Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Andri Guðmundsson frá
Selfossi hefur verið ráðinn nýr
forstöðumaður Skógasafns undir
Eyjafjöllum. Hann tekur við
starfinu af Sverri Magnússyni sem
lætur af störfum sökum aldurs.
Andri tekur við nýja starfinu 1.
júlí í sumar. Hann hefur unnið á
Skógasafni frá 2015 og tekið þátt í
flestu sem tengist faglegu safnastarfi
og hefur starfað með fólki með
þverfaglegan bakgrunn. „Starf
forstöðumanns leggst vel í mig. Það
er margt sem ég þarf að koma mér inn
í svo breytinga er ekki að vænta fyrst
um sinn. Það sem ég hef í öndvegi er
að halda áfram með það góða starf
sem hér hefur verið unnið og leiða
safnið áfram inn í framtíðina,“ segir
Andri. Á síðastliðnum tveimur árum
fór gestafjöldinn á safninu yfir 73
þúsund manns á ári. Stöðugildi á
safninu eru tólf en á sumrin fjölgar
starfsmönnum töluvert. Andri er með
M.Sc í hagnýtri menningarmiðlun
frá HÍ og með BA-próf í þjóðfræði
frá HÍ, auk þess að vera stúdent frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands. /MHH
Gagnaveita Reykjavíkur og
Sveitarfélagið Árborg hafa
gert með sér samkomulag um
ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis
í sveitarfélaginu en það er Selfoss,
Stokkseyri og Eyrarbakki.
Verkefninu verður lokið á næstu
þremur árum.
Með framkvæmdunum munu
heimilum í þessum byggðakjörnum
standa til boða eitt gíga gæðasamband
ljósleiðarans, sem gefur kost á 1000
megabitum til og frá heimili.
Flest stærstu fjarskipta- og
afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða
þjónustu sína um ljósleiðarann og
viðskiptavinum stendur til boða
val á milli fjölmargra þjónustuleiða
Vodafone, Nova, 365, Hringdu og
Hringiðunnar. Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Árborgar, fagnar
samkomulaginu um ljósleiðarann.
Sjálfsagður hlutur
„Öflug fjarskiptatenging er orðin jafn
sjálfsagður hlutur í nútíma sveitarfélagi
og vatn, rafmagn og fráveita. Íbúum
Árborgar fjölgar hratt og við erum
ánægð með að fá ljósleiðarann í
hverja íbúð í bænum. Atvinnulíf
verður hér líka samkeppnishæfara
með bættum fjarskiptatengingum
og við sjáum fram á gróskumikinn
vöxt í sveitarfélaginu með því að
þjónusta við íbúa og atvinnulíf eflist
með tilkomu ljósleiðarans. Árborg
kemst í fremstu röð sveitarfélaga í
þessu tilliti.“ /MHH
Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg
FRÉTTIR
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skógasafn undir Eyjafjöllum:
Andri Guðmundsson er
nýr forstöðumaður
Áfangaáætlun á Vestfjörðum:
Vinna við lokaáfanga
á fullu skriði
Vinna við áfangastaðaáætlun
á Vestfjörðum er á fullu skriði.
Lokaáfangi verkefnisins er
hafinn en áætluninni verður
skilað inn til Ferðamálastofu
í vor. Síðasti opni fundurinn
vegna áfangastaðaáætlunar
á Vestfjörðum var haldinn
í lok febrúar síðastliðinn á
Patreksfirði.
Við gerð áfangastaðaáætlunar á
Vestfjörðum hefur landshlutanum
verið skipt í þrjú svæði. Til að
draga fram áherslur og þarfir á
hverju svæði fyrir sig hafa verið
haldnir opnir fundir á Ísafirði,
Patreksfirði og á Hólmavík. Á
þessum fundum hefur verið farið
yfir atriði sem tengjast vinnunni
við gerð áfangastaðaáætlunar og
aðgerðaáætlun sem hún felur í
sér, og verkefnum hagsmunaaðila
forgangsraðað. Að auki hafa
sveitarfélög á Vestfjörðum
verið fengin til að forgangsraða
verkefnum á sínum svæðum sem
og á Vestfjörðum í heild.
Heilsárssamgöngur í forgang
Á opna fundinum á Patreksfirði
voru dregnar fram áherslur
hagaðila á forgangsröðun aðgerða.
Mikil og góð umræða skapaðist
á fundinum um þau verkefni sem
þykja þörf á svæðinu. Kosið var
um hvaða verkefni þóttu brýnust
og hlutu málefni sem tengjast
heilsárssamgöngum á svæðinu
mörg atkvæði. /MÞÞ
Íbúar í Borgarfirði eystri:
Vilja slitlag um Njarðvíkur-
skriður strax í sumar
Þrír íbúar og fulltrúar sveitar-
félagsins Borgarfjarðar
eystri afhentu Sigurði Inga
Jóhannssyni, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, lista
með 2.461 nafni þess efnis að
ráðherra setti Borgarfjarðarveg
nr. 84 á samgönguáætlun.
