Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 52

Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201852 FÓLK&FYRIRTÆKI Atlantsflug komið með heilsárstarfsemi á Skaftafellsflugvelli: Með þrjár flugvélar og þyrlu og byggja upp ferðaþjónustumiðstöð í jaðri þjóðgarðsins Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmda stjóri Atlantsflugs, hefur rekið útsýnisflug frá Skafta- fellsflugvelli ásamt eiginkonu sinni, Sveinbjörgu Eggertsdóttur, síðan 1995. Fram til þessa hefur það verið árstíðabundið en nú er að verða breyting á því með heilsársrekstri auk þess sem búið er að taka í notkun nýja og glæsilega flugstöð með flugskýli fyrir allt að sex til sjö flugvélar. „Frá því að við byrjuðum á þessu 1995 vorum við með útsýnisflug frá Skaftafelli frá því í júní og kannski fram í september, en ekkert yfir vetrartímann. Við höfum síðan rekið viðhaldsverkstæði á Reykjavíkurflugvelli fyrir atvinnuvélar samhliða þessu og það hefur líka verið okkar vetrarvinna. Þannig höfum við m.a. sinnt viðhaldsþjónustu á þyrlunum fyrir Norðurflug í níu ár,“ sagði Jón Grétar í samtali við Bændablaðið. „Síðan 1998 höfum við verið þarna með einfalda afgreiðslu í sumarhúsi við flugvöllinn. Í fyrra tókum við svo þá ákvörðun að gera breytingar á rekstrinum og fara út í heilsársstarfsemi í Skaftafelli. Þeirri ákvörðun fylgir að við færum alla okkar starfsemi austur og hættum viðhaldsþjónustunni í Reykjavík. Fyrir austan munum við sinna viðhaldinu fyrir okkur sjálf auk þess sem við sinnum viðhaldi fyrir eitt grænlenskt flugrekstrarfyrirtæki.“ Stefnt að frekari uppbyggingu í Skaftafelli Hugmyndin um uppbyggingu í Skaftafelli hefur síðan undið upp á sig og miðar nú við að skapa þarna aðstöðu sem býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja nýta sér hana og eru að sinna þessu svæði. Hefur rekstraraðilum í þessari grein þegar verið kynntur þessi möguleiki á samstarfi. Segir Jón að ef á þurfi að halda geri skipulagið ráð fyrir mögulegum stækkunum og hægt sé að byggja á fimm lóðum á svæðinu. Þá sé heimilt að byggja tvær jafn stórar eða stærri byggingar en nýja flugskýlið er nú. Veitingasala og bensínstöðin í Freysnesi flyst á flugvallarsvæðið Ráðgert er að bensínstöð og veitingasalan sem verið hefur í söluskálanum í Freysnesi komi líka inn á þetta svæði við flugvöllinn. „Við erum þar í samstarfi við hótel- og landeigendur í Freysnesi, þær Önnu M. Ragnarsdóttur, Jón Benediktsson og Laufeyju Lárusdóttur um að mynda á flugvallarsvæðinu kjarna fyrir ferðatengda starfsemi á svæðinu sem er rétt fyrir utan landamerki þjóðgarðsins,“ segir Jón. „Þá getur þjóðgarðurinn sinnt því hlutverki sem hann á að gera án þess að þar séu ferðaþjónustuaðilar líka með aðsetur líkt og hann hefur þegar boðað.“ Einnig með aðstöðu á Bakkaflugvelli Auk aðstöðunnar í Skaftafelli þá hefur Atlantsflug verið með aðsetur á Bakkaflugvelli yfir sumarið og flogið þaðan yfir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Þórsmörk og fallegu hálendissvæðin þar innar í landinu eins og Landmannalaugar og Lakagíga. Að sögn Jóns hefur svo líka verið flogið til Vestmannaeyja. Flugskýlisbygging búin að vera á prjónunum síðan 2009 „Við erum búin að vera með það á prjónunum að byggja flugskýli í Skaftafelli síðan 2009 í landi Freysness. Fyrst þurfti að gera breytingu á aðalskipulagi og í framhaldi af því þurfti að fara í gerð deiliskipulags.“ Með tvær flugbrautir „Þarna erum við með 15 hektara land undir flugvallarsvæði á einkalandi sem við leigjum af landeigendum í Freysnesi sem við höfum átt gott samstarf við. Á þessu svæði erum við með tvær flugbrautir, aðra 600 metra og hina 1.000 metra. Það er hægt að fara með lengri brautina í 2.000 metra ef þörf verður á en á deiliskipulagi er nú gert ráð fyrir 1.500 metra braut. Við erum því mjög vel sett með gott rými í kringum okkur og aðflugsaðstæður mjög góðar. Við erum að vísu ekki með aðflugsvita, en einn af þremur helstu flugstefnuvitum (VOR) landsins er á Ingólfshöfða sem er ekki langt frá okkur.“ Flugskýli, farþegaafgreiðsla og skrifstofur byggðar á 14 mánuðum „Ég lét mæla út fyrir skýlinu í ágúst 2017 og við hófum framkvæmdir 1. september sama ár. Byggingin var svo komin upp og kláruð á 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.