Bændablaðið - 22.02.2018, Page 54

Bændablaðið - 22.02.2018, Page 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 REYKJAVÍK 414-0000 www.VBL.is AKUREYRI 464-8600 Deutz-Fahr MP 235 Árgerð: 2007 Notkun: 24.000 rúllur Verð kr. 2.600.000 án vsk. Kverneland Pökkunarvél Árgerð: 2000 Góð vél Verð kr. 450.000 án vsk. Samaz sláttuvél KDT 340 Árgerð: 2013 Vinnslubreidd: 3,4 m Reimdrifin vél. Létt og þægileg. 825 kg. Útlit mjög gott ! Verð kr. 450.000 án vsk. 414-0000 464-8600 Avant 635 með húsi Árgerð: 2014 Góð vél með skotbómu. Notkun: 2600 vst. Verð kr. 2.950.000 án vsk. Lely 360M Árgerð: 2015 Miðuhengd vél. Sem ný ! Lítil notkun Verð kr. 1.190.000 án vsk. Pöttenger A91 Árgerð: 2008 Dragtengd vél Vinnslubreidd 9 m Vél í mjög góðu lagi. Verð: 720.000 án vsk. Lely Splendimo 320M Árgerð: 2011, Miðjuhengd vél Lítið notuð og vel með farin vél. Verð: 750.000 án vsk. Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn: 39 1/2 vika Eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjóri er Hrund Ólafsdóttir. Sýnt er í Lyngbrekku 5. sýning - 25. febrúar kl. 20:30 6. sýning - 1. mars kl. 20:30 7. sýning - 2. mars kl. 20:30 8. sýning - 4. mars kl. 20:30 9. sýning - 9. mars kl. 20:30 10. sýning - 10. mars kl. 20:30 ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð 3.000 kr. Veitingasala á sýningum - posi á staðnum Komatsu PC210LC Árgerð: 2011 Notkun: 5.420 vinnustundir Caterpillar 930G Árgerð 2007 Notkun: 11.000 vinnustundir Skófla, snjótönn og keðjur fylgja Volvo FM 8X4 400 Árgerð: 2007 Notkun: 225.000 km Kubota KX61-3 Árgerð: 2007 Notkun: 3.694 vinnustundir 2 skóflur Bobcat S185 Árgerð: 2007 Notkun: 2.189 vinnustundir Skófla og gafflar fylgja. Margar aðrar vélar í boði. Skoðaðu úrvalið á: www.vinnuvelar.is Blandað bú í Uppsveitum Árnessýslu er að leita að starfskrafti í fullt starf til lengri tíma. Reynsla af bústörfum skilyrði. Sér húsnæði í boði. Aðstaða til að hafa hross á húsi. Næg atvinna í boði í samfélaginu fyrir maka. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið mastunga@uppsveitir.is Ég heiti Hilmir og er 15 ára. Ég þrái að komast í sveit og fá vinnu, eftir skólann í vor. Ég hef verið í sveit innan um hesta og kindur. Uppl. í síma 867-9481. Dýrahald 12 mánaða Border Collie tík óskar eftir nýju heimili. Nánari upplýsingar í síma 867-9040. Húsnæði Iðnmeistari / hönnuður óskar eftir leigurými, 30-50 m2 fyrir hreinlega vinnuaðstöðu (lager / hönnun / viðgerðir / prófanir). Þarf að vera varanlegt húsnæði og á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Traustur leiguaðili, góð umgengi og öruggar greiðslur. Samleiga með öðrum iðnaðarmanni kemur einnig sterklega til greina. Lysthafendur hafi samband í síma 893-7124, Kristinn. Tilkynningar Á lögbýlið eða bæjarnafnið þitt skráð samsvarandi lén? Stendur til að hefja sölu beint frá býli, eða bjóða upp á heimagistingu á Internetinu? Lén er hvoru tveggja fyrir vef, t.d. www. merkigil.is, og fyrir tölvupóst, t.d. monika@merkigil.is. Kannaðu hvort lén sem samsvarar bæjarnafninu þínu er skráð á https://www.isnic.is/ is/ Nánari upplýsingar og ráðgjöf fæst í síma 578-2030, eftir morgunmjaltir og fyrir kvöldmjaltir. Þjónusta Opnum kl. 8 alla virka daga, bara mæta og við klippum þig, sími 587-2030, heitt á könnunni. Allir velkomnir. Topphár, Dvergshöfða 27, Rvk. Málniningaþjónustan M1 ehf. tekur að sér öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Uppl. í síma 696-2748 eða loggildurmalari@ gmail.com Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið samband í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang: einar.g9@gmail. com, Einar G. RG Bókhald. Alhliða bókhalds- þjónusta. Get tekið að mér fleiri verkefni. Ragna, s. 772-9719. Netfang: rgbokhald@gmail.com HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga landsins: Aukið svigrúm til fjárfestinga Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hagvöxt hér á landi. Skuldir og skuldbindingar lækka enn, sjöunda árið í röð, sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Árleg samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til næstu fjögurra ára er komin út, barmafull af margs konar fjárhagsupplýsingum. Samantektin byggir á gögnum þeirra sveitarfélaga sem skilað hafa fjárhagsáætlunum rafrænt inn í upplýsingaveitu sveitarfélaga hjá Hagstofu Íslands. Um er að ræða fjárhagsáætlanir 64 sveitarfélaga af 74, en í þeim búa liðlega 99% landsmanna. Auk lækkandi skuldahlutfalls eru helstu niðurstöður m.a. þær að sveitarfélögin ráðgera betri rekstrarniðurstöðu hjá A-hluta á árinu 2018 en fjárhagsáætlun 2017 gaf til kynna, eða sem nemur 2,2% af tekjum í stað 1,2%. Hvað þriggja ára áætlanir fyrir árin 2019–2021 snertir, þá taka þær mið af spám um hagvöxt og er gert ráð fyrir að tekjur hækki í takti við þær spár. Gangi þessar áætlanir eftir mun rekstrarafgangur fara vaxandi sem hlutfall af tekjum og verða 5,6% árið 2021. Lán til að gera upp við lífeyrissjóð Aukið svigrúm til fjárfestinga er jafnframt nýtt og mun lántaka til lengri tíma aukast samfara því. Á hinn bóginn hefur fjöldi sveitarfélaga ekki tekið tillit til uppgjörs gagnvart Brú – lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga í fjárhagsáætlunum sínum. Flest munu taka lán til að gera upp við lífeyrissjóðinn og verða skuldir væntanlega hærri en fjárhagsáætlanir kveða á um. Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.