Bændablaðið - 22.02.2018, Side 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Sveitarstjórnarkosningar eru í
vor. Þá verða margir kallaðir
en fáir útvaldir. Ljóst er að
þeir útvöldu hér vestra verða
að huga að eftirtöldum þremur
stórmálum Vestfirðinga sem eru
hvarvetna í umræðu. Þau eru
nátengd hvert öðru.
Yfirgnæfandi meirihluti
Vestfirðinga virðist sömu skoðunar
í þessum miklu hagsmunamálum.
Teljast það nokkur tíðindi út af
fyrir sig. Nú verða menn að standa
saman. Halda áfram að nýta
landsins gæði en hafa náttúruna
samt alltaf í hávegum. Ákalla alla
sína góðu vini og verndardýrlinga
til trausts og halds, með Jón forseta
í fararbroddi.
1. Vestfirska rafmagnið
Það var kraftaverk að rafvæða
Vestfirði fyrir 60 árum. Og
koma orkunni nánast á hvert
byggt ból. Mikilvirkir, stórhuga
og lagtækir menn voru þar að
verki. Ekki er vitað til að nokkur
Vestfirðingur né aðrir hafi beðið
tjón á sálu sinni þrátt fyrir alla þá
nauðsynlegu tréstaura sem stóðu
undir rafmagnslínunum og standa
enn. Hitt er annað að auðvitað vilja
flestir góðir menn að rafstrengir
séu í jörðu. Það ætti nú ekki
að vera ofverkið okkar í dag
miðað við fyrri afrek í dreifingu
rafmagns.
Vestfirðinga sárvantar öruggt
og stöðugt rafmagn. Lái þeim
hver sem vill. Þetta eilífa basl
þeirra að halda rafmagninu inni er
löngu orðinn brandari á landsvísu.
En þeir eiga að framleiða sitt
rafmagn sjálfir. Þeir eru ekkert of
góðir til þess! Á Vestfjörðum er
hægt að reisa og reka öruggustu
vatnsvirkjanir landsins. Það
hlýtur bara að vera þjóðhagslega
hagkvæmt.
Flestar ef ekki allar
stórvirkjanir okkar eru staðsettar
á sívirku eldgosabelti landsins. Sú
staða getur því hæglega komið upp
að Vestfirðir fái ekki eitt einasta
kílóvatt eftir hundinum að sunnan,
jafnvel langtímum saman. Á þetta
hafa vísir menn margoft bent.
Frumkvöðlar Hvalárvirkjunar
eru ungir Vestfirðingar. Þeir hafa
verið aldir upp við að bjarga sér
sjálfir þegar í harðbakkann slær
líkt og gilt hefur á Vestfjörðum
frá upphafi byggðar. Hafa staðið
í þessu basli á eigin forsendum
og ekki látið deigan síga. Slíkt
er alltaf traustvekjandi og mikils
virði. Miklu veldur sá er upphafinu
veldur. En fjármunir verða að
koma annars staðar frá.
2. Fiskeldið
„Fiskeldi á Vestfjörðum hefur
virkað sem kraftaverkalyf á
byggðarlög, sem heltekin voru af
hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur
vaknað eldsnemma á Bíldudal,
fundið driftina í mannlífinu á leið
til vinnu, orkuna, hamarshöggin
og baráttuna um lausu bílastæðin,
skilur hvað fiskeldi hefur fært inn
í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og
menningu.“
Svo skrifar Pétur Markan,
sveitarstjóri í Súðavík. Á bak við
þennan grípandi texta býr mikil
trú á landið og gullkistuna okkar.
Sporin hræða að vísu. Ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar og fleiri
fóru flatt á fiskeldinu á sinni tíð.
Menn fóru allt of geyst. Steingrímur
sagði að aðstæður til fiskeldis hér
á landi væru ekki verri en annars
staðar. Líklega væru þær betri ef
eitthvað væri.
Almenn skynsemi segir okkur
að við verðum að nýta þá möguleika
sem eru í farvatninu. Annað væri
glapræði. En við skulum flýta okkur
hæfilega. Lærum af reynslunni. Róm
var ekki byggð á hverjum degi!
Sleppum öllum æðibunugangi. Þá
mun vel fara. Það eru gömul og
sígild sannindi.
En spyrja verður: Hvert fer
arðurinn af fiskeldinu?
3. Almennilegan veg í
Gufudalssveit
Á ótrúlega skömmum tíma lögðu
vestfirskir vegagerðarmenn vegi
svo til að hverjum einasta bæ
á Vestfjörðum. Það var torsótt
vegagerð. En eyðilögðu þessir
brautryðjendur landið? Auðvitað
hafa verið lagðir hér vegir sem
menn hafa ekki verið ánægðir með
staðsetningu þeirra. Og komið hefur
fyrir að gróið land hefur goldið
þess. Þá hafa menn bara bölvað
Vegagerðinni og lífið haldið áfram.
