Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Baráttan við ofursýklana er hörð
og þar óttast menn að stríðið sé
nánast tapað ef ekki komi til ný
undralyf. Það undralyf kann
mögulega að vera í sjónmáli
einhvers staðar í framtíðinni ef
marka má frétt BBC um efni sem
fundist hefur í jarðvegi.
Í frétt BBC sem birt var
13. febrúar sl. segir að hópur
vísindamanna hjá Rockefeller-
háskólanum í Bandaríkjunum
vonist nú til að náttúrulegt efni geti
hugsanlega verið lausnin í baráttunni
við sýkingar sem sýklalyf ráði ekki
við.
Malacidin-efni úr jarðvegi sem
geta tortímt ofurbakteríum
Tilraunir sýna að efni, sem kölluð
eru Malacidins, geta tortímt
fjölmörgum bakteríusjúkdómum
sem hafa þróað með sér ónæmi
fyrir þekktum sýklalyfjum.
Malacidins geta einnig drepið
svokallaða ofurbakteríu
(superbugs – MRSA).
Grein um árangurinn hefur
verið birt í ritinu Nature
Microbiology og gefur mönnum
vonir um að komið sé nýtt vopn
í baráttunni við sýklana. Kemur
fram að sýklalyfjaónæmir sýklar
drepi nú um 700.000 manns á ári
og eru þeir taldir ein mesta ógnin
við heilsu jarðarbúa í dag.
Jarðvegurinn er fullur af alls
konar örverum sem framleiða
hugsanlega mikið af læknandi
efnum eins og þeim sem drepa
sýkla. Teymi vísindamanna hjá
Rockefeller-háskólanum í New
York undir stjórn dr. Sean Brady
hefur verið önnum kafið við að
rannsaka þessi efni. Notuðust þeir
við genaraðgreiningartækni við að
rannsaka yfir 1.000 jarðvegssýni
sem tekin voru vítt og breitt um
Bandaríkin. Þeir uppgötvuðu að
Malacidin var að finna í mörgum
sýnanna og töldu að það gæti
haft merkilega þýðingu. Prófuðu
þeir efnið á rottum sem smitaðar
höfðu verið í sár á húð með
sýklalyfjaónæmum sýklum.
Vísindamennirnir eru nú að
vinna að frekari tilraunum við að
auka lyfjahæfni efnisins í von um
að hægt verði að þróa það til að
meðhöndla sýkingar í fólki.
Langur vegur frá uppgötvun
viðurkenndra lyfja
Dr. Sean Brady segir að ómögulegt
sé að segja hvenær eða jafnvel hvort
þessi uppgötvun leiði til þess að
efni eins og Malacidins mun verða
notuð í lækningaskyni.
„Það er langur og erfiður vegur
frá því að bakteríudrepandi efni
finnst þar til það fær viðurkenningu
til að hægt sé að fara nota það til
lækninga.“
Uppgötvunin leysir ekki þann
bráðavanda sem uppi er
Colin Garner, prófessor við
sýklalyfjarannsóknir í Bretlandi
(Antibiotic Research UK), segir að
uppgötvun á nýju sýkladrepandi efni
til að að nota gegn MRSA-sýkingum
séu vissulega góðar fréttir. Þetta
leysi þó ekki þann bráðavanda sem
uppi er.
„Okkar áhyggjur eru einkum
varðandi svokallaðar „gram-
neikvæðu“ bakteríur sem erfitt er
að meðhöndla og eru stöðugt að
auka þol sitt.
Þessar „gram-neikvæðu“
bakter íur orsaka meðal annars
lungnabólgu, blóð- og þvag sýkingar
sem og sýkingar í húð. Við þurfum
nauðsynlega ný sýklalyf til að vinna
á þessum sýkingum.“ /HKr.
Vísindamenn finna efni í jarðvegi
sem getur drepið ofurbakteríur
– Óvíst hvort eða hvenær það nýtist til lækninga og leysir ekki þann bráðavanda sem uppi er, segir prófessor í sýklalyfjarannsóknum
Til sölu: Tækjabúnaður
til eggjaframleiðslu
Ergo auglýsir til sölu innréttingar og tæki til eggjaframleiðslu
sem samanstendur af hillum, búrum, færiböndum, vatns- og
fóðurkerfum ásamt fóðursílóum sem koma úr þrotabúi.
