Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 „Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Jóhannes Valgeirsson, framkvæmdastjóri hjá Hjalteyri Sea Snack. Fyrirtækið setti á markað um síðustu mánaðamót nýja vöru, Kalda bjórsnakk (Kaldi Beersnack), sem svo sannarlega hefur fallið í kramið hjá neytendum. Félagið setur vöruna á markað í samstarfi við Bruggverksmiðjuna Kalda á Árskógssandi, sem framleiðir bjórinn Kalda og rekur að auki Bjórböðin. Þar á bæ hefur gestum verið boðið upp á þetta nýja snakk á meðan þeir njóta bjórbaðsins. Að félaginu Hjalteyri Sea Snack standa þeir Jóhannes og Rúnar Friðriksson og fer framleiðslan fram í verksmiðju þess á Hjalteyri. „Það hefur lengi blundað í okkur að finna okkur sérstöðu á markaði með sjávarsnakk. Það eru margir um hituna þegar að hinu hefðbundna kemur, harðfiski og bitafiski. Við höfum reynt að finna okkar vöru farveg utan þess hefðbundna, höfum m.a. framleitt bitafisk eða sjávarsnakk án viðbætts salts og eins höfum við prófað að nýta krydd af ýmsu tagi í okkar framleiðslu og það hefur alveg gengið upp. Við höfum sem sagt verið að bjóða upp á fisk án viðbætts salts, sem og fisk með miklu salti eða kryddi,“ segir Jóhannes. Marinerað í IPA Kalda og sítrónupipar Hann segir að þeir félagar hafi legið um skeið yfir stöðunni þegar upp kom hugmynd um að útbúa snakk sem upplagt væri að maula yfir bjór, heima í stofu eða á börum og veitingastöðum, þar sem tíðkast að bjóða upp á hnetur, brauð eða jafnvel popp með drykkjum. „Rúnar datt niður á þessa snilldarhugmynd og hafði samband við þau Agnesi og Ólaf hjá Bruggverksmiðjunni Kalda. Skemmst er frá því að segja að þau tóku hugmyndinni vel og voru meira en til í að lána sitt vörumerki, Kalda, sem er þekkt á markaði. Við höfum séð um þróun vörunnar, framleiðsluna og að koma henni á markað.“ Kalda bjórsnakk er útbúið með þeim hætti að fiskurinn er marineraður í ákveðinn tíma í IPA Kalda og sítrónupipar. Þar mallar hann um stund og fer þá í gegnum þar til gerða vél sem mótar fiskinn í hæfilega bita. „Það gerast einhverjir töfrar þarna í ferlinu, fiskurinn verður loftkenndur og mjúkur, en samt um leið stökkur.“ Betri viðtökur en við áttum von á Kaldi bjórsnakk kom á markað um mánaðamótin janúar og febrúar og er m.a. til sölu í verslunum Krónunnar, Iceland og 10/11. Dreifing er í fullum gangi og það má nálgast vöruna víða á suðvesturhorninu, austur á Egilsstöðum, og svo má einnig finna snakkið á nokkrum stöðum í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, m.a. hjá sælkeraversluninni Fisk kompaní. „Almennir neytendur hafa tekið vel við sér og þá hafa ferðamenn ávallt gaman af því að prófa eitthvað íslenskt og þessi vara virðist falla þeim vel í geð,“ segir Jóhannes, en viðtökur voru góðar, „betri en við áttum von á. Næsta skref hjá okkur er að gera átak í dreifingu og koma vörunni að sem víðast. Við höfum trú á vörunni og þetta fer vel af stað,“ segir Jóhannes. /MÞÞ www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI VANDAÐIR KROSSAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI Á ÞÍNUM BÆ? GOTT ÚRVAL AF ÖRYGGISHLÍFUM - HAGSTÆTT VERÐ HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR OG KÚPLINGAR MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Hjalteyri Sea Snack setti á markað um síðustu mánaðamót nýja vöru, Kalda bjórsnakk (Kaldi Beersnack), sem svo sannarlega hefur fallið í kramið hjá neytendum. Hjalteyri Sea Snack framleiðir Kalda bjórsnakk: Viðtökur fram úr björtustu vonum Framleiðsla á Kalda bjórsnakki fer fram í verksmiðjunni á Hjalteyri, en samvinna er á milli Hjalteyri Sea Snack og Bruggverksmiðjunnar á Árskógssandi sem á vörumerki Kalda. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Þingeyjarsveit Skólamáltíðir við grunn- og leikskóla í Þingeyjarsveit eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna. Tók ákvörðun sveitarstjórnar gildi um síðustu áramót og hefur mælst vel fyrir meðal íbúa sveitarfélagsins sem lýst hafa ánægju með framtakið. „Markmiðið er að bæta velferð barna og unglinga í sveitarfélaginu, gera góða skóla betri og meira aðlaðandi. Þetta verður vonandi einnig til þess að hvetja barnafólk til að flytja í sveitarfélagið. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð og ljóst að íbúar kunna vel að meta þessa ákvörðun enda skiptir þetta máli fjárhagslega fyrir fjölskyldur, til að mynda sem eru með tvö og þrjú börn í grunn- og leikskóla,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit. Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar starfandi og þrír leikskólar. Heildar nemendafjöldi í Þingeyjarsveit er um 145 börn og unglingar, um 107 nemendur í grunnskólunum og um 38 nemendur í leikskólunum. Kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsu máltíðanna er um 12 milljónir króna á ári. Dagbjört segir að undanfarin ár hafi töluvert verið hagrætt í skólamálum með sameiningu og því hafi skapast frekara svigrúm í málaflokknum. „Það er mikill metnaður lagður í gott og faglegt skólastarf sem og einnig allan aðbúnað fyrir nemendur og kennara,“ segir Dagbjört. Kvaðst hún ekki vita til að önnur sveitarfélög í landinu bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, „ég þori ekki að fullyrða að við séum fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á ókeypis máltíðir, en mörg sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn og það gerum við líka,“ segir hún. /MÞÞ Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í há- deginu í mötuneytum skólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.