Bændablaðið - 12.04.2018, Side 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Auglýst er eftir hugmyndum
um nýtingu jarðhita við
matvælaframleiðslu í hugmynda-
samkeppninni Gerum okkur
mat úr jarðhitanum. Það er
Eimur, samstarfsverkefni um
bætta nýtingu orkuauðlinda og
aukinni nýsköpun í orkumálum á
Norðurlandi eystra, sem stendur
að samkeppninni í samstarfi við
Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf
og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Engar skorður eru settar
varðandi hvar í framleiðsluferlinu
hugmyndin er eða hvers konar
matvælaframleiðslu er um að
ræða. Markmið samkeppninnar
er að fá fram hugmyndir að
aukinni verðmætasköpun í
gegnum matvælaframleiðslu, eða
áframvinnslu þeirra með jarðvarma
á Norðurlandi eystra.
Tvær milljónir í fyrstu verðlaun
Heildarupphæð verðlauna eru tvær
og hálf milljón króna, þar af nema
fyrstu verðlaun tveimur milljónum
króna. Íslensk verðbréf bjóða
sigurvegaranum þar að auki aðstoð
við tillögur um hugsanlegar leiðir
til fjármögnunar, að meta eða gera
rekstraráætlun ásamt því að meta
áætlaða fjárfestingarþörf og við gerð
tilboða, endanlegra samninga og
annarra löggerninga.
Í keppnislýsingunni kemur fram
að mikil tækifæri liggi í nýtingu
jarðvarma í matvælaframleiðslu
bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn
hátt og segir þar einnig að aukin
innlend framleiðsla sé Íslendingum
mikilvæg. Á Norðurlandi eystra
sé mikið magn af
ónýttum jarðhita,
einkum lághita, sem
nota megi til alls
kyns framleiðslu
matvæla og
áframvinnslu þeirra.
Við mat á
tillögum er tekið
tillit til eftirtalinna
þátta:
• Frumleika og
nýsköpun
• Felur verkefnið
í sér sjálfbærni og
lítið vistspor?
• Er verkefnið atvinnu-
skapandi?
• Tengir hugmyndin saman
ólíkar atvinnugreinar?
• Er raunverulegur markhópur
fyrir vöruna?
• Hver er möguleg arðsemi
verkefnisins?
• Er líklegt að hugmyndin
verði að veruleika?
Nánari upplýsingar og
keppnislýsingu er að finna á vefnum
eimur.is. /smh
Hugmyndasamkeppni um nýtingu jarðhita til matvælaframleiðslu:
Að gera sér mat úr jarðhitanum
Haraldur Benediktsson, alþingis-
maður og formaður endur-
skoðunar hóps búvöru samninga,
segir að hópurinn muni hefja störf
fljótlega.
„Meðal þess sem hópurinn mun
skoða eru möguleikar íslensks
landbúnaðar og hvað kostnaður er
honum samfylgjandi. Hópurinn mun
einnig skoða nokkrar sviðsmyndir
sem koma til greina í landbúnaði og
hvaða áhrif þeirra gætu orðið.“
Haraldur segir að hópurinn muni
kalla til fjölda manns með ólíkan
bakgrunn og heyra þeirra skoðanir
á framtíð landbúnaðarins. „Snemma
í júní stendur hópurinn fyrir sex
fundum á landsbyggðinni þar sem
bændur verða kallaðir til skrafs um
framtíð landbúnaðar á Íslandi.
Ef áætlanir ganga eftir mun
nefndin síðan skila sínum tillögum
í október næstkomandi,“ segir
Haraldur. /VH
Endurskoðunarhópur búvörusamninga:
Sviðsmyndagreining og
fundir með bændum
Opinn fundur í Breiðumýri í S-Þingeyjarsýslu:
Heilsufar bænda í brennidepli
Búnaðarsamband Suður-
Þingeyinga í samstarfi við
kvenfélög í Suður-Þingeyjarsýslu,
Bændasamtökin og Guðmund
Hallgrímsson hafa í vetur unnið að
verkefni sem miðar að því að efla
heilsu bænda. Boðað er til fundar í
Breiðumýri þriðjudaginn 17. apríl
kl. 20.00 þar sem fundarefnið er
„Heilsa og lífsgæði“.
Guðmundur
Hallgrímsson
hefur heimsótt á
þriðja hundrað
býli á síðustu
árum undir
m e r k j u m
„Búum vel“
vinnuverndar-
verkefnisins sem
Bændasamtökin
og nokkur
búnaðarsambönd hafa staðið fyrir.
„Það er mikið álag sem fylgir
búskapnum. Menn vinna mikið
einir og alla daga, oft lítið um frí
og ekki alltaf auðvelt að bregða sér
frá. Maður verður var við að þetta
taki verulega á andlegu hliðina, oft
án þess að menn geri sér grein fyrir
því,“ segir Guðmundur og bendir
á að það sé ekki síður mikilvægt að
huga að andlegri en líkamlegri heilsu.
Sjálfsagt mál að skipta um olíu á
vélunum – en heilsan gleymist
Guðrún Tryggvadóttir, formaður
Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga
og bóndi, hefur átt veg og vanda að
skipulagningu fundarins í Breiðumýri
ásamt Guðmundi. „Við funduðum með
Unnsteini Inga Júlíussyni, yfirlækni
heilsugæslunnar
á Húsavík, og
ræddum útfærslur
við hann.
