Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Plastúrgangurinn var einn og sér að skila yfir 2,2 milljörðum dollara, eða hærri upphæð en Bandaríkjamenn voru að fá fyrir allan útflutning sinn til Kína á hveiti, hrísgrjónum, korni, kjöti, mjólkurvörum og grænmeti. „Endurvinnsluöngþveiti“ Olli þessi ákvörðun Kínverja strax í desember um 10% verðlækkun á úrgangi til endurvinnslu á heimsmarkaði. Á vefsíðu Environment mátti t.d. sjá í forsíðufyrirsögn „endurvinnsluöngþveiti“ þann 9. desember, eða: Recycling Chaos In U.S. As China Bans 'Foreign Waste'. Vitnað var í Satish og Arlene Palshikar hjá endurvinnslufyrirtækinu Rogue Waste System í suðurhluta Oregon sem annast höfðu flutninga á úrgangsplasti til Kína. Þeir sögðust ekki lengur sjá neina aðra leið eftir lokun Kínverja en að urða allt plastið sem hrannaðist upp. Sem dæmi um umfangið var fyrirtækið Waste Management Inc. t.d. að flytja til Kína yfir 1.000 gáma í hverjum einasta mánuði af úrgangsefnum til endurvinnslu. Allur þessi úrgangur hverfur ekkert, en er nú væntanlega að hlaðast upp. Hjá flestum Evrópuþjóðum sem á annað borð hafa verið að endurvinna plast, er um frekar sérhæfðan vélbúnað að ræða. Víðast er því ekki tækni til staðar til að nýta annað en „hentugasta plastið“ þ.e. plastflöskurnar. Annar endurvinnsluúrgangur verður þá væntanlega að fara eitthvað annað. Kínverjar stórauka innkaup á hráefni fyrir plastiðnaðinn Í stað þess að endurvinna plast úr ruslinu, tóku Kínverjar ákvörðun um að kaupa fremur hreint hráefni til plastframleiðslu sem voru um leið gleðitíðindi fyrir fyrirtæki eins og DowDuPoint Inc. Hafa Kínverjar verið að auka mjög innflutning á plasthráefni til iðnaðarframleiðslu á liðnum árum. Hefur innflutningurinn farið úr um 4–500 þúsund tonnum árið 2010 í um 850 þúsund tonn í fyrra. Mark Lashier, forstjóri hjá Chevron Phillips Chemical Co., sem er afleiða af olíufélaginu Chevron, fagnaði þessum tíðindum mjög. Enda var fyrirtækið að opna tvær polyethylen-verksmiðjur í Old Ocean í Texas. Mikil framleiðsla á plasti í Bandaríkjunum byggir á miklu aðgengi að ódýru gasi. Hefur það verið á innan við helmingi þess verðs sem menn hafa þurft að greiða fyrir orkueiningar í olíu. Bjuggust Bandaríkjamenn því við að geta fjórfaldað plastútflutning sinn til 2020. Er það í samræmi við áhuga Donalds Trump forseta um að jafna viðskiptahalla landsins. Hvort tolladeilur Bandaríkjamanna og Kínverja muni hafa áhrif á þau áform á eftir að koma í ljós. Um 5 milljónir tonna af plasti frá Bandaríkjunum til Asíu Gert er ráð fyrir að útflutningur Bandaríkjamanna á polyethylen- plasti til Asíu muni nema um 5 milljónum tonna árið 2020. Hafa stóru efnarisarnir verið að stórauka hráplastframleiðslu sína á liðnum misserum og árum og eru enn að stækka. DowDuPoint Chemical eitt og sér mun þar t.d. vera með 3,6 milljón tonna framleiðslu á ári. Frauðplastumbúðir til mikilla vandræða Samkvæmt frétt BBC um nýliðin mánaðamót, þá valda frauðplast- umbúðirnar undan matvælum sem víða eru notaðar hvað mestum vandræðum. Sjálfvirkar vélar í hreinsunarstöðvum geta mjög illa greint á milli hvort slíkar umbúðir eru úr plasti eða pappa. Þá hefur