Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Asia, segja þeir að skortur á fræðslu og upplýsingum valdi því að stór hluti fólks átti sig ekki á þeirri hættu sem stafar af ofnotkun sýklalyfja og þróun ofursýkla. Það sé þrátt fyrir að á fundi háttsettra manna innan Sameinuðu þjóðanna 21. september 2016 hafi verið tekin merkileg ákvörðun um að gera áætlun um baráttuna. Síðan hafi þjóðir innan SÞ unnið hörðum höndum við að mynda áætlun undir heitinu „Global Action Plan on Antimicrobial Resistance“. Menningarmunur veldur vanda Þá segja þeir Cheng og Yang að menningarlegur munur ólíkra svæða eins og í Asíu og á Vesturlöndum valdi því að erfiðara verður að eiga við vandann. Það eigi líka við innan stofnana eins og WHO. Fólk skilji jafnvel ekki hvað sýklalyfjaónæmi þýði fyrir heilsu þess. Þótt könnun sýni að 56% sem telji sig vita eitthvað um málið, þá haldi 31% að það sé líkami fólks sem verður ónæmur fyrir sýklalyfjum, en skilur ekki að málið snúist um sýkla sem það geti smitast af og ekki er hægt að vinna á með lyfjum. Þetta valdi m.a. áhyggjum af framgöngu sýklalyfjaónæmra baktería (Antimicrobial resistance AMR) á svæði í Suðaustur-Asíu þar sem búa um 650 milljónir manna. Um 3,2 milljónir smituðust af ofursýklum í Taílandi 2010 Segja þeir félagar að í einni rannsókn hafi verið áætlað að í Taílandi einu hafi árið 2010 um 3,24 milljónir manna verið lagðar á sjúkrahús vegna ofursýklasmits. Af þessum fjölda hafi 38.481 látist vegna þess að engin úrræði voru lengur til staðar til að berjast við sýklalyfjaónæmu bakteríurnar. Kostnaðurinn vegna þessa hafi margfaldast á svæði sem hafi svipaðan íbúafjölda og Evrópa og Norður-Ameríka samanlögð. „Þarna getur orðið hörmungar- ástand fyrir heilsufar almennings í framhaldinu,“ segja þeir Liew Kong Cheng og Hsu Li Yang. Ofursýklar geta kostað 10 milljónir manna lífið á hverju ári um 2050 Í skýrslu Alþjóðabankans 2016 og í skýrslu O‘Neill sama ár, var áætlað að áhrif vegna sýlalyfjaónæmra baktería á fjármálakerfi heimsins muni nema sem svarar um 100 billjónum dollara árið 2050 [100 trillion á ensku] eða 100.000.000.000.000 dollara, samkvæmt okkar talnakerfi. Það þýðir um 3,8% af vergri landsframleiðslu heimsins. Þá er einnig gert ráð fyrir að sýklalyfjaónæmar bakteríur, eða ofursýklar, drepi um 10 milljónir manna árlega ef ekkert verði að gert. Gert er ráð fyrir að í Evrópu muni á hverju ári deyja af völdum ofursýkla um 390 þúsund manns, eða sem svarar ríflega allri íslensku þjóðinni. Efnahagshrun og gríðarlegt mannfall Alþjóðabankinn segir að jafnvel þótt áhrif sýklalyfjaónæmu bakteríanna verði tiltölulega mild, þá geti það samt þýtt kostnað upp á um 1,1% af landsframleiðslu heimsins árið 2050. Í ofanálag þýði þetta samdrátt í efnahagsvexti heimsins sem geti í besta falli orðið um 1% en í versta falli um 5,6%. Sem dæmi var samdrátturinn mestur í efnahagshruninu 2008 til 2009 um 4,1%. Afleiðingarnar af óheftri þróun ofursýklavandans yrðu því efnahagslega mun verri fyrir heimsbyggðina en síðasta efnahagshrun og mannfallinu mætti líkja við ástandið í stórstyrjöld. MAST fjallar um kamfílóbaktersýkingar Í frétt Matvælastofnunar 12. febrúar sl. segir m.a. að á Íslandi hafi komið upp faraldur kamfílóbaktersýkinga í fólki á árunum 1998–1999 eftir að sala fersks kjúklingakjöts [íslensks] var leyfð í verslunum. „Eftir samstillt átak eftir- lits aðila og framleiðenda gegn kamfílóbakter hefur tíðni kamfílóbakters haldist lág hérlendis og er gjarnan litið til Íslands sem fyrirmynd í baráttunni gegn þessum algenga