Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 9

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Drög að lands- áætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að landsáætlun sem fjallar um hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar áætlunin um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun um þau verkefni sem á að vinna á næstu þremur árum. Samhliða landsáætluninni eru kynnt drög að umhverfisskýrslu í samræmi við lög um umhverfismat áætlana. /VH Fundað um grásleppu Alþjóðlegur upplýsingafundur um grásleppumál - LUROMA - var haldinn í Reykjavík 2. febrúar síðastliðinn. Fundurinn er árlegur og var nú haldinn í 30. skiptið. Landssamband smábátaeigenda hafði veg og vanda að fundinum. Snarpar umræður urðu um málefnið á fundinum sem lauk með samþykkt áskorunar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í henni kemur fram fullur stuðningur við kröfu LS til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að beita sér fyrir endurskoðun á skýrslu Hafrannsóknastofnunar. /VH Vöruviðskiptin óhagstæð Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir janúar 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings 48,5 milljörðum króna. Þá nam fob verðmæti vöruinn- flutnings 53,9 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 5,4 milljarða króna. /VH Atvinnuleysi 2,6% Á fjórða ársfjórðungi 2017 voru að jafnaði 199.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 194.400 starfandi og 5.200 án vinnu og í atvinnuleit. Á vef Hagstofunnar segir að atvinnuþátttaka hafi verið 81,2%, hlutfall starfandi 79,1% en atvinnuleysi 2,6%. Samanborið við fjórða ársfjórðung 2016 fjölgaði starfandi fólki um 2.700 en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 1,8 prósentustig. Á sama tíma fjölgaði atvinnulausum lítillega, eða um 200 manns, og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli hækkaði um 0,1 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 2.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,5%. Atvinnulausir karlar voru 2.900, eða 2,7%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 2,7% utan þess. /VH Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur GEA Mlone “Fullt af nýjum hugmyndum og lausnum” “Þegar við létum teikna fjósið töldum við að búið væri að hugsa fyrir flestu sem skipti máli. Við ákváðum samt að fá sérfræðing frá Líflandi til þess að fara yfir teikningarnar hjá okkur og ég sé ekki eftir því. Hann fór yfir teikningarnar og benti okkur á fullt af nýjum hugmyndum og lausnum sem voru bæði hagstæðari og auðvelduðu alla umferð gripa um fjósið. Þessar lausnir hafa einnig sparað okkur mikla vinnu í fjósinu. Ég mæli eindregið með því að panta viðtal hjá Líflandi og fá ráðgjöf ef þú ert í þeim hugleiðingum að breyta hjá þér.” Hulda Sigurðardóttir, Stekkjarflötum. Við viljum bjóða þér að fá fund með sérfræðingi okkar frá GEA sem hefur aðstoðað fjölda við skiptavina okkar við að endur skipuleggja og bæta sín fjós. Á fundinum er farið yfir teikningar af fjósinu og viðraðar hugmyndir að betra fyrirkomulagi, með tilliti til umferðar gripa, vinnuhagræðingar og nýtingar mjaltaþjóna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 1100 eða með tölvupósti á og pantaðu tíma í ráðgjöf. Bætum fjósið saman GEA Monobox Mjólkurtankar frá GEA Margverðlaunaðar mottur frá Kraiburg Stálinnréttingar frá GEA Sótt um lóð fyrir gagnaver á Blönduósi Einkahlutafélagið Borealis Data Center hefur sent skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar umsókn um lóð fyrir gagnaver á svæði sem er í skipulagsferli við Svínvetningabraut. Uppi eru áform um að byggja tvö hús á lóðinni á þessu ári, samtals um 1.200 fermetrar að stærð. Stefnt er að því að reisa fleiri hús á sömu lóð á komandi árum. Nefndin tók jákvætt í erindi frá félaginu og mælir með því við byggðaráð að lóðinni verði úthlutað til félagsins með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar. Borealis Data Center átti fund með sveitarstjórn Blönduósbæjar í júní í fyrra en fyrirtækið var að leita að hentugri staðsetningu fyrir gagnaver þar sem nægt landrými væri og gott aðgengi að raforku. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar verður fyrsta húsið stálgrindarhús á steyptum sökkli klætt með samlokueiningum. Húsið verður um 16x40 og 640 fermetrar að stærð. Næsta hús verður um 12x48, eða um 580 fermetrar. Mikil vinna hefur farið fram á Blönduósi við að kynna sveitarfélagið sem ákjósanlegan kost fyrir gagnaver. Búið er að eyrnamerkja í aðalskipulagi Blönduósbæjar rúmlega 270 hektara lóð undir slíka starfsemi. Nálægðin við Blönduvirkjun er mikill kostur og engin náttúruvá er á svæðinu. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.