Þau Steinunn Káradóttir, Eyþór
Stefánsson og Óttar Már Kárason
afhentu ráðherra listann en í
áskoruninni til ráðherra segir:
Byrjað verði á slitlagi nú í sumar
„Við leggjum til að hafist verði
handa við að leggja bundið slitlag
um Njarðvíkurskriður sumarið 2018
samhliða öðrum framkvæmdum þar
og að aðrir hlutar vegarins verði
síðan malbikaðir í kjölfarið.“
Endurbætur brýnar
Þremenningarnir sögðu brýnt
að hefjast sem fyrst handa við
endurbætur á Borgarfjarðarvegi,
samfélagið þar krefðist þess enda
væri mikilvægt að tryggja íbúum
greiða leið milli Borgarfjarðar
eystri og Héraðs. Sigurður Ingi
tók undir mikilvægi þess að hefja
umræddar endurbætur og kvaðst
fara yfir málið, að því er fram
kemur í frétt á vef stjórnarráðsins.
/MÞÞ
Tillaga frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda:
Gæðastýringar- og býlisstuðnings-
greiðslur verði frystar í fjögur ár
Á nýliðnum aðalfundi Lands-
samtaka sauðfjárbænda (LS)
var samþykkt tillaga úr endur-
skoðunarnefnd um breytingar
á greiðslu fyrir komulagi til
sauðfjárbænda frá gildandi
samningi um starfsskilyrði
sauðfjárræktar milli ríkis
og sauðfjárbænda. Í þeim er
meðal annars gert ráð fyrir
að stuðningsgreiðslur vegna
gæðastýringar og býlisstuðnings
verði frystar á hverri jörð frá
og með árslokum 2018 til ársins
2023.
Unnsteinn Snorri Snorrason,
framkvæmdastjóri LS, segir að
tillagan gangi fyrst og fremst út á
að frysta greiðslur í samningnum
með ákveðnum undantekningum
og með það að markmiði að minnka
framleiðsluhvata.
Tillagan verði höfð að leiðarljósi
við endurskoðun sauðfjársamnings.
Brostinn rekstrargrundvöllur
Í ályktun fundarins vegna
tillögunnar segir að þetta sé
gert vegna hruns í afurðaverði
og þar af leiðandi brostins
rekstrargrundvallar sauðfjárbúa.
Er gert ráð fyrir að greiðslurnar
verði frystar eins og þær líta út
í ársáætlun 2018, en samt með
viðmið í framleiðslu betra ársins
í afkomu af árunum 2016 og
2017. „Greiðslur verði skilyrtar
við búsetu og atvinnurekstur á
viðkomandi jörð. Greiðslumark
verði áfram framseljanlegt og geta
greiðslur þess vegna flust búa á
milli í samræmi við viðskipti bænda
þar um.
Framlög samkvæmt samningnum
árin 2019, 2020, 2021 og 2022
verði þau sömu og árið 2018 að
teknu tilliti til verðlagsbreytinga
og vatnshalla samnings,“ segir í
ályktuninni.
Gert er ráð fyrir að ásetnings-
hlutfall fari ekki undir 0,5 en
einstökum bændum verði heimilt
að draga meira úr eða hætta
sauðfjárframleiðslu og halda öllum
eða hluta af sínum greiðslum gegn
tilteknum skilyrðum.
Til dæmis gæti það verið af
aldurstengdum ástæðum eða vegna
fjárfestinga eða uppbygginga á
jörðunum.
Þráðurinn tekinn upp aftur
frá 2023
Frá árinu 2023 er, samkvæmt
tillögunni, gert ráð fyrir að
greiðslufyrirkomulagið taki upp
þráðinn aftur í samningnum eins og
því er lýst fyrir árið 2019 og haldi
þannig áfram. /smh
Fjárhæðir í
milljónum króna
2018 2019 2020 2021 2022
Beingreiðslur 2.267 2.256 2.142 2.132 2.114
Gæðastýring 1.679 1.672 1.603 1.597 1.582
Gripagreiðslur 0 0 0 0 0
Býlisstuðningur 194 193 185 185 183
Ullarnýting 437 436 430 428 424
Fjárfestingastuðningur 48 48 95 95 94
Svæðisbundinn
stuðningur
145 145 143 143 141
Aukið virði afurða 145 145 95 95 94
Alls 4.915 4.895 4.693 4.675 4.632
Fjárhæðir
í milljónum króna
2018 2019 2020 2021 2022
Beingreiðslur 2.267 2.205 1.944 1.635 1.319
Gæðastýring 1.679 1.674 1.652 1.816 1.970
Gripagreiðslur 0 0 95 225 355
Býlisstuðningur 194 242 239 238 235
Ullarnýting 437 436 430 428 424
Fjárfestingastuðningur 48 48 95 95 94
Svæðisbundinn
stuðningur
145 145 143 143 141
Aukið virði afurða 145 145 95 95 94
Alls 4.915 4.895 4.693 4.675 4.632