sjúkdómsvaldi. Innan Evrópu er nú rætt um hvernig ná megi betri stjórn á hættum tengdum sjúkdómsvaldinum. Í meðfylgjandi skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um aðgerðir gegn kamfílóbakter (Campylobacter) í kjúklingum er gerð grein fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum í framleiðslu kjúklingakjöts í Evrópu. Allt kapp er lagt á að fækka kamfílóbaktersmiti í kjúklingum, en bein tengsl eru á milli kamfílóbaktersýkinga í fólki og smits í framleiðslu kjúklingakjöts. Niðurstöður voru fengnar úr skoðunarheimsóknum í þremur ríkjum ESB og tveimur EFTA-löndum, en Ísland var annað þeirra.“ Ísland og Noregur í sérflokki „Einungis Ísland og Noregur (EFTA-lönd) hafa ástundað frystingu á menguðu kjúklingakjöti sem fyrirbyggjandi aðgerð í baráttunni gegn kamfílóbakter. Frosið kjúklingakjöt er verðminna en ófrosið og hafa því aðgerðir gegn kamfílóbakter í kjúklingum fyrst og fremst beinst að því að verja fuglana gegn smiti með góðum smitvörnum á búunum. Kappkostað er að framleiðendur geti sent frá sér ómengaða fuglahópa til slátrunar. Ekki er lögð áhersla á sértækar aðgerðir umfram góða starfshætti í sláturhúsum til að fyrirbyggja kamfílóbaktermengun. Í baráttu sinni við kamfílóbakter reyna EFTA-löndin fyrst og fremst að fyrirbyggja smit í fuglana þannig að minni aðgerða sé þörf á síðari stigum framleiðslunnar. Hin Evrópulöndin sem könnunin náði til telja hins vegar óvinnandi veg að fyrirbyggja kamfílóbaktersmit í kjúklingum á búum. Leggja þau höfuðáherslu á áhættuminnkandi aðgerðir í slátruninni þ.e.a.s. á síðari stigum framleiðslunnar.“ Reyna nýjar baráttuaðferðir en án árangurs „Stöðugt er verið að þróa og prófa nýjar aðferðir til að draga úr kamfílóbaktermengun eftir slátrun, svo sem meðhöndla kjöt með heitri gufu eða hátíðnibylgjum/ hljóði (ultrasound), eða snöggri yfirborðsfrystingu (crust freezing). Þrátt fyrir að hafa bætt sláturaðferðir sínar hafa Evrópulöndin ekki náð settum markmiðum um lægri tíðni kamfílóbakter í kjúklingum. Markaðurinn kallar eftir fersku kjúklingakjöti en innan ESB er frysting kjöts frá smituðum eldishópum talin vera efnahagslega óframkvæmanleg. Bólusetningar á kjúklingum gegn kamfílóbakter hafa einnig verið prófaðar en ekki borið tilætlaðan árangur. Önnur leið getur verið að bólusetja kjúklinga með bakteríudrepandi veirum (bacteriophages) rétt fyrir slátrun en sú aðferð er dýr og getur valdið áhyggjum meðal neytenda.“ Íslenska aðferðin að frysta smitað kjöt hefur reynst árangursríkust „Í stuttu máli blasir við að ríki ESB hafa ekki fundið viðunandi lausnir til að ná stjórn á kamfílóbakter í kjúklingum og ekki náð að lækka tíðni smits í fólki. Frysting á kamfílóbaktermenguðu kjöti, eins og tíðkast hefur hér á landi í nær tvo áratugi, hefur til þessa reynst langárangursríkasta aðgerðin í baráttunni gegn þessum sjúkdómsvaldi,“ segir í frétt MAST. Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. TILBOÐSVERÐ KR. 2.190.000,- M/VSK. Einnig fáanlegt með aukasæti og innbyggðum farangurskassa. TILBOÐSVERÐ KR. 2.240.000,- M/VSK. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4980 Vinnuþjarkur! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4980 til að fá frekari upplýsingar. Ofnotkun sýklalyfja er dauðans alvara. Þótt notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi sé ein sú minnsta í heimi ásamt því sem þekkist í Noregi þá er víða verið að nota mikið af sýklalyfjum sem hafa orsakað myndun ofursýkla, eins og m.a. í danskri svínarækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.