Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggis- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur ✓ Umboðsaðili Røka mjólkurtanka á Íslandi ✓ Kælikerfi ✓ Frystikerfi ✓ Almennar raflagnir ✓ Þjónusta & uppsetningar Expert kæling ehf. | Sími: 660 2977 | Netfang: elmar@expert.is Draghálsi 22, 110 Reykjavík | Freyjunesi 10, 603 Akureyri | Gagnheiði 3, 800 Selfossi VIÐ ÞJÓNUSTUM KÆLIKERFI Á ÖLLU LANDINU!dnæB a 8 . srma Skýrsla um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra: Verkefni í styrkjakerfi skógræktar á lögbýlum Lagt er til í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra að búræktarskógrækt verði komið fyrir í hinu opinbera styrkjakerfi með viðeigandi og aðgengilegum samningum. Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur með formlegum hætti ekki verið til innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilrauna- verkefni. Sagt er frá skýrslunni á vef Skógræktarinnar. Haustið 2016 fól þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, Skógræktinni að hrinda í framkvæmd átaki í skógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu. Markmiðið var að bæta skilyrði til búskapar og búsetu í dreifbýli í sýslunni. Um var að ræða eins árs verkefni og skyldi þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum sem gætu fjölgað tækifærum fyrir bændur, aukið skógarþekju og um leið brúað bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið var einnig hugsað sem skref íslensks landbúnaðar í átt að kolefnishlutleysi. Áhersla lögð á nokkra þætti Ráðherra lagði áherslu á nokkra þætti sérstaklega, svo sem skjólbeltakerfi fyrir ræktun, skjóllundi fyrir búfé, t.d. haustbeit stórgripa, sauðburðarhólf og önnur beitarhólf, beitarskóga í tiltölulega stórum afgirtum beitarstýrðum hólfum landgræðsluskóga á illa eða ógrónu landi, skjólskóga með fjölbreyttum trjágróðri þar sem tekist yrði á við staðbundin vindakerfi með það að markmiði að draga úr eða bægja frá sterkum vindstrengjum, akurskógrækt á landi sem ekki nýtist til matvælaframleiðslu að svo stöddu og fjölnytjaskóga með einhver af ofangreindum markmiðum auk timburnytja. Þá gerði ráðherra einnig tillögu að vinnulagi. Bændum skyldi boðin ráðgjöf og kynning á því hvernig framangreindir þættir gætu stutt við annan landbúnað og bætt búsetuskilyrði. Kanna skyldi viðhorf bænda til núverandi stuðningskerfis í skógrækt og hvernig mætti breyta því svo að bændur sæju sér frekar hag í þeim. Einnig skyldi leita samstarfs við hagsmunasamtök bænda. Verkefnið hlaut sjö milljóna króna framlag til eins árs úr ríkissjóði og var gert ráð fyrir að öll sú upphæð rynni til framkvæmda. Skógræktin tók við verkefninu og fól Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, skógfræðingi í Dýrafirði, að stjórna verkefninu í samstarfi við skógræktarráðgjafa sýslunnar, Johan Holst. Bændur í Húnaþingi áhugasamir Bændur í Húnaþingi reyndust hafa töluverðan áhuga á verkefninu. Að loknum vel sóttum kynningarfundi bárust umsóknir frá 14 lögbýlum um verkefni í búskaparskógrækt. Eigendum sex lögbýla var boðið að gera samning um tilteknar framkvæmdir. Flestar hinna umsóknanna þóttu falla betur að hefðbundnum skógræktar- eða skjólbeltasamningum og var umsækjendum bent í þá átt. Í skýrslunni eru tíunduð þau verkefni sem ákveðið var að ráðast í. Það eru verkefni sem snúast um ræktun skjólbeltakerfa, hagaskóga og skjóllunda eða snjófangara. Óheppilegt að ráðast í verkefni með litlum fyrirvara Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að óheppilegt sé að ráðast í verkefni sem þessi með svo litlum fyrirvara enda þurfi góðan undirbúningstíma. Erfitt sé að ætla sér að bæði hanna og hrinda af stað skógrækt á einu og sama árinu. Segja megi að skjólbeltaverkefni, skjóllundir og snjófangandi skógar falli vel að núverandi kerfi fyrir skjólbeltastuðning á lögbýlum. Núverandi kerfi nái hins vegar að óbreyttu ekki utan um aðra ræktun búskaparskóga, svo sem hagaskóga og akurskóga. Skógrækt bænda með önnur aðalmarkið en timburframleiðslu hafi ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Á tímum stöðugs samdráttar í nýgróðursetningum síðustu 13 ár hafi þessir þættir orðið mjög út undan víðast hvar, auk þess sem áherslur opinberu skógræktarverkefnanna á búskaparskóga hafi verið mismunandi milli landshluta og jafnvel frá einum skógræktarráðgjafa til annars. Þarf að kynna betur Lögð er til í skýrslunni aukin kynning á öllum þáttum búskaparskógræktar og að sérstakt fjármagn verði veitt til þessarar afmörkuðu tegundar skóg- og trjáræktar í vel útfærðu stuðningskerfi með viðeigandi og aðgengilegum samningum. Í viðauka við skýrsluna koma fram tillögur Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda sem lúta í sömu átt. Auka þurfi kynningu, þróa verkefni sem falli vel að öðrum búskap bændanna og einnig að minna bændur reglulega á þá möguleika sem fyrir hendi eru. /MÞÞ SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Mynd / Sæmundur Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.