, og lífrænn
og staðbundinn matur
(local food) og fækkun
kolefnisspora eru í tísku.
Það þykir fínt að borða
lífrænan „local“ mat og
ferðamenn virðast t.a.m.
sækjast sérstaklega eftir
því sem og heimamenn
í auknum mæli. Þess
vegna skýtur það skökku
við að sama fólk og talar
fyrir öllum þessum fínu
málum vill á sama tíma
stórauka innflutning á
matvælum – matvælum
sem við getum vel ræktað
hér á landi. Vissulega þurfum við að
kortleggja betur af hvaða tegundum
við ættum e.t.v. að framleiða minna
af og hvers konar framleiðslu við
ættum auka. Það er engum greiði
gerður með því að framleiða vöru
ef næg eftirspurn er ekki fyrir hendi.
Aukinn innflutningur og fleiri
kolefnisspor
Flutningur á matvælum milli landa
eykur sóun og fjölgar kolefnisspor-
um. Auknir flutningar matvæla kalla
á aukin afföll miðað við að fæðunn-
ar sé neytt sem næst framleiðslustað.
Umbúðir auka umfang vörunnar og
eru oft óumhverfisvænar. Allt eykur
þetta efnis- og orkunotkun og þar
með eykst útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda. Að því sögðu þá væri
skynsamlegt að stjórnvöld myndu
beita sér fyrir aukinni innlendri mat-
vælaframleiðslu og draga úr inn-
flutningi, í stað þess að auka hann,
þ.e. ef þeim væri alvara með því að
fylgja stefnu sinni í loftslagsmálum.
Þurfum frekari rannsóknir
Talsmenn aukins innflutnings
matvæla bera því oft við að inn-
lend framleiðsla skilji líka eftir sig
kolefnisspor þar sem að flytja þarf
ýmis aðföng fyrir framleiðsluna til
landsins. Þessir talsmenn hafa þó
ekki látið rannsaka málið heldur
er eingöngu um getgátur að ræða.
Samtök garðyrkjubænda létu hins
vegar vinna fyrir sig stórmerki-
lega skýrslu fyrir ekki svo
löngu síðan um kolefnis-
spor garðyrkjunnar. Í henni
er mjög margt áhugavert,
t.d. að íslenska agúrkan
skilur einungis um 44%
af kolefnisspori eftir sig
miðað við þá innfluttu. Við
eigum mikið inni hjá garð-
yrkjunni en hár raforku-
kostnaður hindrar verulega
nýjar fjárfestingar í garð-
yrkjunni. Nauðsynlegt er
að garðyrkjubændur fái
sérstaka gjaldskrá. Það
væri gagnlegt að hafa
haldbæran samanburð
kolefnisspora á innlendri
og erlendri framleiðslu
frá fleiri greinum en garð-
yrkjunni. En auðvitað
ættu kolefnissporin ekki
að vera eini viðmiðunar-
þátturinn heldur áhersla
á fæðuöryggi þjóðarinnar
og matvælaöryggi, þar
sem íslensk matvara er í
fremstu röð í heiminum.
Matvælaframleiðsla er
framtíðin
Skýrsla nefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslags-
breytingar, sem kom út
á dögunum, er umhugsunarverð.
Þar er talið að loftslagsbreytingar
muni ógna fæðuöryggi jarðarbúa í
framtíðinni. Mat skýrsluhöfunda er
að framboð á matvælum muni ekki
haldast í hendur við fjölgun jarðar-
búa á næstu áratugum. Þessar fréttir
kalla á að við Íslendingar metum
stöðu okkar hvað varðar bæði mat-
vælaframleiðslu og framleiðslu á
innlendum orkugjöfum. Við þurf-
um að huga að því hvað við getum
lagt af mörkum í loftslagsmálum
og landbúnaðurinn er hluti af lausn
vandans, þar með talið framlag
bænda til aukinnar framleiðslu fóð-
urs og matvæla á Íslandi.
Silja Dögg Gunnarsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins
Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Meiri vangaveltur
um félagsmál
Í 4. tbl. Bændablaðsins (Bbl.), 23.
feb. 2017, bls. 50, er að finna pistil
minn þar sem ég finn að tregðu BÍ
til að veita félagsmönnum sínum
upplýsingar um málefni samtak-
anna, eins og ársreikninga o.fl.
Sérstaklega tiltók ég að fundar-
gerð aukabúnaðarþings frá í haust
fyndist ekki á heimasíðu BÍ.
