Bændablaðið - 22.02.2018, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Vefþættir um lambakjöt
Bændablaðið og
Markaðs ráð kinda-
kjöts hafa tekið
höndum saman og
látið framleiða fjóra
stutta vefþætti um
s a u ð f j á r f r a m -
leiðsluna. Bera
þeir heitið „Lamb
og þjóð“ en þar er
fjallað um kinda-
kjöt frá ýmsum
hliðum, allt frá
frumframleiðandanum og á disk
neytenda.
Markmiðið með gerð þáttanna er
að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu
vöruúrvali í lambi og draga fram
sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í
framleiðslukeðjunni ásamt öðrum
viðhorfum. Meðal annars er fjallað
um vöruþróun og markaðsmál,
áherslur bænda, neytenda, verslunar-
og veitingamanna og kjötiðnaðarins.
Framleiðsla þáttanna er á hendi
Harðar Þórhallssonar og Þorsteins
Roy Jóhannssonar. Þeir hafa áður
unnið þættina „Spjallað við bændur“
fyrir Bændablaðið. Þættirnir um
„Lamb og þjóð“ verða aðgengilegir
á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og á
Facebook og sýndir á næstu vikum.
Í fyrsta þætti er rætt við Oddnýju
Steinu Valsdóttur, formann
Landssamtaka sauðfjárbænda,
og Dominique Plédel Jónsson,
sem er formaður Slow Food á
Íslandi ásamt því að sitja í stjórn
Neytendasamtakanna.
Konudagurinn er stærsti
blómasöludagur ársins
FRÉTTIR
Konudagur er fyrsti dagur góu
og þann dag fagna landsmenn
ástinni, vaxandi birtu og
vorinngangi. Orðið konudagur
varð fyrst algengt á 20. öld.
Hefð hefur skapast fyrir því að
karlmenn færi ástinni sinni blóm
á konudaginn.
Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi
að Espiflöt, segir að konudagurinn
sé stærsti blómasöludagur ársins
þegar kemur að afskornum blómum.
„Hefðin fyrir því að færa konunni
blóm á konudaginn er orðin
ansi löng. Mig minnir að fyrsta
auglýsingin um konudagsblóm
frá íslenskum garðyrkjubændum
hafi birst 1960. Það er því búið að
byggja upp þessa hefð í tæp 60 ár
og blómasalan vaxandi ár frá ári.“
Stórir framleiðendur afskorinna
blóma á Íslandi eru átta og ætluð
heildarsala á landinu öllu á vöndum
er í kringum þrjátíu þúsund.
Tvær milljónir stilka á ári
„Espiflöt er að framleiða um tvær
milljónir stilka á ári og að selja um
níu þúsund vendi í tengslum við
konudaginn. Ætli vikan sé ekki að
vega um 12% af ársveltunni hjá
okkur,“ segir Sveinn.
Mest afsetning í blómabúðum
„Stærstur hluti sölunnar er í
blómabúðum og þær öflugasti
afsetningaraðilinn en svo sjáum
við greinilega aukningu í sölu á
afskornum blómum í stórmörkuðum
og sérstaklega í kringum stóran dag
eins og konudaginn.“
Mest sala á tilbúnum vöndum
„Mest er salan í tilbúnum vöndum
með fimm til sjö og upp í tólf til
fimmtán blóm í hverjum vendi.
Rauðar rósir eru alltaf jafn vinsælar
á konudaginn enda tákna þær ástina
í huga margra og margir í þeim
hugleiðingum á konudaginn.
Auk rósa seljast blóm eins og
túlípanar vel og er salan á þeim
vaxandi. Einnig selst talsvert af
annars konar afskornum blómum
vel, eins og liljur, geislafíflar,
krýsantemur, ilmskúfur og fleiri
tegundir, allt eftir smekk kaupenda.
Allar þessar tegundir eru í boði
allt árið en salan á þeim er langmest
vikuna í kringum konudaginn.
Íslensk blóm seljast vel
Að sögn Sveins seljast afskorin
íslensk blóm vel þrátt fyrir að
innflutningur á þeim sé að aukast og
stærri hluti af heildarsölunni en hann
hefur verið í gegnum tíðina. „Ætli
innflutt afskorin blóm séu ekki um
25% af heildarmarkaðinum. Ísland
er einangrað land í þessu tilliti og
það þarf oft að flytja blómin langt að.
Persónulega tel ég lítið mál að tala
fyrir íslenskum blómum og margir
kaupa þau eingöngu.
Íslenskir blómaframleiðendur
selja allir sín blóm undir eigin merki
og kaupendur geta þannig séð frá
hvaða framleiðanda þau eru og það
heldur okkur á tánum og líklega
besta gæðastýring sem völ er á,“
segir Sveinn Sæland garðyrkjubóndi
að lokum. /VH
Myndir / Ívar Sæland.
Verðskrár afurðastöðvanna
til endurskoðunar
– Norðlenska hækkar verð fyrir dilkakjöt um 3%
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins
var greint frá því meðalverði
sem afurðastöðvarnar greiddu
fyrir dilkakjötskílóið frá
síðustu sláturtíð. Nokkrar
viðbótarupplýsingar – auk
leiðréttingar – hafa síðan borist,
þar á meðal frá afurðastöðvunum
sem greiddu lægsta og hæsta
verðið.
Meðalverðið hjá SAH afurðum
hefur verið leiðrétt, en upphaflegar
upplýsingar sem blaðamanni bárust
voru rangar. Rétt verð er 340,99
krónur á kílóið – sem er þó enn
lægsta verðið – og hæsta verðið
er 425,5 krónur á kílóið, en það
var greitt hjá Sláturhúsi KVH á
Hvammstanga og það barst einnig
eftir útkomu blaðsins.
Sala hjá Norðlenska gefur tilefni
til leiðréttingar
Þá tilkynnti Norðlenska um
þriggja prósenta hækkun þann
9. febrúar síðastliðinn á innleggi
dilkakjöts 2017. Í rökstuðningi fyrir
hækkuninni kemur fram að þegar
verðskráin fyrir haustið 2017 var
kynnt hafi legið fyrir að ef betur
færi með afurðasölu en óttast var
að yrði, myndi verðskráin verða
endurskoðuð í því ljósi.
„Einnig hefur legið fyrir að vegna
þeirrar óvissu sem fylgir miklu
birgðahaldi á sauðfjárafurðum er
það vilji fyrirtækisins að uppfæra
verðskrá einungis fyrir þann hluta
innleggs sem hefur verið seldur
á hverjum tíma. Sala Norðlenska
á lambakjöti, bæði innanlands
og utan, í lok árs 2017 er um
fjórðungur af innleggi síðustu
sláturtíðar og gefur afkoman tilefni
til leiðréttingar á verðskrá um 3%
af innleggi dilkakjöts haustið 2017.
Næsta endurskoðun verðskrár er
fyrirhuguð í maí vegna sölu á fyrsta
ársfjórðungi 2018. Leiðréttingin
kemur til greiðslu 15. febrúar,“
segir í tilkynningunni.
Í umfjölluninni í síðasta
blaði kom fram að verðskrá
Kjötafurðastöðvar Kaupfélags
Skagfirðinga (KS) verði
endurskoðuð í næsta mánuði.
Uppfært meðalverð
afurðastöðvanna fyrir kíló af
dilkakjöti:
Sláturfélag Vopnfirðinga:
Meðalverð var um 377 krónur
fyrir kílóið, með uppfærðri
verðskrá.
Fjallalamb:
Meðalverð var 347,69 krónur
fyrir kílóið. Björn Víkingur
Björnsson, framkvæmdastjóri
Fjallalambs, segir að þegar
endanleg útkoma ársins 2017
liggi fyrir mun Fjallalamb ákveða
með uppfærslu á verðskrá.
Norðlenska
Meðalverð er um 367 krónur á
kílóið. Ágúst Torfi Hauksson,
framkvæmdastjóri Norðlenska,
segir að halda verði því til haga
að sú uppbót sem nú er greidd
sé vegna sölu á haustslátrun
2017 fram að síðustu áramótum.
Greidd er uppbót á þau kíló sem
seld höfðu verið um áramót.
Varðandi það sem þá átti eftir að
selja verður tekin ákvörðun um í
maímánuði.
Kjötafurðastöð KS
Meðalverð var 399,7 krónur
fyrir kílóið. Verðskráin verður
endurskoðuð í næsta mánuði,
að sögn Ágústs Andréssonar
forstöðumanns. /smh