Bændablaðið - 12.04.2018, Page 35

Bændablaðið - 12.04.2018, Page 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Til 20. apríl Leitið upplýsinga hjá sölumönnum FORSALA Á ASPLA PLASTI HAFIN Framúrskarandi 5 LAGA rúlluplast RÁÐSKONA ÓSKAST Í SVEIT Óskað er eftir því að fá að taka viðtöl við konur sem störfuðu sem ráðskonur á sveitabæjum frá 1950–2000. Tilgangur viðtalanna er að afla gagna fyrir doktorsrannsókn undirritaðrar í sagnfræði, en markmið rannsóknarinnar er að varpa á ljósi á störf íslenskra ráðskvenna á þessu tímabili. Dalrún J. Eygerðardóttir Netfang: dalrunsaga@gmail.com Sími: 664-7083 Iceland sem og í landshlutabundnu markaðssamstarfi. Og síðast en ekki síst heima í héraði, í ríki Vatnajökuls. Við höfum aldrei átt okkar eigin bækling, en látið gera nafnspjöld og póstkort sem gestir geta tekið með sér til minningar um dvölina,“ segir Sigurlaug en ísborðið er opið alla daga frá 10–22 og drjúgt er að gera í því og fáir dagar sem enginn kemur. „Við höfum þó valið að hafa lokað í allt að þrjá mánuði yfir veturinn, í nóvember, desember og janúar. Við höfum ekki farið út í að leyfa gestum að koma ótakmarkað inn í fjósið enda spyr maður sig hvort slíkt sé æskilegt út frá heilbrigðissjónarmiðum. Allur er varinn góður í þeim efnum. Þess í stað hafa eftirlitsmyndavélar sem eru í fjósinu verið tengdar inn á sjónvarpskerfið og þar geta gestir fylgst með því sem er að gerast í fjósinu, allan sólarhringinn.“ Án ferðaþjónustu – engin byggð Þegar Sigurlaug var spurð um hver væri hennar sýn á þolmörkum ferðaþjónustunnar, sagði hún að áralangt starf hennar í félagsmálum ferðaþjónustunnar hefði meðal annars kennt henni að aðstæður eru mjög misjafnar milli landshluta og jafnvel innan héraða. „Stóra verkefnið framundan er að vinna markvisst að því að gera það eftirsóknarverðara og auðveldara að sækja heim þau svæði sem þola meira álag. Veigamikill þáttur hér eru bættar samgöngur, hvort heldur er með betri vegum eða með flugi, annaðhvort beint til landsvæðanna eða það sem ég hef raunar alltaf sagt, að tengiflug frá Keflavík til annarra flugvalla vítt og breitt um landið væri skynsamlegur kostur. Satt að segja hef ég fengið bágt fyrir þá eindregnu skoðun mína að innanlandsflugið ætti að vera í Keflavík eða nágrenni, það muni auka hlut ferðaþjónustunnar úti um allt land,“ útskýrir Sigurlaug og segir jafnframt: „Og gleymum ekki samspili búsetu um allt land og ferðaþjónustu. Án byggðar, engin ferðaþjónusta, og um leið langar mig að segja, án ferðaþjónustu, engin byggð. Hæfileg blanda af hefðbundinni atvinnustarfsemi og ferðaþjónustu er það sem gestir okkar vilja. Annar stór þáttur er auðvitað staða krónunnar en það er augljóst að hún gerir það að verkum að samkeppnisstaða Íslands er veikari og í stað þess að koma ekki til landsins, dvelja gestir skemur og álag á þá staði sem næst eru innkomuleiðum verða fyrir auknu álagi. Þetta þarf einfaldlega að laga.“ /ehg Framkvæmdir á Brunnhóli, unnið við þakfrágang á starfsmannahúsi. Jón Kristinn Jónsson á Brunnhóli og Salómon, bróðir hans, hjálpast að við vinnuna. „Jarðvegsframkvæmdir í bullandi rigningu en það varð að nýta hverja stund sem gafst í það þar sem frostið í vetur var bara alls ekki okkur vinveitt. Og þá þurfti bæði útsjónarsemi og úrræðagóða vélamenn til að sæta færis,“ segir Sigurlaug. sem endurnýtir allan hita úr nýju herbergjunum og vonandi til framtíðar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.