Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Haldið verður upp á 100 ára afmæli Kötlugossins 1918 Í Vík í Mýrdal er í undirbúningi að halda upp á 100 ára afmæli Kötlugossins á nýju ári, en Katla gaus síðast 12. október 1918. Gosið var með stærstu Kötlugosum frá því að land byggðist. Haldið verður upp á tímamótin 12. október í Vík 2018 samhliða Regnbogahátíð Mýrdælinga sem er árleg bæjarhátíð. „Já, við ætlum að minnast þessara tímamóta með veglegum hætti með fræðasamfélaginu og er undirbúningur að fara af stað. Við gerum ráð fyrir tveggja daga dagskrá þar sem við munum kalla á helstu sérfræðinga landsins á sviði jarð- og náttúruvísinda til að fræða okkur um gosið 1918 og afleiðingar þess. Auk þess mun verða fjallað um söguna og þau áhrif sem stórgos á Suðurlandi hafa haft á mannlífið á svæðinu,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem á sæti í undirbúningsnefnd afmælisins. Ásgeir leggur áherslu á að hér verði um að ræða bæði fræðandi og skemmtileg erindi sem eigi erindi við sem flesta. En skynjar Ásgeir að íbúar í Mýrdal séu mikið að hugsa um Kötlu og afleiðingar slíks goss í dag? „Nei, það finn ég ekki á íbúunum, fólk er ekki óttaslegið, það er ekki mín tilfinning.“ /MHH FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is BÍLAR Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. HURÐIR Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Hótel Rangá sýnir virðingarvert fordæmi: Starfsfólk gefur björgunarsveitum peninga í stað þess að þiggja þjórfé Starfsfólk á Hótel Rangá gáfu björgunarsveitunum á Hellu og Hvolsvelli tvær milljónir króna sem það hefði annars fengið í eigin vasa í þjórfé frá gestum hótelsins. „Við ákváðum það á Hótel Rangá fyrir tveimur árum að þiggja ekki þjórfé. Við segjum gestunum hins vegar að við vitum að mörgum þyki ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu. Við bjóðum þeim að leggja fram peninga sem renna til björgunarsveita á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar enda vorum við að gefa björgunarsveitunum á svæðinu tvær milljónir króna,“ segir Friðrik Pálsson hótelstjóri, aðspurður hvað yrði um það þjórfé sem safnaðist á hótelinu. Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hefur það færst í vöxt að þjórfé sé greitt. „Já, víða um heim eru menn að reyna að hverfa frá þessu kerfi, meira að segja Bandaríkjamenn, þar sem laun þjóna eru jafnvel aðeins 250 til 400 krónur á tímann og þeir þurfa svo að vera eins og rukkarar fyrir hönd veitingahússeigandans að fá upp í launin sín,“ bætir Friðrik við. Hvor björgunarsveitin fékk 1 milljón króna, þ.e. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli. /MHH Það voru þær Harpa Sif Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli, og Margrét Ýrr Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fimm þúsund tjón voru metin eftir Suðurlandsskjálftann 2008 Þann 29. maí í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum sem varð 29. maí 2008 en hann var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón vegna skjálftans á vegum Viðlagatryggingar Íslands. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Jarðskjálftinn er stærsti tjónsatburður Viðlagatryggingar frá stofnun hennar árið 1975 í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðsins í Neskaupstað 1974. Enn berast tilkynningar um tjón „Þótt brátt séu liðin 10 ár frá jarðskjálftanum berast okkur enn þá einstaka tilkynningar um tjón, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá tjóna- og áhættumati hjá Viðlagatryggingu Íslands. Fimmta hvert heimili án bruna- og náttúruhamfaratrygginga Jón Örvar segir mikilvægt að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart nátt úru hamförum. Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar gegn nátt úruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingarfélagi (VÍS, Sjóvá, TM eða Verði). Eigendur innbúa snúa sér því til almennu vátryggingarfélaganna vegna þess. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70–80% af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. /MHH Myndir / MHH Mynd / MHH Fálki með skotsár Bændur á Hnjúki í Vatnsdal handsömuðu fálka í liðinni viku. Var hann settur í búr og í samráði við Náttúrufræðistofnun fluttur suður í Húsdýragarðinn. Hann var skaddaður á væng en dýralæknir sem annaðist hann sá að um skotsár var að ræða. Fálkinn reyndist fullorðinn kvenfugl sem gefið var nafnið Ógn Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Vakti lögregla athygli á því að fálkar eru alfriðaðir samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Brot geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Virða skal það refsingu til þyngingar ef um sjaldgæfar eða fágætar fuglategundir er að ræða. /MÞÞ Mynd / Lögreglan á Norðurlandi vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.