—
Jansen Aviary varpkerfi með vatns- og fóðurkerfum
og fráfæriböndum fyrir allt að 18.850 fugla.
Jansen Poultry varpkerfi með vatns- og fóðurkerfum
fyrir allt að 4.700 fugla.
Jansen Nivo Varia gólfkerfi fyrir ungaeldi með
vatns- og fóðurkerfum, u.þ.b. 15.000 ungar.
Pökkunarstöð sem samanstendur af Sideliner 5 180
eggjaþvottavél, lýsingarvél, VDX 15000 eggjapökkunarvél
og Pelbo eggjabrotsbúnaði.
4 stk. fóðursíló ásamt fóðursniglum.
Búnaðurinn hefur verið tekinn niður og honum pakkað
í 5 stk. 40 feta gáma.
—
Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Guðnason hjá Ergo
Sími: 440 4405 / Netfang: ag@ergo.is
Krókhálsi 5g, Járnhálsmegin 587 5650
arentsstal.is arentsstal@arentsstal.is
Um er að ræða framtíðarstarf á verkstæði í
bæði inni- og útivinnu. Vinnutími frá
8.00–16.15.
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að viðkomandi hafi
sveinspróf/menntun eða reynslu af
störfum tengdum járn- og rennismíði.
Stundvísi.
Sjálfstæð vinnubrögð, framtakssemi
og jákvæðni.
Góða þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Lyftararéttindi eða önnur
vinnuvélaréttindi eru kostur.
Upplýsingar eru í síma 587 5650
eða arentsstal@arentsstal.is
Guðmundur, Magnús og Gauti.
Starfsmaður
óskast
TÆKNI&VÍSINDI
Í óhreinindum jarðvegsins þrífast ýmsar undraverðar örverur sem geta verið
manninum til mikils gagns. Það virðist því vera heilmikið til í þeirri speki sem
mjög er þekkt á Íslandi og segir: Af misjöfnu þrífast börnin best.
Rafbíll í hleðslu. Ekki fer mikið fyrir hleðslubúnaðinum frá EO á húsveggnum á bak við bílinn.
Mikil gerjun virðist vera
í kringum rafbílavæðingu
landsmanna um þessar mundir.
Nýir og langdrægari bílar bætast
stöðugt í bílaflóruna og tegundum
búnaðar til hleðslu rafbíla fjölgar.
Enn eitt fyrirtækið sem býður
upp á búnað til hleðslu rafbíla er
nú að hasla sér völl hér á landi.
Þar er um að ræða Bresk-íslenska
verslunarfélagið, sem flytur
inn hleðslustöðvar frá breska
framleiðandanum EO Charging
undir merki EO Ísland. Áður
hefur komið fram að Bændasamtök
Íslands hafa tekið upp samstarf við
ferðaþjónustubændur, Orkusetur
og Hleðslu ehf. um uppbyggingu
hleðslu á sveitabæjum. Hugmynd
þessara samstarfsaðila er að
byggja upp þjónustunet á
meðal bænda og styrkja þannig
innviði fyrir notkun rafbíla úti á
landsbyggðinni. Hleðsla ehf. er
umboðsaðili GARO hleðslustöðva
á Íslandi og sérhæfir sig í lausnum
fyrir hleðslu á rafmagnsbílum.
Fyrirtækið byggir á reynslu
starfsmanna við uppbyggingu
innviða fyrir rafmagnsbíla í Noregi.
Hefur fyrirtækið gert þjónustu-
og uppsetningarsamning við
Rafmiðlun hf.
EO Ísland með sniðugt app
Varðandi nýjasta fyrirtækið á
þessum markaði, Bresk-íslenska
verslunarfélagið, þá segir Gyða
Jónsdóttir sölustjóri að þau séu að
flytja inn rafbíla-hleðslustöðvar
frá EO Charging í Bretlandi, bæði
fyrir heimili og fyrirtæki. Er það
gert undir nafninu EO Íslandi. Hún
segir að einn helsti ávinningurinn
varðandi þessar stöðvar sé EO-app
sem rafbílaeigendur geta notað í
gegnum venjulega snjallsíma til að
tengja sig við rafmagn. Fjölmargar
EO - Mini hleðslustöðvar í fjórum mismunandi litum.
Stöðugt bætast við nýir möguleikar
varðandi hleðslu rafbíla á Íslandi
– EO Ísland með breskar stöðvar sem tengjast farsíma notenda