Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB) sem og fulltrúar alþjóðastofnana hafa miklar áhyggjur af aukinni tíðni kamfílóbaktersýkinga sem orðið er stórt lýðheilsuvandamál í Evrópu. Það er m.a. farið að valda miklum vanda á heilbrigðisstofnunum. Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB segir m.a. að kamfíló- baktersýkingar séu langalgengastar þegar um er að ræða fæðuborin smit í löndum Evrópusambandsins. Einkum sé þar um að ræða smit úr kjúklingakjöti. Þar segir einnig að ýmsar aðferðir hafi verið reyndar í ESB-ríkjunum til að berjast við þennan vanda. Þar hafi verið tekið upp hert regluverk og eftirlit með framleiðendum og alla leið í gegnum sláturhús og framleiðslukeðju. Árangurinn til þess er alls ekki eins og vonast var til. Þetta er þrátt fyrir að gerð hafi verið spálíkön sem sýna að óbreytt þróun ofursýkla muni leiða til mikils efnahagsáfalls á heimsvísu samfara dauða tuga milljóna manna fram til 2050. Ofnotkun sýklalyfja hefur fætt af sér ofurbakteríur Undralyfið Penicillin var fundið upp af Alexander Fleming árið 1928. Það olli straumhvörfum í baráttunni við sýkla, ekki síst við að meðhöndla sjúklinga á sjúkrahúsum. Með sýklalyfjunum hefur milljónum manna verið bjargað frá bráðum dauða og gríðarlegar upphæðir hafa sparast í þjóðfélögum um allan heim. Þessum árangri er nú alvarlega ógnað vegna ofnotkunar á sýklalyfjum. Afleiðingin verður sú að jafnvel minnsta sár á fingri getur orðið banvænt ef í það kemst sýklalyfjaónæm baktería. Grunnurinn að þessu er óhófleg notkun sýklalyfja hjá mannfólki. Einnig í landbúnaði, þar sem lyfin eru notuð sem fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir sýkingar og til að auka vaxtarhraða dýra. Þetta hefur leitt til þess að bakteríur byggja smám saman upp þol gegn lyfjunum og upp hafa sprottið ofurbakteríur eða „Super Bugs“, sem erfitt er að ráða við. Þar hafa sjúkrahús æ oftar þurft að reiða sig á það sem kölluð eru síðustu úrræða lyf eins og Colostine. Það er þó ekki notað nema í neyð, m.a. vegna þess að það getur verið hættulegt fyrir nýrun. Viðvörun Alþjóðaheilbrigðis- stofnun arinnar WHO fyrir skömmu hefur því vakið mikinn óhug. Þar var verið að vara við því að þúsundir tonna af af Colostine hafi verið notað við eldi á kjúklingum á Indlandi. Nær öruggt má telja að bakteríur muni mynda ónæmi við Colostine og við smitun í fólk eru þá nær engin úrræði eftir fyrir lækna til að bregðast við. Ciprofloxacin í affallsvatni lyfjafyrirtækja á Indlandi Þá má sjá í frétt MaiOnline frá 6. desember síðastliðinn að ofnotkun sýklalyfja sé nú að stofna lífi milljóna manna í hættu. Þar kemur fram að affallsvatn frá 90 lyfjaframleiðendum nærri Hyderabad á Indlandi innihaldi nægilega mikið af hinu mikilvirka sýklalyfi Ciprofloxacin, að ógni nú þegar lífi 44.000 manna á svæðinu. Þá er haft eftir Erikl Solheim, umhverfissérfræðingi hjá Sameinuðu þjóðunum, að affall frá landbúnaði, mannabústöðum og iðnaði hafi valdið því að algengt sé orðið að sýklalyf finnist í jarðvegi, ám og setlögum. Þessi lyf séu stöðugt að hafa áhrif á þróun lyfjaónæmra baktería. Staðan á Íslandi hefur sparað heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir Á Íslandi hafa fjölmargir gert lítið úr áhyggjum lækna á borð við Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlækni sýklafræðideildar Landspítalans, og bænda varðandi afléttingu á hömlum til að flytja inn hrátt kjöt. Fram að þessu hefur einungis verið heimilað að flytja inn frosið kjöt, en það kann nú að vera að breytast vegna nýs tollasamnings við ESB og niðurstöðu EFTA- dómstóls er varðar innflutning á hrárri matvöru. Það er þrátt fyrir almenna vitneskju um að á Íslandi líkt og í Noregi eru einstakar aðstæður vegna sáralítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði. Því hefur verið auðveldara að berjast við sýkingar sem upp hafa komið í fólki, þar sem lítt eða ekki hefur þurft að bregðast við ofurbakteríum. Það þýðir að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að leggja út í gríðarlegan kostnað sem getur verið því samfara að berjast við smit frá lyfjaónæmum bakteríum. Þetta hafa sérfræðingar við Landspítalann m.a verið að benda á árum saman. Hvert ár sem hægt er að fresta því að hingað berist ofurbakteríur, m.a. með innflutningi á hráu kjöti, eggjum eða ógerilsneyddum mjólkurvörum, getur sparað ríkinu gríðarlegar upphæðir í rekstri sjúkrahúsa. Þótt íslenskir hagsmunaaðilar í innflutningi og þeirra með- reiðarsveinar hafi gjarnan slegið því fram í fjölmiðlum að um sé að ræða hræðsluáróður bænda í sinni hagsmunagæslu, þá líta fjölþjóðlegar stofnanir greinilega ekki svo á. Heldur að málið sé raunverulega