Bændablaðið - 22.02.2018, Qupperneq 27

Bændablaðið - 22.02.2018, Qupperneq 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Álfasteinn í Hörgársveit hlaut Orðsporið Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit hlaut Orðsporið, hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna. Hörgársveit hlaut Orðsporið 2018 fyrir að vera það sveitarfélag sem hefur hæst hlutfall leikskólakennara í starfi við uppeldi og menntun barna. Orðsporið var afhent á Degi leikskólans fyrr í þessum mánuði. Markmið dagsins er að beina sjónum að því gróskumikla starfi sem fram fer í leikskólum landsins. Hæft fólk með viðeigandi menntun Að mati valnefndar um Orðsporið 2018 er mikilvægt að hafa vel menntaða starfsmenn í leikskólum landsins því það muni án efa skila sér í auknum gæðum í skólastarfinu og fagmennsku og um leið styrkja leikskóla sem áhugaverða vinnustaði. Hörgársveit hefur sett sér það markmið að í skólunum starfi hæft fólk með viðeigandi menntun við bestu námsaðstæður og vinnuskilyrði sem völ er á. Í skólastefnu Hörgársveitar kemur fram að leiðarljós sveitarfélagsins er að vinna markvisst að því að mennta börn í metnaðarfullu skólastarfi þar sem velferð barnanna og starfsfólks er í fyrirrúmi og að menntunin nýtist til framtíðar. Er það m.a. gert með því að vera með virkar starfsþróunaráætlanir sem eru endurskoðaðar árlega. Þetta skilar sér í stöðugleika í starfsmannahaldi og góðum starfsanda. /MÞÞ GLERÁRTORGI | SMÁRATORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS AFSLÁTTUR AF DÚNSÆNGUM OG KODDUM S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Startarar og Alternatorar í flestar gerðir véla og tækja Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 8. mars Á myndinni eru: Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, Hugún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri Álfasteins, Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, Klara E. Finnbogadóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Björk Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og Sigurður Sigurjónsson, starfandi formaður Félags stjórnenda leikskóla.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.