Bændablaðið - 12.04.2018, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
„Stærsti sigur félagsins er
eflaust sá að hafa náð þessum
aldri,“ segir Þorgrímur Einar
Guðbjartsson á Erpsstöðum,
formaður samtakanna Beint
frá býli. Þau fagna 10 ára
afmæli sínu um þessar mundir,
voru stofnuð á Möðruvöllum á
Fjöllum 29. febrúar 2008.
Hann segir afmælisbarnið bera
sig vel á þessum tímamótum, margt
hafi áunnist á þeim áratug sem
liðinn er frá stofnun samtakanna,
en vissulega séu einnig fram
undan áskoranir að takast á við.
Félagsmenn í Beint frá býli eru að
jafnaði á bilinu 80 til 100 talsins,
rokkar aðeins á milli ára. „Það er
alltaf pláss fyrir fleiri félagsmenn,
því fleiri sem við erum því meiri
virkni og kraftur er í félaginu.“
Undirbúningur að stofnun
samtakanna hafði staðið yfir
um tveggja ára skeið áður en
blásið var til stofnfundar, m.a. á
vegum landbúnaðarráðuneytis og
Bændasamtaka Íslands, þar sem
farið var yfir á hvern hátt best færi
á því að koma á fót heimavinnslum
til matvælaframleiðslu. Markmiðið
hefur frá upphafi verið að aðstoða
félagsmenn við að koma upp
heimavinnslu sem og að vinna að
hagsmunum þeirra bænda sem stunda
eða hyggjast stunda hvers konar
framleiðslu og sölu á heimaunnum
afurðum. „Okkar leiðarljós er að
tryggja neytendum gæðavörur
þar sem öryggi og rekjanleiki er í
fyrirrúmi,“ segir
Þorgrímur og
bætir við að félagið
hvetji einnig til
varðveislu hefð-
bundinna fram-
le iðs lu aðferða
og kynningar á
stað bundnum hrá-
efnum og hefðum
í matargerð.
„Fyrstu árin
fóru að mestu í
gagnaöflun, að
rýna í reglur og lög
og finna út hvað
þyrfti að vera til
staðar svo hefjast
mætti handa við
matvælavinnslu
heima á bæjum.
Við höfðum framan
af starfsmann, Árna Snæbjörnsson,
og síðar Guðbjörgu Andrésdóttur,
en frá árinu 2012 hefur fjármagn
til að halda úti starfsmanni ekki
verið til staðar. Vinnan hefur því að
mestu lent á formanni samtakanna
á hverjum tíma,“ segir Þorgrímur.
Traust ríki milli eftirlits og
framleiðenda
Hann segir að um árin hafi margs
konar álitamál verið uppi og
miklum tíma,
f j á r m u n u m
og orku varið
til að finna út úr þeim. Þannig
hafi of mikill tími og fé farið í
samskipti milli samtakanna og
Matvælastofnunar, Mast, sem
að hans sögn hafi verið félaginu
Þrándur í götu; Fremur reynt að
hindra þá í sinni uppbyggingu
í stað þess að finna lausnir sem
henta smáframleiðendum. „Ég
vona að nú höfum við komist yfir
þann þröskuld. Það er mikilvægt að
trúnaður ríki á milli eftirlitsins og
framleiðenda. Markmið okkar sem
erum að framleiða matvæli heima
er ekki að skorast undan ábyrgð,
við viljum þvert á móti bera ábyrgð
í eðlilegu umhverfi og miðað við
umsvif hvers og eins framleiðenda,“
segir hann.
Kostnaðarsamt þannig að
áhuginn þarf að vera fyrir hendi
Ný atvinnugrein varð til þegar
samtökin voru stofnuð, félagið
hefur hvatt fólk til að hefja vinnslu
matvæla heima til endursölu út
á markað. „Þessi leið er löng,
grýtt og þyrnum stráð. Það er
kostnaðarsamt að hefja slíka
vinnslu og enginn ætti að fara
út í þetta nema hafa þeim mun
meiri ánægju og áhuga og ég hvet
fólk iðulega til að skoða hug sinn
vel áður en lagt er út í milljóna
fjárfestingar. Ánægjan, áhuginn og
tíminn þurfa að vera fyrir hendi ef
vel á til að takast. Þetta er mikil
vinna og engin mistök eru leyfð,
kunnátta þarf að vera til staðar og
menn að vera kröfuharðir í eigin
garð. Oftast sjá menn um alla þætti,
ákveða hvað er framleitt, útvega
hráefnin, vinna vöruna, finna
hentugar umbúðir, prenta límmiða
og ganga frá vörunni til kaupenda
og jafnvel að afhenda hana heima
á tröppur. Fólk verður að hafa
gaman af þessu öllu, við sjálf sem
framleiðum vöruna erum í augum
kaupenda hluti af henni, erum
ímynd vörunnar,“ segir Þorgrímur.
