Bændablaðið - 22.02.2018, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Fyrir nokkru átti ég erindi á Selfoss
og notaði tækifærið í þeirri ferð
að prófa Jeep Grand Cherokee
Laredo frá Íslensk bandaríska í
Mosfellsbæ.
Í stuttu máli þá var þessi bíll langt
fyrir ofan það sem ég hafði gert mér
í hugarlund fyrir aksturinn.
Nánast fullkominn bíll með mikið
afl og þægindi
Jeep Grand Cherokee Laredo er
ódýrasti bíllinn af fimm í Cherokee
fjölskyldunni og minnst í hann lagt.
Vélin er 3000cc. dísil og á að skila
250 hestöflum, skiptingin er 8 þrepa
og finnur maður nánast aldrei þegar
skiptingin skiptir um þrep.
Krafturinn í vélinni er mjög
skemmtilegur og aldrei vantaði afl
þegar gefið var í. Dráttargeta bílsins
er 3.265 kg miðað við að það sem
dregið er sé með bremsubúnaði.
Í bílnum sem ég prófaði var bara
hiti í framsætunum, en í öllum hinum
er hiti í aftursætum. Allt pláss er gott
fyrir farþega og fótarými meira en í
flestum sambærilegum jepplingum.
Sætin eru þægileg og fann ég ekkert
fyrir óþægindum á einn eða annan
hátt þegar ég var búinn að stilla
sætið eins og ég vildi hafa það í
byrjun ökuferðar (hefur komið fyrir
að ég hafi þurft að margstilla sæti í
prufuakstri).
Aðeins breyttur bíll, sem naut sín
í snjónum
Bíllinn sem ég prófaði kostar
8.990.000 krónur, (5 tegundir og
sá dýrasti kostar 13.590.000).
Prufubíllinn var aðeins breyttur, með
aukabúnað sem er loftpúðafjöðrun
(kostar aukalega 390.000) og á
öðrum felgum og 32 tommu dekkjum
(kostar aukalega 380.000). Þannig
að bíllinn sem ég prófaði kostar
9.760.000.
Þegar ekið er ákveðið í hálku
og snjó finnst mér skriðvörn og
spólvörn koma misfljótt inn og það
truflar mig þegar allur kraftur er
tekinn af manni þegar spólvörnin
eða skriðvörnin fer á.
Í Jeep Grand Cherokee Laredo
kemur skriðvörnin og spólvörnin
mátulega seint inn og aðeins
lítill hluti af hrossastóðinu undir
húddinu hættir að vinna þannig að
maður hefur gott afl til að halda
ferð þó að bíllinn sé aðeins laus á
veginum. Persónulega finnst mér
þessi búnaður mun skemmtilegri
til aksturs heldur en sá búnaður
sem er í flestum bílum í dag (er
ekki að mæla gegn skriðvörnum
og spólvörnum í öðrum bílum, en sá
búnaður hentar mjög vel sérstaklega
fyrir þá sem ekki eru vanir akstri í
snjó og hálku).
Mikið lagt upp úr öryggi fyrir
farþega
Jeep Grand Cherokee Laredo er
sérstaklega vel styrktur bæði í
hliðum og toppi með það í huga að
ef slys verður komi nánast ekkert
fyrir farþega bílsins. Styrkingar eru
í hurðum og loftpúðar eru bæði í
hliðum og fyrir framan ökumann
og farþega.
Í mælaborðinu er 7 tommu skjár
sem er m.a. bakkmyndavél, en á
þessum skjá er hægt að fá mikið af
upplýsingum s.s. hita á vél, skiptingu
og fl. Einnig er hægt að fá ýmislegt
fleira á þennan skjá. Fyrir mig, sem
er frekar tölvuheftur, fannst mér lítið
mál að fletta mig áfram á þessum
skjá.
Að loknum akstri skoðaði ég í
aksturstölvu bílsins uppgefna eyðslu
eftir rúma 100 km. Miðað við að hafa
verið að keyra í þæfingssnjó og hálku
var eyðsla mín ekki nema 8,6 lítrar.
Þetta fannst mér frekar ótrúverðug
tala þar sem ég hafði verið frekar
í óþekkari kantinum og með hægri
fótinn í þyngra lagi.
É ÁV LAB SINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
eep Gr C rok e re oJ L dhedan e a :
Jeep Grand Cherokee Laredo. Myndir / HLJ
Ekki er hægt að skilja takkann eftir
svona svo að það þarf að muna að
kveikja ljósin.
Margar stillingar eru í boði fyrir
drifbúnaðinn.
Til að vera löglegur í umferð þarf afturljós sem þarf að kveikja. Á þessum bíl er munurinn ótvíræður, hvort ljósin eru kveikt eða ekki, en
þetta var eini mínusinn sem ég fann að bílnum.
Fullbúið varadekk er stór plús.
Dráttargeta 3.265 kg
Hæð 1.790 mm
Breidd 1.940 mm
Lengd 4.830 mm
Helstu mál og upplýsingar