Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Komist hefur upp um kjötsvindl í
Belgíu þar sem útrunnið og jafnvel
ónýtt kjöt hefur verið flutt út
undir fölskum vottorðum til Hong
Kong, Fílabeinsstrandarinnar og
til Kosovo. Var kjötinu dreift í
gegnum matvælafyrirtækið Veviba
sem staðsett er í Wallonia-héraði
í Belgíu.
Það voru samtök sláturhúsa,
bænda, kjötiðnaðarins og heildsala
í Belgíu (FEBEV) sem upplýsti
um málið á dögunum. Er þetta
enn eitt dæmið um kjötsvindl
þar sem gæðavottunarkerfi
matvælaiðnaðarins í ESB-ríkjunum
er misnotað og falsaðir pappírar
notaðir. Stutt er síðan fréttir bárust
frá Írlandi um grun um að verið væri
að selja á svörtum markaði kjöt af
sjálfdauðum og sjúkum dýrum
sem átti að farga. Gáfu samtökin
út sameiginlega yfirlýsingu í
kjölfar upplýsinga frá belgíska
matvælaeftirlitinu (AFSCA) um
málið. Í yfirlýsingu AFSCA kemur
fram að útrunnið og jafnvel óætt
kjöt hafi verið sent af Veviba undir
fölskum pappírum til Hong Kong,
Fílabeinsstarndarinnar og til Kosovo.
Refsinga krafist
„Það verður að ávíta þetta fólk og
refsa því fjárhagslega,“ sagði Dirk
Dobbelaere, yfirritari hjá samtökum
kjötiðnaðarins í Belgíu.
Michael Gore, talsmaður FEBEV,
sagði að megnið af kjötinu hafi verið
flutt út frosið. Eigi að síður hafi um
100 kg af ófrosnu kjöti líka verið
í þessum sendingum. Kjötinu hafi
verið blandað í hakk-kjötrétti, að því
er fram kemur í Global Meat News.
Rætt er um að yfirvöld verði að
bregðast hratt við ef takast eigi að
endurheimta tiltrú almennings á
markaðnum og að fólk geti treyst því
kjöti sem það kaupir í stórmörkuðum.
Er þetta ekki síst athyglisvert
fyrir Íslendinga í ljósi þess að
innflytjendur matvæla á Íslandi
hafa iðulega fullyrt að hættan á
að verið sé að flytja inn lélega,
hættulega eða svikna vöru sé mjög
lítil. Hefur þar verið bent á öryggið
sem felst í opinberum vottorðum sem
vörunni fylgir, en það er einmitt þetta
eftirlitskerfi sem hefur ítrekað verið
svindlað á.
Dreifingarfyrirtæki með 30%
markaðshlutdeild
Í úttekt AFSCA sem gerð var í
febrúar kom í ljós að á 133 af 200
vörubrettum frá Veviba var kjöt sem
stóðst ekki kröfur matvælaeftirlitsins.
Þetta er fyrirtæki sem er með 30%
hlutdeild á kjötmarkaði í Belgíu og
selur m.a. í stórverslanirnar Coilruyt
og Delhaize.
Menn verða að spyrja spurninga
Haft er eftir Gore að ekki væri
endilega þörf á meira eftirliti en
skoða yrði hvernig því besta yrði
betur náð út úr því kerfi sem er
við lýði. Hann sagði að á endanum
væru allir ábyrgir fyrir því að öll
matvælakeðjan virki rétt. Þar verði
menn að spyrja spurninga. Ef verið
sé að koma vöru á markað á verði
sem sé of gott til að vera satt, þá eigi
menn að spyrja spurninga.
„Er þetta lögformlega mögulegt
og getum við ekki komið á einn stað
einhvers konar samskiptakerfi til að
varpa ljósi á svona hluti?“ spurði
Gore.
Fagnaði Gore einnig fyrirhugaðri
rannsókn yfirvalda í Belgíu
á mismunandi verðmyndun í
matvælakeðjunni. /HKr.
