Bændablaðið - 22.02.2018, Page 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Starfsmönnum Suðurverks og
Metrostav hefur gengið vel við
gröft Dýrafjarðarganga sem
byrjað var á síðastliðið haust.
Göngin, sem verða 5,3 km að lengd
og með 7,5 km vegtengingum,
eiga að verða tilbúin 2020.
Göngin munu leysa af hólmi
erfiðan fjallveg yfir Hrafnseyrarheiði
á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
sem lokaður er mánuðum saman
vegna snjóa á hverju ári. Ljóst er
þó að gerð ganganna verður til lítils
nema samhliða verði unnið við
endurbætur á veginum til vesturs
yfir Dynjandisheiði. Það verkefni er
nú í ferli hjá Vegagerðinni og unnið
að umhverfismati.
Búnir að grafa um 1.300 metra
Í sjöundu viku þessa árs voru
grafnir 66,1 metri og í lok þessarar
viku verður væntanlega búið að
grafa um 1.300 metra af göngunum
og þá eftir um 4 kílómetrar.
Lítið um vandamál við
gangagröftinn
Guðmundur Rafn Kristjánsson,
deildarstjóri hjá Vegagerðinni á
Ísafirði, segir að gangagröfturinn
hafi gengið vel.
„Menn hafa ekki lent í neinum
vandamálum vegna vatnsleka
þó vatns verði auðvitað vart
annað slagið. Þá hefur bergið
verið þokkalegt, en kargi hefur
þó stundum verið að stríða
þeim. Helsti vandinn hefur verið
vegna veðurs í vetur. Það hefur
gengið svolítið erfiðlega að koma
mannskap til og frá borsvæðinu
þegar skipt er um vaktir vegna
veðurs.“
Hann segir að gangamenn reiði
sig yfirleitt á að fara með bát til
og frá Bíldudal, en veður hefur
stundum hamlað því. Þá sé mikið
mál að opna Hrafnseyrarheiði til
að komast yfir á Þingeyri.
Í Arnarfirði fram að jólum
Guðmundur Rafn segir að grafið
sé inn í fjallið frá Arnarfirði. Þar
verði haldið áfram fram undir jól
á þessu ári þegar gangamenn flytji
búnað sinn yfir að gangamunna
Dýrafjarðarmegin. Þá verður
væntanlega búið að grafa tvo þriðju
hluta ganganna eða að þeim hluta
sem göngin liggja hæst.
Segir Guðmundur Rafn að það
henti betur að grafa svo mikið
Arnarfjarðarmegin til að fá efni í
uppfyllingar þar vegna vegagerðar
að gangamunna. /HKr.
Búnaðarþing 2018 haldið á Hótel Sögu 5. og 6. mars:
Skilvirk starfsemi og góð nýting fjármuna til umræðu
Búnaðarþing 2018 fer fram í
byrjun mars. Fjöldi mála er
á dagskrá þingsins og má þar
nefna innflutning á hráu kjöti,
félagskerfi landbúnaðarins,
loftslagsmál, endurskoðun
búvörusamninga og tollamál.
Félagskerfi og nýtt
félagsgjaldakerfi, sem innleitt var í
ársbyrjun 2017, verður eitt margra
umfjöllunarefna á Búnaðarþingi sem
fer fram í Bændahöllinni 5. og 6. mars
næstkomandi. Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
segir að fyrirkomulag á innheimtu
félagsgjalda og það hvernig best sé
að haga starfsemi samtaka bænda og
uppbygging starfseminnar til lengri
tíma verði rætt. „Við munum ræða
skilvirkni starfseminnar og hvernig
sé best að nýta fjármuni samtakanna
bændum til hagsbóta.
Aðildarfélög innan Bænda-
samtaka Íslands eru mörg og
ýmsar skoðanir á því hvernig á að
gera hlutina og ég geri ráð fyrir
að við munum skoða samþykktir
samtakanna og innri mál þeirra.“
Umhverfis- og loftslagsmál
ofarlega á baugi
Vinnuhópur um umhverfismál á
vegum BÍ, undir forystu Oddnýjar
Steinu Valsdóttur, hefur skilað af sér
tillögu að umhverfisstefnu BÍ sem
verður lögð fyrir þingið.
Sindri segir að loftslagsmálin
verði klárlega áberandi á þinginu.
„Skoðanir á aðgerðum til að
stemma stigu við losun gróðurhúsa-
lofttegunda eru mismunandi, eins og
við höfum meðal annars séð á síðum
Bændablaðsins. Vísindamenn greinir
á um aðferðir, rannsóknir og gögn
og sitt sýnist hverjum. Það eru til
margar aðferðir, eins og endurheimt
votlendis, aukin skógrækt og aukin
landgræðsla. Ég held að við verðum
að nýta allar þessar aðferðir eftir því
sem hentar á hverjum stað. Þetta
gerist ekki nema með góðri samvinnu
við bændur og aðra landeigendur.“
Í umhverfisnefnd þingsins
verður til umræðu umhverfisstefna
landbúnaðarins og hvernig við
eigum að forgangsraða aðgerðum
á því sviði á næstu misserum.