Margt hefur á áratug áunnist
og verið fært til betri vegar þegar
kemur að heimaframleiðslu,
en ávallt er það svo að nýjar
áskoranir blasa við. Um þessar
mundir er unnið að könnun meðal
félagsmanna sem nýtt verður í
stefnumótunarvinnu sem hefur
það markmið að auka og auðga
matarflóru landsins. Þá segir
Þorgrímur að Beint frá býli hafi
sótt um aðild að Bændasamtökum
Íslands og væntir þess að hún muni
auka inngjöf í starf félagsins.
Margar glufur sem þarf að
leiðrétta
„Við vonumst líka til að þær
reglugerðir sem okkur ber að starfa
eftir verði lagfærðar þannig að
þær virki. Sem dæmi nefni ég að
samkvæmt kröfum sem til okkar eru
gerðar eigum við að skila inn sýnum
af okkar vörum til rannsóknar hjá
viðurkenndri rannsóknarstofu. Það
er eðlilegt. En við þurfum að skila
inn fimm sýnum af hverri vöru í
hvert sinn. Framleiðandi sem býr
til sultu tekur þá fyrstu krukkuna,
síðan þrjár innan úr framleiðslunni
og lokst þá síðustu. Þessi
framleiðandi er ef til vill einungis
að gera 50 krukkur af sultu og þarf
að senda 10% af framleiðslunni til
rannsóknar. Það kostar töluverða
fjármuni. Reglurnar eru þannig ekki
hagstæðar fyrir smáframleiðendur,
þó svo að þær séu ætlaðar þeim. Það
eru margar glufur í þeim sem þarf
að leiðrétta og gera raunhæfari fyrir
þá sem ekki eru í umfangsmikilli
framleiðslu,“ segir Þorgrímur.
Nefnir hann m.a. reglugerð um
lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin
matvæli frá haustinu 2016, en í henni
eru stærðarmörk svo lág að engan
veginn svari kostnaði við að koma
á fót heimavinnslu. „Ráðuneytið
er duglegt að setja reglugerðir
og liggur þar alls ekki á liði sínu.
Markmiðið er að auðvelda okkur
uppsetningu á heimavinnslum, en
því miður skila þessar reglugerðir
ekki alltaf þeim árangri sem að var
stefnt.“
Hvað er smáframleiðandi?
Sátt þurfi að nást um þá skilgreiningu
sem liggur að baki því hvað sé
smáframleiðandi. Þykir Þorgrími
langur vegur frá að hlustað hafi verið
á rök samtakanna í þeim efnum,
einkum þegar kemur að magntölum
sem í gildi eru og standist engan
veginn. Kostnaður við að setja upp
litlar matvælavinnslur sé mikill
og því brýnt að það magn sem í
gegnum þær megi fari endurspeglist
bæði í þeim kostnaði og eins kröfum
sem til þeirra séu til starfseminnar
gerðar.
Nýlegur samstarfssamningur
við Matís um verð og afslætti af
rannsóknum er félaginu mikilvægur
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
Samtökin Beint frá býli fagna 10 ára afmæli:
Margt hefur áunnist á áratug
– Fjölmargar áskoranir að takast á við til framtíðar, segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum, formaður samtakanna
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, kynnir afurðir rjómabúsins á hátíð sem haldin var í Reykjavík
2011 undir heitinu „Full borg matar“. Mynd / HKr.
Þorgrími Einari og hans fólki á Erpsstöðum er ýmislegt til lista
lagt þegar kemur að því að vekja athygli á búinu. Mynd /HKr.
Rjómabúið á Erpsstöðum vakti mikla athygli þegar það
bauð landsmönnum upp á skyrkonfekt sem hannað var
Mynd / HKr.
Ostar og óhrært og sjálfsíað
„Sveitaskyr“ og rjómi frá Rjóma-
búinu Erpsstöðum.
Myndir / HKr.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid, smakka afurðir bænda
Mynd / MÞÞ