Kjötskandall í Belgíu og krafist aukins eftirlits:
Útrunnið og ónýtt kjöt selt úr
landi undir fölskum pappírum
– Blandað saman við hakk og kjötrétti í þrem löndum í Evrópu, Afríku og Kína
Þau tímamót urðu í byrjun
marsmánaðar að íbúafjöldi í
Skútustaðahreppi fór í fyrsta
skipti frá árinu 1993 í 500 manns,
samkvæmt mannfjöldatölum frá
Hagstofu Íslands. Íbúarnir eru
nú alls 505 talsins.
Frá árinu 2013 hefur íbúum í
Skútustaðahreppi fjölgað úr 370
í 505, eða um 36,5%. Á rúmlega
einu ári hefur íbúum fjölgað um
tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um
130 manns hafa annað ríkisfang
en íslenskt, eða um fjórðungur.
Íbúarnir voru flestir 1980
Íbúafjöldi í Skútustaðahreppi hefur
sveiflast nokkuð í gegnum tíðina.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands
voru þeir fæstir 276 talsins árið
1910 en flestir árið 1980, eða 547
sem var í miðjum Kröflueldum.
Þetta var á árum Kísiliðjunnar og
hélst fólksfjöldinn yfir 500 allt til
ársins 1994 en þá fór hann niður í
497 íbúa. Eftir það fækkaði íbúum
smátt og smátt. Kísiliðjunni var
lokað í nóvember 2004 en þá
voru íbúar 442. Í kjölfarið fór
að halla verulega undan fæti og
fór fólksfjöldinn niður í 370 árið
2013. Síðan þá hefur þróunin
snúist við.
Jákvæð áskorun fyrir
sveitarfélagið
Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi
helst í hendur við öflugt atvinnulíf.
Harðduglegir og útsjónarsamir
Mývetningar hafa byggt upp í
sameiningu öflugt sveitarfélag.
Íbúafjölgunina undanfarin ár má án
nokkurs vafa fyrst og fremst rekja
til uppgangs ferðaþjónustunnar
og að hún er orðin að heilsárs
atvinnugrein í meira mæli en áður.
Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í
sveitina og erlendu vinnuafli fjölgar.
Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á
innviði sveitarfélagsins. En þetta
er fyrst og fremst jákvæð áskorun
fyrir sveitarfélagið, segir í frétt á
heimasíðu Skútustaðahrepps.
Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi
er Jónas Þór Ingólfsson, sem flutti
lögheimili sitt nýverið í Helluvað.
Hann er uppalinn í Mývatnssveit,
fór suður að mennta sig sem
mannvirkjajarðfræðingur en er nú
snúinn aftur í heimahagana. /MÞÞ
Íbúar í Skútustaðahreppi orðnir ríflega 500 talsins:
Öflugt atvinnulíf og upp-
gangur í ferðaþjónustu
Hlaða með hraðhleðslu fyrir
rafbíla hefur verið tekin í notkun í
Skútustaðahreppi, hún er staðsett
við Fosshótel í Reykjahlíð. Með
opnun hraðhleðslustöðvarinnar
hefur ON varðað allan hringveginn
hlöðum.
Friðrik Jakobsson, sem starfar við
ferðaþjónustu í Mývatnssveit, fékk
sér fyrstu hleðsluna þegar stöðin var
formlega tekin í notkun. Viðstaddir
voru þeir Þorsteinn Gunnarsson
sveitarstjóri og Bjarni Már Júlíusson,
framkvæmdastjóri ON, sem kvaðst
vonast til þess að tímamótin hvetji
ekki einungis landsmenn til að skipta
yfir í rafmagn í samgöngum heldur
ekki síður ferðafólk.
Auk hraðhleðslunnar við
Fosshótel í Reykjahlíð er þar líka
hefðbundin AC hleðsla. Á milli
Mývatns og Egilsstaða eru 165
kílómetrar og þar á milli er hlaða ON
á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Hún
er nú búin AC hleðslu sem verður
uppfærð fyrir sumarið. Vorið 2017
opnaði ON leiðina milli Akureyrar
og Reykjavíkur og hefur ekki látið
deigan síga síðan. Hlöður ON eru
nú 31 talsins og á næstu vikum
og mánuðum bætast um 20 við,
á höfuðborgarsvæðinu og í öllum
öðrum landshlutum.