þetta frauðplast líka þann eiginleika að kurlast mjög auðveldlega niður í öreiningar eða örplast sem getur orðið mikill skaðvaldur í náttúrunni. Þá valda ýmsar aðrar plastumbúðir vanda við endurvinnslu. Þannig hafa sum framleiðslufyrirtæki notað frauðplastumbúðir í staðinn fyrir pappa undir t.d. jógúrt. Það veldur sama vanda og frauðplastbakkarnir og endurvinnslustöðvarnar vilja því ekki fá slíkt til sín. Aftur á móti eru umbúðir úr „polyethylene terephthalate”, eins og hér á landi þekkist utan um jógúrt, auðvinnanlegar, enda úr sama efni og plastflöskurnar. Ef fólk ætlar að flokka umbúðir utan um smjör eða blöndu smjörs og jurtaolíu, þá getur málið vandast enn frekar. Þær umbúðir eru oft og tíðum bæði úr plasti og pappa. Því verður að rífa þær niður í einingar svo hægt sé að flokka þær til endurvinnslu. Plastfilmur og plastpokar geta svo líka verið mjög erfið til flokkunar í endurvinnslustöðvum og um leið kostnaðarsöm aðgerð. Allt þetta vafasama endurvinnslurusl var m.a. sent til Kína, en er ekki lengur hægt. Þótt Kína sé stórt og mikið veldi, þá tekur það ekki endalaust við ruslinu frekar en hafið. Bretar, sem eru yfir 60 milljónir talsins, drekka firnin öll af gosi, vatni, ávaxtasafa, orkudrykkjum og ýmsu öðru úr plastflöskum. Samt hafa þeir enn ekki tekið upp skilagjald á slíkar umbúðir og er allur gangur á hvar þær lenda. Þetta kann þó að vera að breytast samkvæmt frétt BBC á dögunum. Samkvæmt fréttinni er þetta þó enn ekki komið lengra en á áformastig, samkvæmt tilkynningu sem ríkisstjórn Englands sendi frá sér í kjölfar mikillar umræðu um plastmengun í höfum og annars staðar í villtri náttúru. Breski umhverfisráðherrann Michael Gove sagði í samtali við BBC að það væri ekki nokkur vafi á að plastið væri að valda mikilli eyðileggingu á lífkerfi sjávar. „Við höfum þegar bannað notkun á skaðlegum örkúlum og reynt að draga úr plastpokanotkun. Nú viljum við takast á við plastflöskurnar og hjálpa til við að hreinsa upp höfin.“ Það er dálítið undarlegt að Bretar skuli ekki hafa tekið upp endurvinnslugjald á drykkjarumbúðir úr plasti í ljósi þess að Bretar voru með slíkt kerfi í gangi þegar glerflöskurnar voru allsráðandi, m.a. varðandi mjólk. Íslendingar með góða reynslu af endurvinnslugjaldi Sannarlega er tími til kominn að Bretar vakni því þeir eru ansi aftarlega á merinni í þessum efnum. Þarf þá ekki annað en að miða við Íslendinga sem örugglega eru samt ekki þjóða bestir. Reglugerð um þetta var sett hér á landi samkvæmt 4. gr. laga nr. 52 frá 1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Svíar tóku slíkt kerfi upp 1984 og hafa lengi verið fyrirmynd Íslendinga í þessum efnum. Þar er nú fullyrt að um 90% af sorpi frá heimilum landsins sé endurunnið. Það er að segja að töluvert af því fer til brennslu í orkustöðvum og annað en unnið áfram til endurnýtingar. Endurheimtur á plastpokum í miklum ólestri Það er þó fleira plast en plastflöskur og þar eru t.d. blessaðir plastburðarpokarnir. Hér á landi þarf fólk að borga fyrir notkun þeirra í verslun og rennur ágóðinn af pokasölunni hjá mörgum verslunum í Pokasjóð sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar. Hann úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál. Pokasjóðurinn er svo sem ágætur til síns brúks, en hann tryggir samt ekki það sem mest er um vert, nefnilega endurheimt á plastpokunum til endurvinnslu. Flest ef ekki öll heimili hafa nýtt sér burðarpokana undir heimilisúrgang. Mest er eðlilega af þeim á höfuðborgarsvæðinu og þar fara milljónir slíkra poka árlega í urðun á sorpi í Álfsnesi. Fleiri þjóðir hafa farið svipaðar leiðir og Íslendingar varðandi plastpokana, sem áður voru gjarnan afhentir ókeypis í verslunum. Stóra- Bretland er þar engin undantekning þó stutt sé síðan. Þar var Wales fyrst þjóða innan samveldisins til að taka upp gjald á plastpoka í verslunum árið 2011 til að reyna að draga úr notkun þeirra. Norður- Írland fylgdi í kjölfarið 2013 og Skotland í október 2014. Englendingar gerðu svo slíkt hið sama árið 2015. Enn er fjöldi umbúða utan skilagjaldskerfis Gjaldskylda skilagjalds á Íslandi nær til allra drykkjarvara í einnota umbúðum, sem fluttar eru til landsins eða framleiddar og átappaðar hérlendis og eru til sölu hér á landi samkvæmt vöruliðum í tollskrá. Gildir þá einu hvort um er að ræða umbúðir úr plasti, gleri eða áli. Stóri gallinn við reglugerðina er þó að enn eru margvíslegar umbúðir undanþegnar eins og plastumbúðir utan af tómatsósu, þvottalegi, mjólkurdrykkjum, ávaxtaþykkni og matarumbúðum. Einnig glerumbúðir undan t.d. matarolíu, ediki sem og glerkrukkur af ýmsum toga Verkefni framtíðarinnar Skilagjald á plastpoka og annað umbúðaplast væri án efa áhrifaríkasta leiðin til að búa til hvata á söfnun á þessu úrgangsefni. Það er þó ekki alveg einfalt, því snúið er að meta skilin og varla fara menn að telja plastpoka eða umbúðir líkt og plastflöskur. Velta mætti fyrir sér hvort hægt sé að beita vigtun eða einhvers konar rúmtaksmælingu við slíkt. Við innheimtu gjaldsins yrði þó væntanlega alltaf stuðst við vigt, en það getur þó líka verið flókið, en alls ekki vonlaust. Þá yrði líklega að vera skylt að gefa upp heildarþyngd vöru og taka fram heildarþyngd umbúða. Síðan væri skilgreint hlutfall af plasti, pappa eða öðru efni í umbúðum. Samfélagsleg og samþjóðleg ábyrgð Íslendinga Það er alveg ljóst í ljósi lokunar Kínverja á kaup á úrgangsplasti og pappír að Vesturlandabúar verða að stórauka endurnýtingu á slíku hráefni. Íslendingar geta siðferðilega ekki lengur þvegið hendur sínar af ábyrgðinni með því að skutla draslinu í gám og senda til endurvinnslu bara eitthvað út í heim, með tilheyrandi kolefnisspori vegna flutninganna. Hér verður að finna leiðir til að stuðla að aukinni endurvinnslu á plasti sem okkar neysluþjóðfélag skilur eftir sig. Við getum ekki lengur leyft okkur að velta þeirri ábyrgð yfir á aðrar þjóðir. Skilagjald á allar plastumbúðir gæti mögulega verið lykillinn að því að styrkja stoðir endurvinnslu í landinu. – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Úrgangsplast hleðst upp um allan heim í stórum stíl. Það þarf að endurvinna með einhverjum hætti svo það endi ekki feril sinn úti í náttúrunni. Pakkningar úr frauðplasti er eitur í beinum endurvinnslumanna þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.