Þar eru loftslagsmálin vissulega í
forgrunni, en horft er til fleiri þátta
eins og orkuskipta og orkunýtingar,
endurvinnslu og aukins hlutar
innlendra aðfanga.
Búvörusamningarnir og
endurskoðun þeirra
„Endurskoðun búvörusamninganna
verða einnig til umræðu á þinginu
enda þurfa Bændasamtökin að
marka sér ákveðna stefnu um hvað
þau vilja fá út úr endurskoðuninni.
Fyrri endurskoðun samninganna á
að ljúka 2019 og við þurfum því að
ræða núna hvaða breytingar bændur
vilja sjá.
Ég á von á að við munum
ræða bæði mjólkur- og
sauðfjársamninginn hvað mest
og þá ekki síst kvótakerfið í
mjólkurframleiðslu og hvaða stefnu
á að taka í því máli.
Við þurfum einnig að ræða
hvernig við sjáum fyrir okkur
niðurtröppun á beingreiðslum
sauðfjár til bænda eins og
sauðfjársamningurinn fjallar um.
Til þingsins mun koma mál frá
stjórninni þar sem tekið er á því
hvaða sýn stjórnin hefur á því
hvað sé nauðsynlegt að ræða við
endurskoðun búvörusamninganna,
þar með talið þessi og fleiri mál,“
segir Sindri.
Tollar og hrátt kjöt
Sindri segir að auk fyrrgreindra
verði tollamál og innflutningur
á hráu kjöti áberandi mál á
Búnaðarþingi.
„Í fyrsta lagi er það tolla-
samningurinn við Evrópusambandið
og úrskurður EFTA dómstólsins
um að Ísland sé að brjóta ákvæði
EES-samningsins með því að
hefta innflutning á ófrosnu kjöti,
ógerilsneyddum eggjum og
ógerilsneyddri mjólk til landsins.
Innflutningur á kjöti er nú
þegar mikill. Vegna hás gengis
krónunnar er tollverndin ekki að
jafna samkeppnisstöðu innlendrar
framleiðslu gagnvart erlendri, eins
og hún á að gera. Við verðum að
setja fram skýra sýn á hvernig við
ætlum að tryggja starfsskilyrði kjöt-
og mjólkurframleiðenda í landinu.
Í núverandi árferði gengur dæmið
ekki upp. Tollverndin hefur ekki
verið leiðrétt og magntollarnir eru
flestir sama krónutala og 1995. Þar
af leiðandi hefur verðgildi þeirra
dregist saman og verndin sem þeir
áttu að veita er orðin að engu.
Hvað varðar breytingarnar
á tollasamningnum 1. maí
næstkomandi og mögulegan
innflutning á hráu kjöti í kjölfar
niðurstöðu EFTA-dómstólsins,
þá er verið að stíga skref til verra
fyrirkomulags en hefur verið í gildi
hvað varðar matvælaöryggi.
Það er mál sem við getum og
eigum ekki að sætta okkur við.
„Að við skulum eiga á hættu
að hingað flæði kamfílóbakter eða
salmonellusmitaður kjúklingur án
þess að við fáum þar nokkuð að gert
er ekki ásættanlegt. Á sama tíma
getum við náttúrlega ekki gert þá
kröfu til íslenskra framleiðenda
að þeir fargi öllum kjúklingi komi
upp salmonellusmit eða meðhöndli
sérstaklega allan kamfílóbakter
smitaðan kjúkling.
Í raun er fáránlegt að við skulum
vera að ræða um að við fáum ekki
einhverjar viðbótartryggingar vegna
hugsanlegs salmonellusmits á við
Norðurlöndin þegar ástandið hér er
mun betra en hjá þeim og við verjum
neytendur langbest fyrir sýkingum
af þessum löndum. Þetta eitt sýnir
hvað kerfið er meingallað. Íslensk
stjórnvöld verða einfaldlega að fara
til Brussel, berja í borðið og gera
kröfu um að við megum áfram hafa
þær sóttvarnir sem við þurfum. Ef
ákvæðin í 13. grein EES, sem fjalla
um heilsuvernd manna og dýra, eru
allt í einu ekki lengur í gildi er EES-
samningurinn orðið eitthvað annað
en við samþykktum á sínum tíma,“
segir Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands. /VH
FRÉTTIR
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands og bóndi í Bakkakoti,
sem innleitt var í ársbyrjun 2017.
Úrskurður EFTA-dómstólsins varðandi innflutning á hráu kjöti,
ógerilsneyddum eggjum og mjólk veldur bændum áhyggjum. Sindri segir
að íslensk stjórnvöld verði einfaldlega að fara til Brussel, berja í borðið og
gera kröfu um að Íslendingar megi áfram hafa þær sóttvarnir sem þeir þurfa.
ofarlega á baugi. Búnaðarþing verður sett í endurnýjuðum Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 5. mars kl. 10.30. Þar verður hátíðardagskrá til hádegis. Myndir / HKr.
Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng ganga vel
Starfsmönnum Suðurverks og Metrostav miðar vel við gröft Dýrafjarðar-
ganga. Eiga þeir nú eftir um 4 km af 5,3 km heildarlengd ganganna.