Aukin umferð eykur kolefnisspor
Mikil fjölgun ferðamanna síðustu
ár hefur gert það að verkum að
kolefnisspor samgangna á landi
hefur vaxið, þvert á markmið
um minnkað kolefnisspor. Margt
ferðafólk leigir sér bíl og ferðast á
eigin vegum. Talið er að ríflega 20
þúsund bílaleigubílar séu í landinu
og kolefnisspor þeirra sé meira en
100 þúsund tonn kolefnisígilda á ári.
Til samanburðar eru rafbílar hér á
landi um fimm þúsund eftir að hafa
fjölgað um nálægt þrjú þúsund á
árinu 2017.
Mikil tækifæri
Bjarni Már telur að sóknarfæri séu
nú fyrir þessa öflugu atvinnugrein
og segir ON hvergi nærri hætt sinni
uppbyggingu á innviðum fyrir
orkuskipti í samgöngum. Nýlegar
kannanir sýni að Íslendingar séu
tilbúnari en flestar aðrar þjóðir til að
skipta yfir í rafbíl og gera það fyrr.
ON muni því halda áfram að gera sitt
besta til að auðvelda landsmönnum
slíka ákvörðun. / MÞÞ
Hringvegurinn opinn rafbílaeigendum:
Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla
opnuð í Mývatnssveit
Sveitarfélögum fækkar um tvö:
Kosið verður um nafn í nýju
sveitarfélagi á Garðskaga
FRÉTTIR
Enn eitt svindlið með sölu í ESB löndunum skekur nú markaðinn í Belgíu.
Þar var útrunnið og ónýtt kjöti selt úr landi á fölskum pappírum og nýtt í
hakk og tilbúna rétti í þrem löndum. Mynd / Global Meat
sitt nýverið í Helluvað. Myndin er tekin við Vaðlaheiðargöng þar sem Jónas
Þór starfar.
Sveitarfélögum landsins
fækkar um tvö eftir næstu
sveitarstjórnarkosningar og verða
þá alls 72.
Íbúar Breiðdalshrepps og
Fjarðabyggðar samþykktu
sameiningu sveitarfélaganna laugar-
daginn 24. mars og 11. nóvember
síðastliðinn hafði verið samþykkt
sameining sveitarfélaganna Garðs
og Sandgerðis.
Atkvæðagreiðsla um nafn nýs
sveitarfélags á Garðskaga
Íbúafjöldi í sameinuðu sveitarfélagi
Garðs og Sandgerðis verða um
3.200 en heldur fleiri íbúar eru í
Sandgerði, eða um 1.700 á móti um
1.500 í Garðinum. Fram undan er
atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins
sameinaða sveitarfélags en nokkrar
tillögur um nafn verða lagðar fram
innan tíðar. Nefnd sem undirbýr
atkvæðagreiðsluna kallaði eftir
tillögum frá íbúum og bárust alls
392 tillögur.
Um 5.000 íbúar eftir
sameiningu Fjarðabyggðar og
Breiðdalshrepps
Íbúafjöldi Fjarðabyggðar eftir
sameininguna við Breiðdalshrepp
verður tæplega 5.000 en nú búa
í Fjarðabyggð kringum 4.800
íbúar og 182 í Breiðdalshreppi. Í
Breiðdalshreppi samþykktu 100
manns sameininguna, eða 85% þeirra
sem greiddu atkvæði, en á kjörskrá
voru 155 og kjörsókn var 64,5%. Í
Fjarðabyggð var 36% kjörsókn og
samþykktu 87% sameininguna.
Árið 1950 voru sveitarfélögin 229
og hefur þeim fækkað í nokkrum
skrefum. Árin 1994 til 2006 var
mikið um sameiningar og fækkaði
sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og
síðan í 74 með síðustu sameiningum.
/MÞÞ
Frá vinstri: Áslaug Thelma Einarsdóttir, Bjarni Már Júlíusson og Friðrik
Jakobsson við opnun hlöðunnar við Fosshótel í Reykjahlíð. Mynd / On