grafalvarlegt. Miklar áhyggjur hjá WHO Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO birti í fyrsta sinn í byrjun síðasta árs lista yfir sýklalyfjaónæma sýkla. Þar er talað um 12 ættir baktería sem séu mesta ógnin við heilbrigði manna. Í áhættuflokki 1 eru nefndar Acinetobacter baumannii, Pseudomonas aeruginosa og Enterobacteriaceae. Í áhættuflokki 2, og skilgreindar sem mikil hætta, eru nefndar bakteríurnar; kamfílóbakter, salmonella, Neisseria gonorrhoeae, Helicobacter pylori, Staphylococcus aureus og Enterococcus faecium. Í áhættuflokki 3 undir meðaláhættu eru nefndar Streptococcus pneumoniae, Haemophilus influenzae og Shigella spp. Í september 2017 sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO viðvörun um að heimsbyggðin væri að verða uppiskroppa með nothæf sýklalyf. Þar sagði að ekki væri nógu mikið gert í þróun nýrra sýklalyfja sem nothæf væru í baráttunni við skæðustu sýklana. Bráðavandi sem er að eyðileggja áratuga árangur í læknisfræði „Sýklalyfjaónæmi er bráðavandamál um allan heim sem mun stefna árangri í lyfjanotkun í mikla hættu,“ sagði dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO. „Án aukinna fjárfestinga í rannsóknum og lyfjaþróun, þá munum við verða neydd aftur til þess tíma þegar fólk þurfti að óttast um líf sitt vegna smits sem upp gat komið við minni háttar uppskurð.“ Benti WHO á að um 80% af sýklalyfjum sem seld eru í Bandaríkjunum séu ekki notuð til að meðhöndla sjúkdóma í fólki, heldur við eldi dýra. Af nær 2 milljörðum kg af kjúklingakjöti sem selt er í verslunum í Bandaríkjunum hefur einungis um 5,9% verið framleitt án sýklalyfja. Í Bretlandi var sett í gang áætlun fyrir nokkrum árum um að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði um 20%. Markmiðið var sett við að sýklalyfjanotkunin yrði komin niður í 50 mg á hvert framleitt kíló af kjöti á yfirstandandi ári 2018. Tölur sýna að strax á árinu 2016 hafði tekist að koma sýklalyfjanotkuninni niður í 45 mg á kg, sem samt er gríðarlega mikil notkun. Um 2 milljónir Bandaríkjamanna smitast árlega af ofursýklum Samkvæmt frétt á vefsíðu Natural News frá því í janúar sl., sýna tölur frá Bandaríkjunum að nærri 2 milljónir Bandaríkjamanna smitast nú árlega af lyfjaónæmum ofursýklum. Þar af látast um 23 þúsund manns sem ekki er hægt að bjarga með lyfjagjöf. Líkur eru taldar á að dánartalan vegna ofursýklasmits muni hækka umtalsvert á næstu árum. Gríðarleg sýklalyfjanotkun framhjá eftirlitskerfum Ekki er skrítið að erfiðlega gangi að berjast við notkun sýklalyfja á heimsvísu ef marka má skýrslu sem gefin var út um ofnotkun sýklalyfja í Sádi-Arabíu 2016. Að þeirri skýrslu stóðu m.a. sérfræðingar konunglega háskólans í Sádi-Arabíu, KSU, konunglegi lyfjaháskólinn KSUMC og lyfjadeild barnastofnunar Sádi-Arabíu og fleiri. Þar kemur fram að misnotkun á sýklalyfjum við meðhöndlun á fólki í landinu sé um 41–92%, einkum við meðhöndlun á börnum. Þar er einnig vitnað í alþjóðlegar tölur um notkun á sýklalyfjum sem seld eru fram hjá opinberu eftirlitskerfi, þ.e. meira og minna á svörtum markaði. Þar er að vísu ekkert minnst tölur frá Sádi-Arabíu, en vísað í tölur víða um heim. Þar kemur fram að í Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Írlandi og í Bretlandi sé slík notkun án lyfseðla um 3% af heildarnotkuninni. Á Spáni, Ítalíu Möltu og Grikklandi sé notkunin fram hjá eftirliti 19%. Í Póllandi, Litháen og í Rúmeníu er hún sögð vera 30%. Í Slóvakíu, Slóveníu og í Króatíu er hún sögð vera 6%. Þá er sýklalyfjanotkunin án framvísunar opinberra aðila sögð vera 44% í Tyrklandi, 40% í Jórdaníu, 36% í Kína, 18% á Indlandi og 62% í Víetnam. Þá er slík notkun sögð vera 100% í Súdan og í Nígeríu, svo einhverjar þjóðir séu nefndar. Mikill misskilningur og vanþekking Liew Kong Cheng, viðskiptaþróunar- stjóri á sviði landbúnaðar, matvæla og drykkjarvara hjá viðskipta- og fjárfestingaráði Ástralíu og Hsu Li Yang, verkefnisstjóri við lyfjaónæmisverkefni Saw Swee Hock-skólann í alþýðuheilsufræði hjá háskólanum í Singapúr, segja að ofursýklamálið sér stórlega misskilið. Í grein á vefsíðu Brink FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ofnotkun sýklalyfja hjá mannfólki og í landbúnaði er dauðans alvara: Miklar áhyggjur hjá ESB og alþjóðastofnunum vegna uppgangs sýklalyfjaónæmra baktería – Áætlað er að ofursýklavandinn í heiminum geti valdið gríðarlegu efnahagstjóni og kostað 10 milljónir mannslífa á ári um 2050 Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO. Alexander Fleming sem fann upp sýklalyfjaónæmar ofurbakteríur. Það hefur hættulegar aukaverkanir og getur m.a. skaðað nýru manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.