Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Grásleppuvertíðin hefst eftir nokkrar vikur. Að þessu sinni standa grásleppukarlar frammi fyrir nýjum og áður óþekktum vanda. Þeir hafa verið sviptir vottun um sjálfbærar veiðar á þeirri forsendu að of mikið af sel og teistu komi í grásleppunetin sem meðafli. Þar með getur orðið erfitt að selja grásleppuhrognin á mikilvægustu mörkuðunum fyrir þessa vöru. Grásleppuveiðar við Ísland eru áhættusöm atvinnugrein. Í fyrsta lagi eru veiðarnar mjög háðar veðri. Stundum tekst mönnum ekki að draga netin í bátana vegna óveðurs eða færa þau nægilega djúpt svo veðrið nái ekki að skemma þau. Missa kannski allt úthaldið í einum veðurofsa. Þótt ekki fari svo illa, veiðist ekkert meðan bræla er en leyfilegir veiðidagar halda hins vegar áfram að líða óbættir. Á síðasta ári voru dagarnir 46 talsins og þá þarf að nýta samfleytt frá því að hver og einn leggur sín net og þar til hann dregur þau upp í síðasta sinn. Í öðru lagi hefur markaðsástand fyrir grásleppuhrogn ekki verið upp á það besta á síðustu árum sem endurspeglast í því að dregið hefur úr þátttöku í veiðunum. Ef öll grásleppuveiðileyfi væru nýtt gætu yfir 400 bátar stundað veiðarnar, en meðalfjöldinn á undanförnum árum hefur verið 240–250 bátar. Afturköllun vottunar Nýjasti vandinn er svo sá að svokölluð MSC vottun um sjálfbærar grásleppuveiðar við Ísland hefur verið afturkölluð á þeirri forsendu að of mikið af landsel, útsel og teistu komi í grásleppunetin sem meðafli. Vottunarstofan Tún sem annast þessa vottun byggir á skýrslu Hafrannsóknastofnunar um meðafla á grásleppuveiðum þar sem leiddar eru að því líkur að þessi meðafli geti ógnað þessum stofnum. Grásleppukarlar mótmæla harðlega mati Hafrannsóknastofnunar á umfangi meðafla á grásleppuveiðum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við höfund þessa pistils að það sé ekkert nýtt að selir og fuglar flækist í grásleppunet og engin ástæða sé til að afturkalla vottunina af þeim sökum. Örn gerir þá athugasemd við skýrslu Hafrannsóknastofnunar að hún byggi eingöngu á gögnum frá veiðieftirlitsmönnum Fiskistofu en ekkert á aflaskýrslum frá sjómönnunum sjálfum. Veiðieftirlitsmennirnir séu einkum að skoða meðafla í upphafi vertíðar og ekki síst á þeim stöðum þar sem vitað er um meðafla, eins og t.d. í Breiðafirði og á Húnaflóasvæðinu. Þessar tölur séu síðan uppreiknaðar fyrir allt landið eins og meðafli sé jafnmikill alls staðar, á öllum veiðitímanum og á öllu dýpi. Þetta sé víðs fjarri raunveruleikanum. Sums staðar komi lítið sem ekkert af sel í grásleppunet. Þá komi teista ekki í net sem lögð séu neðan við ákveðið dýpi en hún sé samt reiknuð að fullu inn í meðafla alls staðar. Örn fullyrðir að Hafrannsóknastofnun ofmeti meðaflann á grásleppuveiðum gróflega og hefur LS óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að reynt verði að leysa þetta mál svo vottunin geti komist á að nýju. Ófullnægjandi skráning Sérfræðingar Hafrannsókna- stofn unar, Guðmundur Þórðarson og Guðjón Sigurðsson, hafa svarað gagnrýni Landssambands smábátaeigenda í grein í Fiskifréttum þar sem þeir segja að erfiðlega hafi gengið að fá grásleppukarla til þess að skrá allan meðafla í afladagbók og því ekki hægt að styðjast við gögn þeirra, en þess í stað orðið að reiða sig eingöngu á gögn veiðieftirlitsmanna. Tekið er sem dæmi að á árunum 2014–16 hafi eftirlitsmenn skráð meðafla fugla eða spendýra í 67% róðrum þegar þeir voru um borð, en meðafli