Bændablaðið - 12.04.2018, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Ekkert lát virðist vera á
uppgangi í ferðaþjónustunni
og fara ábúendurnir á
Brunnhóli, við rætur
Vatnajökuls, ekki varhluta
af því blómaskeiði sem verið
hefur undanfarin ár. Hjónin
Sigurlaug Gissurardóttir og
Jón Kristinn Jónsson keyptu
jarðirnar Árbæ og Brunnhól
í Austur-Skaftafellssýslu árið
1980, en þá var þar stundaður
blómlegur kúabúskapur og
hefur svo verið allar götur
síðan, nú í eigu sonar þeirra,
Sæmundar Jóns.
Fljótlega sáu þau þó tækifæri
í ferðaþjónustunni og í ónotuðu
íbúðarhúsi buðu þau upp á
þjónustu fyrir ferðamenn frá
árinu 1986. Eftirspurnin á þeim
tíma var ekkert í líkingu við það
sem er í dag, en dafnaði þó jafnt
og þétt. Framkvæmt var í takt við
eftirspurn.
Á þeim tæplega 40 árum sem
þau hafa búið á Hornafirði, þar af
boðið upp á gistingu í 33 ár, hefur
mikið vatn runnið til sjávar. Þrátt
fyrir gott orðspor af gistingunni
þá er það þó heimagerði
jöklaísinn sem framleiddur er úr
mjólk af kúabúinu sem er í dag
ímynd staðarins. Mikill fjöldi
ferðamanna kemur dag hvern til
að fá sér ís og framkvæmdir eru
á fullu við fjölgun á gistirýmum
staðarins.
„Dagarnir fljúga hér áfram
og ég rembist eins og rjúpan
við staurinn að láta enda ná
saman. Við erum að bæta við
12 herbergjum við vesturendann
sem verða öll með útsýni að
jöklum. Húsið verður byggt
úr límtréseiningum sem IDEX
flytur inn frá Austurríki og það
verður farið að reisa þær strax
eftir páska, við erum bjartsýn á
að geta tekið herbergin í notkun
í kringum 20. júní ef allt gengur
upp,“ segir Sigurlaug, sem hafði
átt annasaman dag rétt fyrir páska
þegar blaðamaður Bændablaðsins
náði af henni tali enda vegurinn
um Skeiðarársand lokaður
sem þýddi alls kyns erindi og
reddingar vegna ferðamanna á
Brunnhóli þann daginn.
Liður í kynslóðaskiptum
Á Brunnhóli er unnið eftir
Agenda21-hugmyndafræðinni
þar sem lögð er áhersla á
hágæðaþjónustu og virðingu
fyrir umhverfinu. Ábúendurnir
leggja einnig ríka áherslu á að
skila landinu af sér óspilltu til
komandi kynslóða.
„Þessar framkvæmdir eru liður
í kynslóðaskiptum því við Jón
erum hægt og hljótt að draga
okkur í hlé, minnka við okkur
vinnuna niður í fullan vinnudag
til að byrja með.
Á sama tíma erum við að
bæta starfsmannaaðstöðuna
hjá okkur, við erum með 5
starfsmenn yfir veturinn og þeir
fara upp í 12–14 á sumrin. Eftir
framkvæmdirnar getum við boðið
upp á 32 herbergi. Við höfum
verið lengi í þessu og erum með
fastar ferðaskrifstofur sem beina
meginþorra af gestunum til okkar
en við verðum einnig að vera á
www.booking.com,“ útskýrir
Sigurlaug og segir að mikil
breyting hafi orðið á kauphegðun
ferðamanna á allra síðustu árum.
Aðspurð um veitingasöluna
hjá sér segir hún: „Við höfum
ekki auglýst veitingasöluna beint
og erum þar fyrst og fremst að
þjóna okkar gestum, en sífellt
fleiri detta þó inn fyrirvaralaust.“
Það tengist ekki síst íssölunni
sem hefur vaxið jafnt og þétt
og þau hafa kosið að líta á sem
afþreyingu en ekki veitingasölu.
„Um íssöluna má segja eins og
allt annað að orðsporið er besta
auglýsingin enda hefur allt frá
upphafi ekki verið lagt í mikinn
kostnað við auglýsingar, en við
alla tíð verið virkir þátttakendur
í sölu- og kynningarkerfi
Ferðaþjónustu bænda, nú Hey
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9,
110 Reykjavík
Sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is
www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina
Rúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann 85
ÁRA
Hjónin Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson á Brunnhóli í Austur-Skaftafellssýslu hafa boðið upp á
þjónustu fyrir ferðamenn í rúmlega 30 ár og standa nú í framkvæmdum til að stækka gistirými staðarins.
og önnur starfsmannaaðstaða.
sjá má á þessari mynd.
Ábúendur á Brunnhóli við Hornafjörð standa í stórræðum:
Ferðaþjónustubændur blómstra
við rætur Vatnajökuls