Nú hefur verið bætt úr því en
í ljós kemur að á henni eru mein-
legir annmarkar. Á fundinum var
lögð fram tillaga um gagngerar
breytingar á samþykktum BÍ, fram
kom breytingartillaga sem var svo
dregin til baka. Fram kom önnur
breytingartillaga, sem var samþykkt.
Tilgreind eru þau þingskjöl, sem
innihalda þessar tillögur, en þau er
hvergi að finna í eða með fundar-
gerðinni. Við, almennir félagsmenn,
fáum því engar upplýsingar um hvað
var verið að samþykkja né hvað var
ekki samþykkt.
Ég minnist þess ekki að hafa áður
séð svo aumlegar fundargerðir að
ekki séu a.m.k. skráðar þær tillög-
ur sem samþykktar eru. Þó kastar
nú tólfunum þegar lögð er fram og
samþykkt tillaga um félagsgjald
2017. Efni hennar er ekki að finna í
fundargerðinni, en upphæðin birtist
okkur fyrst í heimabankanum eða
heimsendum greiðsluseðli. (Athygli
vekur að krafan er flokkuð með
almennum viðskiptakröfum en ekki
valgreiðslukröfum, þar sem hún á
auðvitað heima).
Nú sé ég engin líkindi til að þessi
vinnubrögð megi rekja til neinna
annarlegra hvata, heldur sé um að
kenna annaðhvort vankunnáttu í
fundarsköpum eða, sem mér finnst
líklegra, kæruleysi. Það er eins og
þetta ágæta fólk, sem sat þarna innan
fjögurra veggja fundarsalarins, hafi
aldrei leitt hugann að því að utan
þeirra væri að finna fólk, sem hefur
bæði áhuga á og hagsmuni af að vita
hvað þarna er um vélað.
Því hefur birting þessarar fundar-
gerðar ekki slegið neitt á áhyggjur
mínar af einbeittum óvilja BÍ til að
gefa grasrót sinni þær upplýsingar
sem eðlilegt er að krafist sé.
Þann 3. mars var ársfundur sam-
takanna haldinn á Akureyri. Stuttlega
var frá honum sagt í Bbl. 9. mars.
Var þar stiklað á stóru en þó nefndar
nokkrar tölur um rekstur á vegum BÍ.
Þær voru hins vegar svo óskipulega
fram settar að engin leið er að fá af
þeim neina trausta mynd af fjárhags-
málefnum samtakanna.
Nú er það svo að Bbl. er líklega
fremur ætlað til almennrar ímyndar-
sköpunar en fjöllunar um félagsleg
eða fagleg málefni bænda, en nú set
ég fram kröfu um að á heimasíðu
BÍ verði settar greinargóðar upp-
lýsingar um það sem fram kom á
ársfundinum:
• Fundargerð fundarins
• Ársreikningar dótturfélaga og
hlutdeildarfélaga BÍ, hvers í
sínu lagi með skýringum.
• Samstæðureikning móðurfé-
lagsins.
• Rekstraráætlun þessa árs, eink-
um hvað varðar ætluð útgjöld til
RML og búnaðarsambandanna.
• Annað, sem máli kann að skipta
í þessu sambandi.
Vilji forráðamenn BÍ ekki verða við
þessu stendur upp á þá að tilgreina
málefnalegar ástæður fyrir því.
Á heimasíðu BÍ er að finna
ábendingar um ávinning manna af
félagsaðild. Þar á meðal er fyrirheit
um 30% afslátt af greiðslum fyrir
not af forritum samtakanna. Til lítils
kemur það þegar ekki er ljóst hvert
listaverðið er.
Eins og ég benti á í fyrri pistli
mínum eru bændur nauðbeygðir til
að kaupa afnot af þessum forritum
að viðlögðum missi beingreiðslna úr
ríkissjóði. Nú hefur ráðherra kynnt
þá ætlun sína að lögbinda þetta fyr-
irkomulag. Með það í huga hlýtur
að vera áleitið álitamál hvort ekki
sé um ólögmæta mismunun að ræða
milli þeirra sem skráðir verða sem
félagar í BÍ og annarra. Hvar væri
þá félagafrelsið?
Því vil ég ítreka þá sjálfsögðu
kröfu að verðskráin verði birt, enda
hafi hún hlotið staðfestingu ráðherra
eins og verðskrár búnaðarsamband-
anna eiga að hafa. Eins og málið er
í pottinn búið verður ekki öðru trúað
að óreyndu en þetta þyki sjálfsögð
regla. – Sjáum hvað setur.
29. mars, 2017
Guðmundur Þorsteinsson.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300