var eingöngu skráður í 15% róðra þegar eftirlitsmenn voru ekki um borð. Samkvæmt skráningum sjómanna í afladagbækur árið 2017 komu að minnsta kosti 400 landselir í netin, um 200 útselir, 286 hnísur, 600 teistur og 1.800 aðrir sjófuglar. Áætlað mat Hafrannsóknastofnunar, byggt á eftirlitsferðum Fiskistofu, er talsvert hærra, eða á bilinu 700– 1.100 landselir, 970–2.100 útselir, 240–440 hnísur, 1.300–2.121 teistur, og um 4.800 aðrir sjófuglar. Bent er á að þetta sé fimmfaldur munur á meðafla í heild. Sérfræðingarnir viðurkenna að sú aðferð að uppreikna meðaflann yfir landið allt út frá þeim róðrum sem eftirlitsmennirnir fóru í sé ekki gallalaus því aðstæður geti verið mismunandi í tíma og rúmi. Best væri ef sjómennirnir sjálfir skráðu allan meðafla í samræmi við lög og reglur, en svo lengi sem skráningu þeirra sé ábótavant sé eina raunhæfa leiðin að auka gagnasöfnun, t.d. með auknu eftirliti eða upptöku öryggismyndavéla. Hvort tveggja sé hins vegar mjög kostnaðarsamt. Neikvæð áhrif á markaðssetningu En hvaða áhrif hefur afturköllun MSC vottunarinnar á markaðs- setningu grásleppuhrogna frá Íslandi? Örn Pálsson segir að hún gæti leitt til þess að erfiðlega gangi að selja til mikilvægra markaðslanda, svo sem Svíþjóðar, Þýskalands og jafnvel Danmerkur, en tæpur helmingur hrognanna hefur farið til þessara landa. Á síðasta ári nam grásleppuhrognaframleiðslan á Íslandi 8.600 tunnum. Útflutningsverðmæti þeirra nam 1,8 milljörðum króna. Helmingur hrognanna er unninn í kavíar í tveimur verksmiðjum hérlendis (hjá Vigni Jónssyni á Akranesi og hjá ORA) en hinn helmingurinn fer óunninn til vinnslu erlendis. Að auki er grásleppan sjálf fryst án hrogna og seld til Kína, en henni var áður fleygt að undanskildu því takmarkaða magni sem verkað hefur verið fyrir þá sem sólgnir eru í signa grásleppu. Milljarða verðmæti Samkvæmt upplýsingum Lands- sambands smábátaeigenda starfa hátt í 800 manns við veiðar og vinnslu á grásleppu hérlendis. Eins og áður kom fram hefur þátttaka í veiðunum og aflinn farið minnkandi í takt við markaðsástandið. Meðalafrakstur af grásleppuveiðum síðustu tíu ára er 10–11 þúsund tunnur af hrognum sem er vel innan þeirra marka sem Hafrannsóknastofnun telur ráðlegt að veiða. Mest hefur útflutningsverðmæti hrognanna á einu ári farið í 3 milljarða króna en þá fór saman metveiði, hagstætt verð og gengi. Nú er svo komið að Íslendingar og Grænlendingar veiða um 95% af allri grásleppu í Norður- Atlantshafi. Afrakstur hvorrar þjóðar var 8.600 tunnur í fyrra. Sjómenn á Nýfundnalandi, sem áður voru mjög umsvifamiklir í þessum veiðum, veiða nánast ekkert lengur. Norðmenn hafa líka stórlega dregið úr veiðum og það sem Danir og Svíar veiða er mest selt ferskt til neytenda. Lífsstíll frekar en lífsviðurværi En hvar við landið er grásleppan aðallega veidd og hverjir veiða hana? Grásleppan er dyntóttur fiskur og því getur verið æði sveiflukennt milli ára hvar best veiðist. Almennt má segja að veiðin hafi verið einna tryggust í innanverðum Breiðafirði, úti af Ströndum og úti af Norðausturlandi en ágætisveiði getur líka verið annars staðar eins og við Suðvesturland. Grásleppukarlar nú til dags eru að stærstum hluta sjómenn sem einnig stunda aðrar fiskveiðar en þó eru líka allmargir sem eru eingöngu á grásleppu og stunda síðan aðra vinnu í landi. Í þeim hópi eru bændur við Breiðafjörð. Ljóst er að grásleppuveiðar eru áhættusamur veiðiskapur. Þegar vel gengur er hægt að hafa gott upp úr sér