Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
og kalla baunir, hverrar tegundar
sem þær eru og hvort sem þær eru
borðaðar óþroskaðar með belg,
þroskaðar og ferskar eða þroskaðar
og þurrkaðar.
Enska heitið bean á sér rætur
í gamla þýska orðinu bauno eða
norrænu baun. Á hollensku er það
bone og á prússnesku babo.
Saga baunaræktunar
Fornleifarannsóknir á Taílandi benda
til neyslu manna á baunum allt að
tíu þúsund árum fyrir upphaf okkar
tímatals og rannsóknir í Mexíkó og
Perú benda til að baunir hafi verið
ræktaðar á þeim slóðum allt að sjö
þúsund árum fyrir Krist. Baunir
eru því með elstu ræktunarplöntum
mannkyns.
Í löndum við botn Miðjarðar-
hafsins eru vísbendingar um ræktun
og neyslu bauna 6.750 árum fyrir
Krist og baunir hafa fundist í sex
þúsund ára gömlum grafhýsum í
Egyptalandi.
Rómverjar notuðu hrossabaunir,
V. faba, við kosningar, ef lögð var
hvít baun var svarið já en svört baun
táknaði nei.
Aristóteles hafði allt á hornum sér
þegar kom að baunum og taldi þær
af hinu illa. Rök hans voru að baunir
væru í laginu eins og eistu og þar
sem plantan hefði engin liðamót og
væri stöngull hennar bein leið fyrir
sálina til helvítis.
Baunir, hvort sem þær tilheyra
ættkvíslinni Phaseolus, Vicia, Vigna,
Lathyrus eða Pisum, svo nokkrar séu
nefndar, eru til í mörgum ólíkum
yrkjum og afbrigðum sem eru ólík
að stærð, lögun, lit og bragði.
Phaseolus vulgaris
Sú baun sem er undirstaða
baunaræktunar í heiminum er af
ættkvíslinni Phaseolus og kallast
tegundin P. vulgaris. Hér þekkjast
þær best sem baunabelgir. Þær
eru upprunnar í Mið- og Suður-
Ameríku en bárust til Evrópu í
kjölfara landfundanna í Vesturheimi.
Tegundin breiddist hratt út í Gamla
heiminum og á sautjándu öld var hún
komin í ræktun á Ítalíu, Grikklandi
og í Tyrklandi.
Heimsframleiðsla af P. vulgaris
er talin vera um 18 milljón tonn af
ferskum baunum. Baunin er ræktuð
í um 150 löndum og á tæplega 28
milljón hekturum lands.
Í dag eru fimm tegundir af
ættkvíslinni Phaseolus í ræktun.
Það eru P. vulgaris, P. coccineus, P.
lunatus, P. acutifolius var. latifolius
og P. polyanthus og eru ólík yrki og
afbrigði talin í þúsundum. Baunirnar
sem notaðar eru í Heinz bakaðar
baunir eru P. vulgaris.
Pisum sativum
Baun sem Íslendingar þekkja best og
hafa líklega borðað mest af í gegnum
tíðina er af ættkvíslinni Pisum og
kallast tegundin P.sativum á latínu
en pea á ensku en ært á dönsku og
stundum gráerta á íslensku. Þær
eru til gular, grænar og ljósbláar.
Gráertur eru upprunnar í kringum
Miðjarðarhafið og vísbendingar eru
um ræktun hennar við ós Nílar um
5000 árum fyrir Krist. Heimildir
eru um ræktun þeirra í Afganistan
og á Indlandi fyrir um 4000 árum.
Sólkonungurinn Loðvík 14. er
sagður hafa verið mikill baunabelgur
enda hrifinn af gráertum og voru þær
iðulega á boðstólum í veislum hans
og jukust vinsældir þeirra mikið í
valdatíð hans. Gráertur bárust með
landnemum frá Evrópu til Norður-
Ameríku.
Gráertan er einær klifurplanta
og vetrarræktuð á hlýjum svæðum
heims þar sem hún þrífst illa við of
hátt hitastig. Þeirra er neytt ferskra,
niðursoðinna og geymast vel bæði
þurrkaðar og frosnar. Á miðöldum
voru þær mikið hafðar í súpur.
Munkurinn Gregor Mendel,
faðir erfðafræðinnar, notaði
gráertur við erfðafræðitilraunir
sínar, í matjurtagarði Drottningar-
klaustursins í Brünn í Tékklandi,
skömmu eftir miðja nítjándu öld.
Baunir til matar
Hægt er að borða baunir hráar,
nýspíraðar, hitaðar og steiktar. Þær
fara vel með chiliréttum, súpum,
salati og lanbalæri, steiktum
kartöflum og brúnni sósu.
Um 40.000 mismunandi yrki, afbrigði og landsortir af baunum eru í geymslum í fræbönkum víða um heim en einungis
fáar þeirra eru ræktaðar í stórum stíl.
V
E
R
T
SÍÐAN 1952
ALLA DAGA
„Það er kominn matur“
– Framhald á næstu síðu