Bændablaðið - 13.12.2018, Page 52

Bændablaðið - 13.12.2018, Page 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201852 FÓLK&FYRIRTÆKI Atlantsflug komið með heilsárstarfsemi á Skaftafellsflugvelli: Með þrjár flugvélar og þyrlu og byggja upp ferðaþjónustumiðstöð í jaðri þjóðgarðsins Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmda stjóri Atlantsflugs, hefur rekið útsýnisflug frá Skafta- fellsflugvelli ásamt eiginkonu sinni, Sveinbjörgu Eggertsdóttur, síðan 1995. Fram til þessa hefur það verið árstíðabundið en nú er að verða breyting á því með heilsársrekstri auk þess sem búið er að taka í notkun nýja og glæsilega flugstöð með flugskýli fyrir allt að sex til sjö flugvélar. „Frá því að við byrjuðum á þessu 1995 vorum við með útsýnisflug frá Skaftafelli frá því í júní og kannski fram í september, en ekkert yfir vetrartímann. Við höfum síðan rekið viðhaldsverkstæði á Reykjavíkurflugvelli fyrir atvinnuvélar samhliða þessu og það hefur líka verið okkar vetrarvinna. Þannig höfum við m.a. sinnt viðhaldsþjónustu á þyrlunum fyrir Norðurflug í níu ár,“ sagði Jón Grétar í samtali við Bændablaðið. „Síðan 1998 höfum við verið þarna með einfalda afgreiðslu í sumarhúsi við flugvöllinn. Í fyrra tókum við svo þá ákvörðun að gera breytingar á rekstrinum og fara út í heilsársstarfsemi í Skaftafelli. Þeirri ákvörðun fylgir að við færum alla okkar starfsemi austur og hættum viðhaldsþjónustunni í Reykjavík. Fyrir austan munum við sinna viðhaldinu fyrir okkur sjálf auk þess sem við sinnum viðhaldi fyrir eitt grænlenskt flugrekstrarfyrirtæki.“ Stefnt að frekari uppbyggingu í Skaftafelli Hugmyndin um uppbyggingu í Skaftafelli hefur síðan undið upp á sig og miðar nú við að skapa þarna aðstöðu sem býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja nýta sér hana og eru að sinna þessu svæði. Hefur rekstraraðilum í þessari grein þegar verið kynntur þessi möguleiki á samstarfi. Segir Jón að ef á þurfi að halda geri skipulagið ráð fyrir mögulegum stækkunum og hægt sé að byggja á fimm lóðum á svæðinu. Þá sé heimilt að byggja tvær jafn stórar eða stærri byggingar en nýja flugskýlið er nú. Veitingasala og bensínstöðin í Freysnesi flyst á flugvallarsvæðið Ráðgert er að bensínstöð og veitingasalan sem verið hefur í söluskálanum í Freysnesi komi líka inn á þetta svæði við flugvöllinn. „Við erum þar í samstarfi við hótel- og landeigendur í Freysnesi, þær Önnu M. Ragnarsdóttur, Jón Benediktsson og Laufeyju Lárusdóttur um að mynda á flugvallarsvæðinu kjarna fyrir ferðatengda starfsemi á svæðinu sem er rétt fyrir utan landamerki þjóðgarðsins,“ segir Jón. „Þá getur þjóðgarðurinn sinnt því hlutverki sem hann á að gera án þess að þar séu ferðaþjónustuaðilar líka með aðsetur líkt og hann hefur þegar boðað.“ Einnig með aðstöðu á Bakkaflugvelli Auk aðstöðunnar í Skaftafelli þá hefur Atlantsflug verið með aðsetur á Bakkaflugvelli yfir sumarið og flogið þaðan yfir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Þórsmörk og fallegu hálendissvæðin þar innar í landinu eins og Landmannalaugar og Lakagíga. Að sögn Jóns hefur svo líka verið flogið til Vestmannaeyja. Flugskýlisbygging búin að vera á prjónunum síðan 2009 „Við erum búin að vera með það á prjónunum að byggja flugskýli í Skaftafelli síðan 2009 í landi Freysness. Fyrst þurfti að gera breytingu á aðalskipulagi og í framhaldi af því þurfti að fara í gerð deiliskipulags.“ Með tvær flugbrautir „Þarna erum við með 15 hektara land undir flugvallarsvæði á einkalandi sem við leigjum af landeigendum í Freysnesi sem við höfum átt gott samstarf við. Á þessu svæði erum við með tvær flugbrautir, aðra 600 metra og hina 1.000 metra. Það er hægt að fara með lengri brautina í 2.000 metra ef þörf verður á en á deiliskipulagi er nú gert ráð fyrir 1.500 metra braut. Við erum því mjög vel sett með gott rými í kringum okkur og aðflugsaðstæður mjög góðar. Við erum að vísu ekki með aðflugsvita, en einn af þremur helstu flugstefnuvitum (VOR) landsins er á Ingólfshöfða sem er ekki langt frá okkur.“ Flugskýli, farþegaafgreiðsla og skrifstofur byggðar á 14 mánuðum „Ég lét mæla út fyrir skýlinu í ágúst 2017 og við hófum framkvæmdir 1. september sama ár. Byggingin var svo komin upp og kláruð á 14

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.