Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Nokkrum sinnum hef ég vitnað til Íra þegar kemur að forvörnum og gildi forvarna. Árlega koma í byrjun árs bráðabirgðatölur um slys og banaslys í írskum landbúnaði frá Írsku heilbrigðisstofnuninni, HSA (Helth and safety authority). Í janúar komu frekar neikvæðar tölur um slys frá 2017 í írskum landbúnaði. Árið 2017 létu 47 Írar lífið í vinnuslysum og af þeirri tölu voru 24 bændur, en af þeim létust 14 sem voru 65 ára eða eldri. Ný aðferð til forvarna Til að vinna gegn slysum í írskum landbúnaði hefur verið komið á fót verkefni síðan 2005 þegar lög um öryggi, heilsu og velferð á vinnustað voru tekin upp. Þessu verkefni var komið á fót til að bæta öryggi bænda. Verkefnið stuðlar að því að gera fræðsluefni aðgengilegra fyrir bændur í formi fræðsluefnis og gátlista til fróðleiks, „Farm Safety Code of Practice“. Ný úttekt á slysum verður unnin með írskum bændabýlum Árið 2018 verða rannsóknir á slysum á bújörðum sem framkvæmdar verða af Teagasc National Farmer Survey, en verkefnið felst í því að fara yfir hugsanlegar hættur og gera áhættumat. HSA stýrir sameiginlegu verkefni sem felst í að áfram verður veitt þjálfun í notkun á „Farm Safety Code of Practice“ af Teagasc og Agricultural Consultants. Samkvæmt minni þýðingu og lestri á verkefninu er þetta ekki ósvipað og við þekkjum hér á Íslandi þar sem allir sjómenn fara í Slysavarnaskóla. Stefnt er á að allir írskir bændur verði búnir að ljúka þessum skóla og að gera áhættumat á öllum bændabýlum næsta haust. Martin O'Halloran, forstjóri HSA, hefur umboð stjórnvalda til að stýra verkefninu sem kostað er af írska ríkinu. Í fréttatilkynningu um þetta verkefni sagði hann að það hafi leitt til aukinnar vitundar en það ætti að leiða til öruggari starfsvenja. „Aðferðin við öryggi og heilsu býla er almennt vel skilin af bændum og búskaparsamfélaginu, en þetta verkefni verður nú með raunverulegum aðgerðum á vettvangi. Bændur standa frammi fyrir fjölmörgum hættum og áhættu á hverjum degi og verða að stjórna þeim á öruggan hátt til að tryggja öruggt og heilbrigt atvinnulíf.“ Prófessor Gerry Boyle, framkvæmdastjóri Teagasc, sagði að Teagasc muni leggja áherslu á þörfina fyrir umbætur í vinnustofnun til að draga úr vinnuafli bænda í ráðgjafaráætlunum sínum árið 2018. „Að vinna langan tíma og flýta sér hefur sýnt fram á að vera helstu áhættuþættir í orsökum flestra slysa í landbúnaði. Þetta getur einnig verið orsök í fjölgun slysa hjá eldri bændum undanfarin ár,“ sagði hann. Fróðlegt að fylgjast með erlendum forvörnum Ég hef alltaf verið laginn við að leita uppi slys á sjálfum mér og ófá eru örin á minni húð. Seinni ár hef ég reynt að flýta mér hægar og vinna ekki of langan vinnudag. Eftir að ég fór að skrifa þennan pistil hef ég oft þurft að leita efnis á erlendum vefsíðum. Einna hrifnastur hef ég verið af forvarnarvinnu Íra og þessi nýja aðferð, með eins konar slysavarnaskóla bænda, finnst mér spennandi og mun ég örugglega fylgjast vel með þessu verkefni. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI NÆR ÖLL FERMA ANDVARI SKARÐ EIMUR LÖGMÁL RÓMVERSK TALA AGRÆÐ-LINGUR F L E G G J A R I FÓFÁIR L E I R I ANDMÆLIUPPFYLLA N E I LPRJÓNA-VARNINGUR E S Á L E G G PATTI S T A Ð ÓHEILINDILYKT F A L S ÓLUKKA TÍÐAR TVEIR EINS O F T A R ÚTGÆFA I N N A N EKKISLÁTRA ÍBEINNIÐUR OFANÁLAG STÓ H Ó L F A MJAKA SLÆMARJÁLA VIÐ I L L A SÚRSA YNDIS ÁSTÚKA A L L A NIÐUR- FELLING AFHENDING A F N Á M KVABB ÆTÍÐ S U ÐHEILA F Á KLÆÐLAUSHASTAR N A K I N N STIKK- PRUFA FLÍK S Ý N IHLJÓTA U N S ÍLÁT STANDA FRAM F A T ÆTTAR-SETUR KIPRA HLJÓÐFÆRI P Í R A HEIMS-ÁLFUÞANGAÐ TIL R ÞEIÁVINNA U S S LÚKA L Ó F I SKELHINKRA A Ð A T A S K A HLUTDEILDKRAFTUR A Ð I L D TVEIR EINS SÍÐASTI DAGUR S SVESKI A F S A L A AÐFALLSAMTÖK A Ð S O G Í RÖÐ ÍHAFNA S K L A A R G A BYLTA F F L A A L HNETA L A BÆRU AÐ K K A Æ R M N UHÖGG BORÐ- FLASKA 77 STRÝTU GRANDI SPOR LJÁ BLEYTU-KRAP GÁSKI SIÐA ÓGURLEGA ÍÞRÓTT STREITA FYRST FÆDD SKJÖGUR ÓTRAUST- UR BILUN NAUMUR MÓRA TUNNU Í RÖÐ BLÓM NAGA STÍGANDI FRAM- KVÆMA TVEIR EINSSKEINA UMSÖGN NÝLEGA KRÆKLA STAMPUR KNÖTTUR VEIKI HRÆÐA MUNNBITISKAPA MÆLI- EINING HINDRA TÓNN Á NÝ RÚM TUDDI VÍTA LABB GARGA ÖXULL REKALD ÞEKKJA AFLI ÚT HEITIVIÐMÓT ÓSVIKINN HARMA BÓK SIGTI TÁL VAFRA GRIPUR SAMTÖK SJÓN ORG ÁRÁS RÓMVERSK TALA TVEIR EINSBÓLGNA STUNDA ÁRANS GIRNDÁN DÍNAMÓR 78 Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Forvarnir er fjársjóður – Írar setja á fót öryggisverkefni fyrir bændur MAST auglýsir eftir umsóknum um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt Í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017, V. kafla skal umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2017–2018 skilað inn rafrænt á þjónustugátt MAST eigi síðar en 15. mars. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna: A. Nýframkvæmda B. Endurbóta á eldri byggingum Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 20% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.