Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins auglýsir:
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um
styrki til stuðnings við nýsköpun, vöruþróun kynningar- og
markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauðfjárrækt.
Sjá nánari upplýsingar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is,
undir Markaðssjóður/verklagsreglur.
Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök,
rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau
verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla
undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða
markaðsstarf.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
a) Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu.
b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis.
c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess.
d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar
eða nýttar.
Umsóknafrestur er til 1. apríl n.k.
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð má finna á www.fl.is/
markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum
sem þar er að finna.
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyri 311 Borgarnesi, merktum: Markaðssjóður.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi
Sími 430-4300
Bylting í
hreinlæti!
Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki
Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.i teamglobal.com
Auðveldari og betri þrif,
sparar tíma og léttir lífið
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
Samstarfssamningur milli Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaga:
Vilji til að efla byggðamál
og tryggja búsetu
Nýr samstarfssamningur
milli Byggðastofnunar og átta
atvinnuþróunarfélaga um land
allt hefur verið undirritaður. Hann
gildir til næstu fimm ára. Sigurður
Ingi Jóhannsson, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra,
var viðstaddur undirritunina
og sagði hann það eindreginn
vilja ríkisstjórnarinnar að efla
byggðamál og tryggja búsetu vítt
og breitt um landið. Þetta kemur
fram á vef ráðuneytisins.
Samningarnir byggjast á samtali
Byggðastofnunar og félaganna
á síðastliðnu starfsári. Í nýjum
samningum er leitast við að taka mið
af breyttu starfsumhverfi félaganna
en á liðnum árum hefur hlutverk
atvinnuráðgjafarinnar breyst frá því
að veita fyrst og fremst einyrkjum og
litlum fyrirtækjum rekstrarráðgjöf
í það að þjónusta einyrkja, stór
og lítil fyrirtæki og sveitarfélög.
Félögin hafa í vaxandi mæli tekið
að sér að leiða saman aðila í
fjölbreytileg verkefni. Það form sem
atvinnuþróunarfélögin starfa í þarf
að vera lifandi og taka breytingum
í takt við þarfir hvers tíma.
Verðmæt þekking í
atvinnuráðgjöf
Sigurður Ingi sagði þegar sjást í
fjárlögum ársins aukin framlög til
samgöngumála, heilsugæslustöðva
á landsbyggðinni og til
menntamála. Fram undan væri gerð
fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar
sem yrði lögð fram í mars og þar
muni einnig sjást enn betur áform
ríkisstjórnarinnar um þessi mál
sem önnur. Þá sagði ráðherra
að meðal verkefna sem tengjast
sveitarstjórnar- og byggðamálum
með beinum hætti í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar væri að skilgreina
hlutverk landshlutasamtaka, styrkja
sóknaráætlanir, nýta námslánakerfið
og önnur kerfi sem hvata til að
setjast að í dreifðum byggðum,
ljúka ljósleiðaravæðingu og að
innanlandsflug yrði hagkvæmari
kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Sagði hann vert að þakka
atvinnuþróunarfélögunum fyrir
aðkomu þeirra að þeim þætti.
Ráðherra sagði atvinnuráðgjöf
búa yfir verðmætri þekkingu á
nærumhverfinu og myndi tengslanet
um landið allt. Einnig sagði hann nú
unnið að gerð byggðaáætlunar og
væri sérstök áskorun að samþætta
byggðamál við aðra málaflokka í
öðrum.
Skerpt á viðmiðum
Í ávarpi Aðalsteins Þorsteinssonar,
forstjóra Byggðastofnunar, við
athöfnina kom fram að sjálfstæði
félaganna væri mikilvægt og að þau
lytu ekki boðvaldi Byggðastofnunar
eða ríkisins eða einstakra
sveitarfélaga.
Á hinn bóginn hljóti ríkisvaldið
að gera kröfur um að tilteknum
reglum og lágmarksviðmiðum sé
fylgt um ráðstöfun þess fjár sem það
lætur af hendi rakna til verkefna í
byggðarlögunum.
Í nýju samningunum er því
skerpt á viðmiðum um árlega
markmiðssetningu og mat á
árangri af starfinu auk þess sem
fjallað er um útvistun á starfi
atvinnuráðgjafarinnar og fleira
mætti nefna.
/MÞÞ
Frá undirskriftinni með fulltrúum Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga og Sigurði Inga Jóhannssyni,
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Fulltrúar Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna skrifa undir nýjan
samning.
Upplýsingamiðstöðin á Akureyri komin í Vakann
Upplýsingamiðstöðin á Akureyri er
nýjasti þátttakandinn í Vakanum,
en upplýsingamiðstöðvar
landshlutanna hafa verið að
bætast í hóp Vakafyrirtækja, hver
af annarri.
Upplýsingamiðstöðin er
landshlutamiðstöð í upplýsingaveitu
ferðamanna á Norðurlandi eystra
og gegnir sem slík lykilhlutverki
í upplýsingamiðlun til erlendra og
innlendra ferðamanna á svæðinu.
Gæði, vandvirkni og samræming
þjónustu og fagleg upplýsingagjöf
eykur líkur á ánægju gesta og
annarra þeirra sem leita upplýsinga,
aðstoðar og annarrar þjónustu hjá
miðstöðinni. Straumur ferðamanna
um upplýsingamiðstöðina eykst
stöðugt enda er hún í alfaraleið í
Menningarhúsinu Hofi.
„Það er okkur mikið kappsmál í
öllum okkar störfum að veita sem
besta þjónustu og viðhafa hlutleysi
gagnvart öllum hagsmunaaðilum
í upplýsingagjöf. Í amstri dagsins
getur verið erfitt að koma
umbótavinnu við en Vakinn gefur
kærkomið tækifæri til þess,“ segir
Hulda Jónsdóttir, umsjónarmaður
Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna
á Akureyri, í spjalli á vef
Ferðamálastofu.
„Innleiðing Vakans gerir allt
okkar starf mun faglegra og
skilvirkara.“
Akureyrarstofa annast daglegan
rekstur Upplýsingamistöðvarinnar
en hún er kostuð af
Akureyrarbæ í samstarfi við
sveitarfélögin í Eyjafirði með
stuðningi Ferðamálastofu.
Upplýsingamiðstöðin í Hofi er
opin daglega frá byrjun maí til lok
september og virka daga frá október
til apríl. /MÞÞ
Hulda Jónsdóttir stolt af viður-
kenningu Vakans.