Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
og þetta nær alla leið upp á Alþingi.
Þetta þras um skógrækt, landgræðslu
og kolefnisjöfnun. Mikið af því sem
kemur upp á yfirborð umræðunnar
og inn á Alþingi er tómt rugl og
þras. Það byggir ekki á raunverulegri
þekkingu eða praktískri nálgun. Þetta
virðist allt snúast um fjárveitingar
og boðvald,“ segir Hafsteinn og er
mikið niðri fyrir.
Manneskjan er skógarvera
„Íslendingar eru svona berangursþjóð.
Þeir eru alltaf að berjast skáhallt
upp í vindinn, slagviðrið. Ef þeir
komast í var við klett, þá er líðanin
eins og þeim sé borgið, í stað þess
að ganga um landið í skjólmiklum
skógi,“ segir Hafsteinn og ekki
laust við að yfirfærð merking liggi
einnig á bakvið þessi bókstaflegu
orð hans. En hvernig myndi hann
vilja sjá landnýtinguna hér með
tilliti til landgræðslu, skógræktar
og ræktarlanda? „Það er eins og
ráðamenn þjóðarinnar geri sér ekki
grein fyrir því að landsmönnum
fjölgar mjög hratt. Um næstu aldamót
er líklegt að hér muni búa milljón
manna þjóð. Á hverju á þessi milljón
manna þjóð að lifa – á hverju á
þjóðlífið að þrífast? Það gerist ekki
með góðu móti nema með því að
planta skógi. Fólk verður að geta átt
skjól í skógi.
Manneskjan er skógarvera í þeim
skilningi að maðurinn þróast úr því
umhverfi að hafa skjól af skógi;
á sléttunum með skóginn innan
seilingar. Manninum líður vel í grænu
umhverfi og helstu auðlindir okkar
felast í náttúrunni sjálfri. Skógræktin
gæti, þegar fram líða stundir, orðið
mikilvæg auðlind fyrir okkur í
framtíðinni – og atvinnuvegur. Við
höfum tegundir, eins og sitkagreni,
stafafuru og ösp, sem vaxa hratt og
vel hér og í skjóli þeirra má rækta
verðmætari viðartegundir fyrir
mublusmíði til dæmis. Við þurfum
ekki nema 50 ár til að koma okkur
upp mjög hagkvæmri skógarauðlind.
Við þurfum að taka þetta land til
skógræktar sem vex hér upp sem
kargamói og -þýfi, engum til gagns.
Því landbúnaður byggist nú minna
á útbeit.“
Kapítalistar kúga lýðinn
Hafsteinn telur að áhugi almennings
á garðrækt sé aðeins að vaxa. „Það
er góð þróun og skiptir sérstaklega
miklu fyrir hugafarið. Það er öllu
fólki hollt að hugsa um gróður. En
sömuleiðis er þjóðinni hollt að geta
ræktað allt sem hægt er að rækta hér
á landi – og það er æskilegt að það
sé stefnt að því. Veðurfarið býður
að vísu ekki upp á mikla fjölbreytni
í útirækt, en við búum við þær
aðstæður að geta tæknilega ræktað
miklu meira inni í gróðurhúsum – og
í raun hvað sem er. Hins vegar búum
við nú við þær markaðsaðstæður að
það virðist vera hagkvæmara að flytja
inn vörur um hálfan hnöttinn en að
rækta þær hér. Það sýnir að það er
eitthvað að í kerfinu. Hálfgildings
þrælahald er víðs vegar í landbúnaði
á svæðum sem íslensk framleiðsla
þarf kannski að keppa við. Þetta er
kerfi – heimsmarkaðurinn – sem
kapítalistar hafa komið á til að kúga
lýðinn. Í staðinn fáum við vörur
sem eru meðhöndlaðar þannig með
efnum, til dæmis vaxi, geislum og
gasi, að líftími þeirra er margfaldur á
við þær vörur sem ekki þarf að flytja
um langan veg. Ég keypti tómata í
verslun sem er mikið með innfluttar
vörur; grænmeti og ávexti. Mér
fannst líftíminn eitthvað grunsamlega
langur og gerði því smá tilraun. Ég
lét þá standa óhreyfða á stofuborðinu
í sex vikur áður en fór að sjá á þeim.
Ég fóðra fugla hér fyrir utan hjá mér.
Svartþrösturinn minn sem er hér,
hann lítur ekki við ávöxtum sem ekki
eru lífrænir. Ég held að það segi sína
sögu. Því miður er neytendum bara
dálítið sama, svo fremi sem þeir fá sitt
prins póló og kók – og hamborgara.
Það er lítil meðvitund um þessi
mál og fólk nennir hreinlega ekki
að standa í einhverju svona veseni
varðandi umhverfismál, framkomu
við náttúruna eða virðingu gagnvart
aðbúnaði verkafólks í öðrum
löndum.
Við getum lært ýmislegt af Svíum;
fólkinu sem ég lærði mína garðyrkju
hjá. Þar er fyrirhyggjan í fyrirrúmi og
umhyggja fyrir náunganum. Við sem
þjóð verðum að rækta okkar garð og
ætti þá að farnast vel í framtíðinni.
Ég hef ekki áhyggjur af okkur ef við
getum stillt saman strengi; plægt
akurinn og sáð í hann, plantað trjám
og stöðvað uppfok. Þá erum við í
fínum málum.“
/smh
„Oftast fæ ég fyrirspurnir um ástand pottaplantna þegar þær eru nær dauðar; annaðhvort með ofvökvun eða með of mikilli áburðargjöf,“ segir Hafsteinn.
Manninum líður vel í grænu umhverfi og
helstu auðlindir okkar felast í náttúrunni sjálfri.
Skógræktin gæti, þegar fram líða stundir, orðið
mikilvæg auðlind fyrir okkur í framtíðinni
– og atvinnuvegur.
CHAR-BROIL
GÆÐAGRILL
CHAR-BROIL
TITAN GASGRILL
Grillflötur 670x485 mm
3 brennarar
189.000 KR.
CHAR-BROIL
GASGRILL
Grillflötur 470x470 mm
2 brennarar
69.900 KR.
CHAR-BROIL
GASGRILL
Grillflötur 670x470 mm
3 brennarar
109.900 KR.
CHAR-BROIL
BIG EASY
Steikarofn, reykofn
og grill
54.900 KR.
Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem
kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu.
Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 8–17. Fæst í Rekstrarlandi og útibúum Olís um land allt.
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is
GÓÐUR MATUR OG GLEÐI VIÐ GRILLIÐ
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA