Bændablaðið - 22.02.2018, Side 6

Bændablaðið - 22.02.2018, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Samgöngu-, fjarskipta- og raforkumál er lykillinn að því að nútímasamfélag geti þrifist. Þá er bara svo einfalt og þá skiptir engu máli hversu mjög kjörnir þjónar almennings á Alþingi reyna að réttlæta óviðunandi stöðu í þeim málum. Mikið og þakkarvert átak hefur verið gert í uppbyggingu ljósleiðarakerfis um landið og er þar enn unnið á fullum krafti. Öðru máli gegnir um uppbyggingu dreifikerfis raforku sem og viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þar eru menn hreinlega með allt niðrum sig. Varðandi raforkukerfið þá er það ansi aumt að hin 150 megawatta Blönduvirkjun, sem tekin var í gagnið 1991 og á að geta skilað 910 gígawattstundum af raforku á ári, hafi aldrei nýst að fullu. Í 27 ár hefur aldrei verið hægt að nýta afkastagetu virkjunarinnar vegna þess að dreifikerfið frá stöðinni er ekki nógu öflugt. Á borði umhverfisráðherra mun liggja erindi frá fyrrverandi aðstoðarmanni sem mun sannarlega ekki hjálpa til við að leysa dreifikerfismálin á því svæði. Á sama tíma æpa menn á aukna raforku í ört vaxandi byggð á Eyjafjarðarsvæðinu og horfa helst á dísilrafstöðvar til að geta mætt þar hreinu neyðarástandi. – Halló, herra forseti, var nokkur í þingsal Alþingis að tala um að draga úr útblæstri koltvísýrings á Íslandi? Talað er um aukna rafbílavæðingu, ekki síst í sveitum landsins. Ef vel á að vera er alveg ljóst að þar skortir víða verulega á afhendingaröryggi, sérstaklega á Vestfjörðum, sem og þriggja fasa raflagnir. Á Vestfjörðum er líka lykilatriði að menn komi á hringtengingu á raforku, öðruvísi verður aldrei hægt að tryggja afhendingaröryggi í fjórðungnum. Talandi um hringtengingu raforku- kerfisins á landinu í heild, þá er hún harla máttlaus. Þar er um að ræða langa kafla mjög víða utan suðvesturhluta landsins þar sem raforkukerfið getur ekki sinnt neinni auka raforkumiðlun á milli landshluta ef á þarf að halda. Vegamálin eru svo sér kapítuli út af fyrir sig en samt hluti af órjúfanlegri heild. Þar hafa ráðherrar og þingmenn árum saman reynt að skýla sér á bak við fjármagnsskort og segja að lengra verði vart gengið í vegamálum nema að setja á vegtolla og nýja skatta eins og kolefnisgjald. Á sama tíma tala þessir sömu menn um aukna rafbílavæðingu, þar sem síaukinn fjöldi rafbíla borgar ekki krónu vegna slits á vegakerfinu. Það verður að segjast eins og er að það er ansi aumt af ráðherrum og þingmönnum að grípa helst til þess ráðs að snúa út úr umræðunni þegar þeim er bent á, að á fimm ára tímabili er verið að innheimta af eigendum ökutækja 330 milljarða króna í skatta og gjöld. Þar af er EKKI verið að nota til vegamála 258 milljarða króna. Þá koma þingmenn og ráðherrar og reyna að slá ryki í augu fólks með því að segja að þessir skattar og gjöld séu ekki beinlínis eyrnamerktir vegamálum. Það er bara ekki það sem verið er að tala um, þessir hundruð milljarða eru sannarlega dregnir upp úr vösum ökutækjaeigenda, að vísu að mjög litlu leyti úr vösum rafbílaeigenda. Það eru því innheimtir miklu meira en nægjanlegir fjármunir af umferðinni til að standa straum af kostnaði við umferðarmannvirkin. Á yfirstandandi ári verða þetta yfir 73 milljarðar króna, en ekki er ætlunin að setja í viðhald og nýbyggingu nema rétt rúmlega 21 milljarð króna. Menn eru því sannarlega að innheimta af eigendum ökutækja á þessu ári einu saman um 52 milljarða umfram það sem nýta á í vegakerfið. Svo leyfa menn sér að snúa út úr þessu og gaspra um skort á fjármunum til málaflokksins í stað þess að nýta til þess gjöldin af umferðinni. /HKr. Innviðanauðsyn ÍSLAND ER LAND ÞITT Við Kópasker. Mynd / Hörður kristjánsson Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Þekktur er vandi sauðfjárbænda sem núverandi ríkisstjórn brást við með 665 m. kr. fjárveitingu í fjáraukalögum 2017. Langtímalausn hefur þó ekki verið náð svo sem með því að lögleiða sveiflujöfnun eða beita öðrum verkfærum. Tvennt er í farvatninu á næstu mánuðum. Annars vegar er um að ræða viðbrögð við dómi EFTA-dómstólsins þann 14. nóvember sl. varðandi ákvæði núverandi matvælalöggjafar þess efnis að ekki megi flytja inn hrátt kjöt, ógerilsneydd egg og ógerilsneydda mjólk hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum EES án sérstaks leyfis. Jafnframt skilyrði um að kjöt skuli hafa verið fryst í a.m.k. 30 daga áður enn til innflutnings kemur. EFTA-dómstóllinn taldi þessi skilyrði fara í bága við EES-samninginn og mælir svo fyrir að þau eigi að afnema. Hins vegar er um að ræða gildistöku tollasamnings við ESB sem undirritaður var í september 2015. Samningurinn tekur gildi 1. maí nk. en verður að fullu kominn í gildi í byrjun árs 2021. Kvótar ESB fyrir tollfrjálsan innflutning hingað til lands munu fimmfaldast á tímabilinu, en kvótar Íslands á markað ESB munu á sama tíma ríflega þrefaldast. Fyrir liggur að bæði þessi atriði geta haft mjög veruleg neikvæð áhrif á innlendan landbúnað. Aðstaða íslensks landbúnaðar til að keppa við erlenda framleiðslu er ekki jöfn og greinin býr yfir ýmiss konar sérstöðu sem auðvelt er að glata. Allt skiptir þetta verulegu máli. Fjöldi manns starfar við landbúnað eða úrvinnslu afurða hans og sú starfsemi er oft grunnstoð í samfélögum dreifbýlisins. Breytingar til verri vegar geta því haft mjög veruleg neikvæð samfélagsleg og byggðaleg áhrif, einkum í þeim byggðum sem hafa ekki að mörgu öðru að hverfa. Hvað varðar tollasamninginn þá skal fyrst bent á niðurstöður starfshóps þáverandi ráðherra um hann sem skilað var árið 2016. Þar voru lagðar til aðgerðir sem gætu mætt áhrifum samningsins, þar á meðal að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði alltaf miðað við kjöt með beini í samræmi við hvernig ESB framkvæmir slíkan umreikning. Þar er bara eitt dæmi um hróplegt ósamræmi sem ekki hefur komist til framkvæmda frekar en aðrar tillögur hópsins. Einhliða niðurfelling tolla Nú er staðan með þeim hætti að stjórnvöld hafa einhliða fellt niður tolla á öllum vörum nema sumum matvörum. Um ekkert annað er því að semja ef til stendur að gera fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir. Á sama tíma er tollvernd mikilvægur hluti af landbúnaðarstefnunni. Eðlilegt er að afmarkað sé með skýrum hætti til hvaða afurða tollverndin á að ná og gera verður kröfu til þess að tollverndin skili árangri þar sem henni er beitt. Tollar eru að hluta til föst krónutala. Upphæðir hafa í mörgum tilvikum ekki breyst í meira en 20 ár og þar af leiðandi rýrnað verulega að verðgildi. Hátt gengi krónunnar undanfarin misseri kemur síðan þar til viðbótar og rýrir verndina enn frekar. Tollum er ætlað að jafna samkeppnisstöðu miðað við þær framleiðsluaðstæður sem eru fyrir hendi og í núverandi stöðu er það ekki raunin. EFTA-dómstóllinn kvað upp þann 14. nóvember sl. að gildandi skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum væri brot á EES-samningnum. Þessi skilyrði voru tekin upp þegar íslensk stjórnvöld innleiddu matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Málið nú spratt upphaflega af kvörtun verslunarinnar til ESA árið 2011. Við meðferð þess lögðu íslensk stjórnvöld fram margvísleg gögn þess efnis að takmarkanirnar sem deilt var um væru eðlilegar með vísan til 13. greinar EES-samningsins sem fjallar um heimild til takmörkunar á viðskiptafrelsi í því skyni að vernda heilsu manna og dýra. Niðurstaða dómstólsins var eftir sem áður að taka í engu mið af 13. grein EES- samningsins í niðurstöðunni. Talið var að hún ætti ekki við. Vísindaleg rök stjórnvalda hafa þó ekki verið dregin í efa og verður að segja að niðurstaða sem þessi veldur verulegum áhyggjum af því því hvort að EES-ríkin eru raunverulega á jafnréttisgrundvelli gagnvart ESB í þessu efni. Þessi staða er því verulegt umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og fyllsta ástæða til að ræða við Evrópusambandið um raunverulega þýðingu þessara ákvæða. Að óbreyttu virðast þau einskis virði. Vísindamenn hafa bent á að afnám ofangreindra takmarkana muni þýða verulega aukna áhættu á ýmsum sviðum fyrir heilsu manna og dýra. ESB hefur gefist upp í baráttunni við kampýlóbakter Hvað varðar matarsýkingar þá er það staðreynd að eftirlit hérlendis með kampýlóbakter og salmonellu er umfangsmeira en annars staðar á EES-svæðinu og skilyrði fyrir markaðssetningu afurða strangari. Engin önnur Evrópuþjóð skimar jafn vel fyrir kampýlóbakter eins og Ísland, enda er okkar árangur í baráttu við þær sýkingar talinn öfundsverður. Regluverk ESB gerir ráð fyrir að hægt sé að fá sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu eins og Norðurlöndin hafa fengið. Sjálfsagt er að óska eftir þeim líka, en ekkert slíkt er í boði vegna kampýlóbakter. Það er einfaldlega ekki í regluverki ESB, en sýkingar af völdum kampýlóbakter eru algengustu matarsýkingar í Evrópu. Þar hefur ESB gefist upp. Aukinn innflutningur mun auka líkurnar á því að hingað berist sýkingar sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum sem er talið eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag. Mikil tengsl eru á milli þessa og sýklalyfjanotkunar í landbúnaði. Samkvæmt gögnum frá Lyfjastofnun Evrópu fyrir árið 2015 er sýklalyfjanotkun í landbúnaði í Evrópu allt upp í 88 sinnum meiri en hér á landi, þar sem hún fer hæst. Smit getur valdið miklu tjóni Hvað varðar heilsu dýra þá er ekki ágreiningur um að innlendir búfjárstofnar hafa búið við langa einangrun og hafa aldrei komist í snertingu við smitefni margra búfjársjúkdóma sem eru landlægir í Evrópu og víðar. Berist smit hingað er því líklegt að það geti valdið miklu tjóni með ófyrirséðum afleiðingum. Um leið hefur íslenskur landbúnaður ekki aðgang að neinum tryggingasjóði vegna tjóns af völdum búfjársjúkdóma eins og er fyrir hendi innan ESB, ef frá eru taldar bótagreiðslur vegna riðuniðurskurðar í sauðfé. Pólitísk viðbrögð eru nauðsynleg Bændasamtökin telja eðlilegast að óskað verði eftir viðræðum við Evrópusambandið um þessa stöðu. Látið verði reyna á hvort við getum haldið núgildandi löggjöf áfram í gildi með samningum þess efnis. Full rök standa til þess þó að EFTA-dómstóllinn hafi ekki tekið tillit til þeirra. Rétt er að rifja upp að við innleiðingu matvælalöggjafar ESB fór fram umfangsmikil fagleg umræða um efni hennar. Lokaafgreiðslan var samhljóða á Alþingi. Vönduð umræða við meðferð málsins skilaði þeim árangri. Nú hefur EFTA-dómstóllinn eyðilagt þá sátt. Sú staða hlýtur að hafa í för með sér að íslensk stjórnvöld bregðist við henni pólitískt. Lagaleg viðbrögð duga ekki til. Stjórnvöld verða að láta á það reyna gagnvart ESB hvort þau hafi raunverulegt vald á því að tryggja heilsu manna og dýra. Það er sannarlega uggvænleg staða ef svo er ekki og vekur margar alvarlegar og stórar spurningar um hvert vald íslenskra stjórnvalda er í raun og hvort við þá stöðu verði unað. Bændur una því ekki. Við ætlum að eiga áfram heima í sveitum landsins. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Hér á ég heima Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.