Sumir segja að ekki megi leggja
veg um Teigsskóg og Hallsteinsnes
í Gufudalshreppi. Þá sé voðinn
vís. Þeir góðu menn átta sig ekki
á að búið er að leggja vegi vítt og
breitt um alla Vestfirði á mjög svo
sambærilegum stöðum við þennan
margumrædda góða skóg. Jafnvel
malbikaða tvíbreiða vegi, sem víða
eru svo til á sama stað og gömlu
akvegirnir. Fáir meinbugir þar á.
Náttúran alveg söm við sig eftir því
sem séð verður.
Þráteflinu í Gufudalssveit verður
að ljúka. Við þurfum þokkalegan
heilsársveg í stað moldarveganna
sem eftir eru í sveitinni. Ódrjúgsháls
og Hjallaháls heyra til liðnum tíma.
Stóra spurningin er náttúrlega hvort
ekki er hægt að ljúka vegalagningu
í Gufudalssveit án þess að fara um
Teigsskóg eða bíða í áratugi eftir
jarðgöngum. Nokkrir spekingar
hafa komið með ábendingar um
önnur vegstæði. Þær mætti skoða
betur.
Á að setja málið í gerðardóm?
Menn hafa nefnt að taka eigi land
eignarnámi undir veginn og jafnvel
setja lög.
Skoða mætti líka hvort ekki
væri heppilegast að Alþingi eða
Hæstiréttur skipi gerðardóm hinna
bestu manna til að ljúka þessu
endalausa þrátefli. Sagan segir
okkur að slíkt hafi oft verið gert
þegar mál hafa verið komin í óefni,
sbr. hvað gerðist á Þingvöllum árið
1000. Ákvarðanir gerðardómsins
ættu að vera bindandi fyrir alla
aðila. Dómurinn fái skamman tíma
til að ljúka störfum. Og heimamenn
í Reykhólahreppi verði þar í
oddaaðstöðu. Það væri tilbreyting
í því.
Hallgrímur Sveinsson
Guðmundur Ingvarsson
Bjarni G. Einarsson
www.bbl.is
Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.versdagsins.is
Uppl. í síma
893-8424 / set@velafl.is
og á 694-3700 / gk@velafl .is
www.velafl.is
Caterpillar M316C
Árg. 2005, 13.000 vst.
Rótortilt og smurkerfi.
Verð 4.300.000 + vsk.
Hyundai R360LC-7
Árg. 2006, 7.500 vst.
Fleyglagnir, hraðtengi og
gómskófla.
Verð 5.900.000 + vsk.
MAN 26-430 6x2
Árg. 2006, 527.000 km.
Góð dekk, tilbúinn fyrir malarvagn.
Ozgul malarvagn. Árg. 2017, nýr.
Wabco bremsukerfi. Álfelgur og
Bridgeston dekk.
Verð 5.500.000 + vsk.
MAN TGX26-540 6x4
Árg. 2012, 415.000 km.
Nýr mótor settur í bílinn í
300.000 km.
Nýleg kúpling og vatnskassi.
Vökvakerfi fyrir malarvagn.
Verð 6.900.000 + vsk.
Hitachi ZX19-5
Árg. 2017, 100 vst.
Hraðtengi og 3 skóflur.
Verð 2.950.000 + vsk.
Veittir eru styrkir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja
vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð
nr. 180/2016.
Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) eigi
síðar en 1. mars 2018. Með umsókn skal fylgja mat búnaðarsambands
á þörf býlisins fyrir viðkomandi framkvæmd og staðfest kostnaðar-
og framkvæmdaáætlun.
Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu.
Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.
VATNSVEITUR Á LÖGBÝLUM
Hydrowear vetrargalli blár
Loðfóðraður en vattfóðraður í ermum og skálmum
Efnið í gallanum er vatnsfráhrindandi
Rennilás að framan og á skálmum. Stærðir S – 3XL.
Jobman vetrargalli svartur
Léttur vattfóðraður galli.
Pólýester með PU-húð að innan sem ver gegn vindi og vatni.
Rennilásar á skálmum upp að mjöðm auðveldar að fara úr og í.
Stærðir: S-3XL
Wenaas vetrargalli gulur/svartur
Léttur og þægilegur
Vattfóðraður með rennilás. Stærðir: M - 2XL
Kuldagallar á tilboði
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is
Hver galli
LESENDABÁS
Þrjú stórmál á Vestfjörðum í forgang