Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Blábankahraðallinn býður völdum frum- kvöðlum í heimsókn á Þingeyri í vor – til að starfa við nýsköpun eða listir í nokkrar vikur Blábankahraðallinn á Þingeyri býður völdum frumkvöðlum, til dæmis sprotafyrirtækjum, listafólki, einstaklingum og hópum, til að dvelja í nokkrar vikur í húsnæði Blábankans í maí og njóta ókeypis gisti- og vinnuaðstöðu. Að auki munu þeir aðilar sem valdir verða til þátttöku í hraðlinum fá aðstoð sérfróðra leiðbeinenda. Arnar Sigurðsson er einn leiðbeinenda í Blábankahraðlinum og forstöðumaður Blábankans á Þingeyri, auk þess að vera stofnandi og tæknistjóri Karolina Fund. „Hraðallinn er fyrir allar nýsköpunarhugmyndir, þurfa ekki að tengjast Þingeyri neitt og er opinn öllum hvaðanæva að. Stuðningurinn felst í gisti- og vinnuaðstöðu og aðstoð leiðbeinenda, og einfaldlega því að komast út úr sínu venjubundna umhverfi þar sem áreiti hversdagslífsins truflar mann oft við að einbeita sér að því að vinna að sínu verkefni,“ segir Arnar. Dagskrá mun miðast út frá þörfum þátttakenda Að sögn Arnars eru nokkrir leiðbeinendur þegar staðfestir sem koma víða að, en endanleg dagskrá mun miðast út frá þörfum þátttakenda sjálfra. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum þennan hraðal, en Blábankinn var opnaður í september síðastliðnum, og hefur því starfað í um fjóra mánuði. Blábankinn er samstarfsverkefni nokkurra aðila, bæði opinberra og einkaaðila, um að búa til frumkvöðlasamfélag. Hann er til húsa þar sem áður var Sparisjóður Vestfjarða á Þingeyri og síðar Landsbankinn. Innan veggja Blábankans starfa frumkvöðlar, listafólk, fræðimenn og einyrkjar; bæði þeir sem búsettir eru hér og gestir til skemmri eða lengri tíma. Þá leitast Blábankinn við að finna nýstárlegar leiðir til að bæta þjónustustig á Þingeyri og í Dýrafirði. Meðal annars hefur hann gert samstarfssamninga um gjaldkera-, bókasafns- og bæjarþjónustu á svæðinu. Hér eru svo haldnir fundir, viðburðir og kynningar ýmiss konar,“ segir Arnar. Hraðallinn stendur yfir frá 9.–30. maí, en þátttakendum er frjálst að dvelja í tvær vikur eða allan tímann eftir hentugleika. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar hraðalinn og leiðbeinendur má finna inni á vef Blábankans, www.blabankinn.is. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John Deere New Holland Steyr Case IH Fiat EIGUM Á LAGER OG GETUM ÚTVEGAÐ VARAHLUTI Í FLESTAR TEGUNDIR DRÁTTARVÉLA Útvegum einnig varahluti í gömlu dráttarvélarnar Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is ÁSCO MENNING&LISTIR Þingeyri við Dýrafjörð í vetrarbúningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.