en þegar illa gengur hafa menn ekkert nema puðið upp úr krafsinu og jafnvel hreint tap. Því er ekki að undra að margir grásleppukarlar lýsa því svo að veiðarnar séu frekar lífsstíll en lífsviðurværi. Vonandi er að nýjustu hremmingar grásleppukarla, afturköllun á vottun veiðanna, dragi ekki máttinn úr þessari atvinnugrein meira en orðið er. Grásleppukarlar í vanda Vellygni Bjarni sagði þá sögu af sér er hann reri á vertíð frá Görðum á Álfanesi að hann hefði dregið lúðu sem var svo stór að fjórar kýr komust fyrir undir rafabeltinu á henni, og að uxi hefði staðið uppi á henni en riklingurinn komst varla á fimm hesta. Innan í lúðunni voru tólf vöðuselir. Maður vestur í Húna- vatnssýslu, sem heyrði söguna af þessari stórflyðru, sagði að sér þætti hún ekkert stórkostleg á við lúðu sem hann hefði séð. Hún hefði verið svo stór, að hrafn hefði verið heilt ár að fljúga upp á rafabeltið á henni. Drógu kvenmann á öngli Einu sinni reru fiskimenn frá höfða í höfðahverfi á Látraströnd og drógu kvenmann á öngli og fluttu heim með sér að Höfða. Hún var fálát mjög, sagðist eiga heima í sjónum og hafa verið að skýla að eldhússtrompi móður sinnar þegar hún var dregin upp. Hún var alltaf að biðja mennina að flytja sig aftur út á sjó og hleypa sér niður á sama mið og hún var dregin úr. Ekki vildu þeir það og vildu að hún ílengdist í landi enda var hún vel að sér um alla hluti. Hún var eitt ár á Höfða og saumaði messuklæðin sem eru í Laufási. Þegar árið var liðið var hún flutt út á sjó aftur því menn sáu að hún mundi aldrei una í landi. Hét hún því að senda kýr á land. Sagði hún að þegar þær kæmu skyldu menn vera tilbúnir og sprengja blöðru sem væri á milli nasa þeirra því annars færu þær aftur í sjóinn. Litlu síðar komu tólf kvígur úr sjónum og fóru rakleitt að Höfða. Þær voru sægráar að lit. Sex af þessum kúm náðust og voru hið mesta afbragð. Hafgýgur, haffrú, margýgur, meyfiskur, marmennill eða marbendill Tvenns konar sæbúar eru það sem næst ganga álfum og er sagt að þeir séu í mannslíki. Annað er hafgýgur, haffrú, margýgur eða meyfiskur en hitt er marmennill eða marbendill. Margýgi er lýst þannig að hún hafi gulleitt hár og sé í mannslíki niður að mitti en þar fyrir neðan fiskur og með sporð. Sjómenn telja sig stundum hafa séð hana og þá oftast norður við Grímsey. Sagt er að margýja gefi ungum mönnum auga og sæki upp í skip af þeir sofna á vaktinni. En Credo í gamla Grallaranum er sögð góð vörn gegn því. Marbendill heldur sig mest á hafsbotni og sést aldrei nema hann sé dreginn upp. Beri svo við að marbendill sé dreginn lifandi vill hann umsvifalaust komast niður aftur á sama stað og hann var dreginn. Menn vita lítið um háttarlag marbendla nema að þeir eiga góðar kýr. Sjódauðir birtast ástvinum Sjódauðir menn gerðu oft vart við sig í sama mund og þeir drukknuðu og birtust þá ástvinum sínum blautir og dapurlegir. En aðrir voru sem urðu eftir drukknun í sjó rammir og illskeyttir draugar, svo sem Skipárdraugurinn við Stokkseyri sem átti til að æra ferðamenn með ópum og ráðast að þeim við ána. Eiðisboli í Mýrdal var sjódraugur sem glettist við menn sem leið áttu um Eiðið við Dyrhólaey. /VH Furðusögur af sjó STEKKUR HLUNNINDI&VEIÐI Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Grásleppuveiðar. Mynd / VH Vonandi er að nýjustu hremmingar grásleppukarla, afturköllun á vottun veiðanna, dragi ekki máttinn úr þessari atvinnugrein meira en orðið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.