Ákveðið var að
halda almenna
kynningu með
bændum til að
vekja fólk til
umhugsunar um
heilsu og vellíðan
almennt auk þess
að gera menn meðvitaðri um málefnið.
Það er bændum eðlilegt og sjálfsagt að
viðhaldi sé sinnt á vélum og tækjum
en stundum gleymist að heilsa okkar
sé eitthvað sem þurfi að huga að,“
segir Guðrún. Hún segir að markmiðið
sé að vekja fólk til umhugsunar en
líka að kanna áhuga fundargesta á
skipulagðri heilbrigðisþjónustu sem
miðar að bændum sem starfsstétt.
Læknir og sálfræðingur miðla af
reynslu sinni
Sem fyrr segir verður
kynningarfundurinn þriðjudaginn
17. apríl kl. 20.00 í Breiðumýri undir
yfirskriftinni „Heilsa og lífsgæði“.
Unnsteinn Ingi Júlíusson læknir
flytur erindi um heilsufar almennt
og ábyrgð hvers og eins á eigin
heilsu. Á eftir honum mun Hjalti
Jónsson sálfræðingur fjalla um
andlega heilsu, einkenni og áhættu
þunglyndis. Í kjölfarið verða umræður
um viðfangsefnið og næstu skref.
Fundarstjóri er Eiríkur Blöndal,
stjórnarmaður í Bændasamtökunum.
Allir eru velkomnir. Boðið er
upp á kaffiveitingar og enginn
aðgangseyrir. /TB
FRÉTTIR
Guðrún
Tryggvadóttir.
Guðmundur
Hallgrímsson.
Nauðsynlegt er að bændur og aðrir sem starfa við landbúnað hugi að heil-
Mynd / TB
Bandarískir læknar áhyggjufullir:
„Martraðar-baktería“ sem
þolir nær öll sýklalyf
– Þegar hafa komið upp 220 sýkingartilfelli – bregðast verður hratt við
Yfir 220 tilfelli um „martraðar-
bakteríu“ hafa fundist í 27 ríkjum
Bandaríkjanna. Er bakterían með
nýtt eða mjög óvenjulegt gen og
þol gegn nær öllum sýklalyfjum,
samkvæmt tilkynningu frá miðstöð
sjúkdómavarna í Bandaríkjunum
(CDC) í síðustu viku.
Hefur CDC varað við áhrifum
sýklalyfjaónæmra baktería árum
saman, en þessa „martraðar-
bakteríu“ er raunverulega ekki hægt
að meðhöndla með þekktum lyfjum.
Þá segir í tilkynningu Scientific
American að þær hafi eiginleika
til að útbreiða gen sem gerir þær
ónæmar fyrir nær öllum sýklalyfjum.
Vegna lyfjanæmis bakteríunnar er
hún einstaklega hættuleg fyrir eldra
fólk og fólk sem haldið er krónískum
sjúkdómum. Um helmingur þeirra
sem fá þessar bakteríur í sig láta
lífið, að sögn dr. Anne Schuchat
hjá CDC miðstöð sjúkdómavarna.
Hún segir að unnið sé að því innan
stofnunarinnar að reyna að komast
fyrir bakteríuna áður en hún verði
of útbreidd. Hún segir að mögulegt
sé að komast fyrir útbreiðslu
bakteríunnar með markvissum
aðgerðum.
Tvær milljónir Bandaríkjamanna
smitast árlega
Nú smitast um 2 milljónir
Bandaríkjamanna af sýkla-
lyfjaónæmum bakteríum á hverju
ári. Þar af láta um 23 þúsund manns
lífið.
Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru
afleiðing af ofnotkun sýklalyfja
meðal mannfólksins og ekki síður
í landbúnaði. Um áratuga skeið hafa
sýklalyf verið notuð í fóður, m.a. í
kjúklinga-, svína- og nautgripaeldi
í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar
um heim. Eru lyfin þá notuð sem
forvörn vegna mögulegra sýkinga
og eru þá um leið vaxtarhvetjandi
sem gefur um leið aukna von um
skjótari hagnað. Hafa læknar um
allan heim varað við þessu framferði
um árabil. Á Íslandi er slík notkun
sýklalyfja bönnuð.
Það versta af öllu vondu
Dr. Amesh Adalja, fyrrverandi
fræðimaður hjá miðstöð John
Hopkins-háskóla í sjúkdómaöryggi,
segir að óvenjulegt gen sem fundist
hafi í þessum bakteríum valdi
áhyggjum. „Þetta er sannarlega það
versta af öllu vondu,” sagði Adalja
í samtali við Scientific American.
„Það eru sum bakteríugen
sem valda meiri áhyggjum en
önnur og eru mun erfiðari við
að eiga. Þessi gen lúra nú í
bandarískum sjúklingum og eru
að breiðast út í sjúkrahúsum og á
heilsustofnunum.“
Eins og skógareldur
Læknar hafa líkt útbreiðslunni á
þessari „martraðar-bakteríu“ og
annarra sýklalyfjaónæmra baktería
við skógareld sem erfitt sé að hemja
þegar hann er einu sinni farinn af
stað. Þess vegna leggja læknar
áherslu á að reyna að slökkva strax
í neistanum, áður en ný afbrigði af
bakteríunni ná að breiðast út.
Bregðast þar hratt við
„Við verðum að gera meira og vinna
hraðar og á fyrri stigum þegar slíkar
sýklalyfjaónæmisógnanir koma
upp,“ segir dr. Anne Schuchat hjá
CDC miðstöð sjúkdómavarna.
/HKr.
Mynd / CDC