Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 41

Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 í fyrsta sinn í ár. Ria, sem gaf mjög stór en fremur óregluleg, ljót ber og sein. Kaunotar fremur smá ber og sein. Lumotar, miðlungs ber en sein og Jonsok stór ber og sein. Kynbætur á jarðarberjum Kynbætur á jarðarberjum hafa verið stundaðar í Kristnesi í nokkur ár og um 250 fræplöntur úr stýrðri frjóvgun verið gróðursettar. Markmiðið er að fá jarðarberjaplöntur sem skila öruggri uppskeru í útiræktun á Íslandi. Það þýðir að plönturnar þurfa að vera sérlega snemma á ferðinni. Sá eiginleiki er sóttur í Glimu en þaðan er hann kominn úr Valentine sem er amerískt yrki Valentine og annað foreldri Zephir. Einnig hafa nokkrar aðrar sortir verið notaðar ásamt heimaplöntum. Annað markmið er að berin séu falleg og bragðgóð og í viðunandi stærð og að uppskerumagn sé viðunandi. Ekki er lögð sérstök áhersla á að berin séu af staðlaðri stærð. Af Kristnesyrkjum hefur nokkrum verið fjölgað til frekari reynslu. Af þeim er yrkið Dimma sérlega lofandi. Berin eru mjög snemma á ferð. Þau eru dökkrauð við fullan þroska og sérlega bragðgóð. Plantan er smá og óvíst er um uppskerumagn. Þá kom klónn með númerinu K-195 sérlega vel út í sumar og verður skoðaður betur ásamt fleirum. Komi Dimma áfram vel út og á komandi sumri kemur til greina að sleppa henni lausri í garða landsmanna vorið 2019. Heildaruppskera útiræktaðra jarðarberja var tæp 300 kíló í ár og hefur aldrei verið meiri. Sólber snemma á ferðinni Sólber voru snemma á ferðinni í ár eins og annað. Eins og venjulega voru yrkin Melalathii og Jankisjarvii fyrst. Af nýjum yrkjum sem hingað komu frá Þorsteini Tómassyni árið 2014, voru yrkin Ben nevis og Ben tron sérlega fallegir runnar með álitleg ber með uppskerutíma um meðallag. Fuglar og fleira Það er lýðum ljóst að fuglar eru sólgnir í ber og sérstaklega skógarþrestir. Lengi vel breiddum við akryldúk yfir öll jarðarberjabeð til að verjast þröstum. Í seinni tíð fer mest af jarðarberjaræktinni fram án yfirbreiðslu. Slíkt verður að ráðast af reynslu og aðstæðum. Séu menn með smá beð þá er eina vitið að breiða net eða dúk yfir þegar fyrstu berin fara að þroskast. Hunangsviður, Amelancier alnifolia, er sérstaklega vinsæll hjá þröstum og þeir náðu öllum berjunum af þeim í ár. Þá eyðilögðu þrestirnir mikið af kirsuberjum og þeir smökkuðu einnig á smáum eplavísum. Sólber og rifs eru mjög vinsæl meðal fuglanna. Lausnin er net en réttur tíminn til að setja netin yfir er nokkru áður en fyrstu berin þroskast. Mjög fíngerð nylon- berjanet með stórum möskvum veiða þresti í stórum stíl. Mun betra net fæst frá framleiðandanum „Weibulls“ sem selur smámöskva net sem fuglar flækjast síður í. Eins hafa fíngerð svört fiskinet, hugsanlega loðnunet, gefist vel en þau eru nokkuð þung og staura getur þurft til að halda þeim uppi. Netum þarf að fylgjast með helst daglega, til að losa fugla eða til að athuga hvort þeir hafi smogið undir. Uppskerutíminn Hvar eru mörkin? Hvað er hægt og hvað er ómögulegt? Er munur á stöðum og landshlutum? Svarið er ekki einfalt því mörkin eru misjöfn milli staða og ára. Dæmi um þetta er eplatréð Rödluvan sem í ár gaf sex kíló af ágætis smá eplum í ár. Það tré hefur nánast engri uppskeru skilað hingað til í þau sautján ár sem á undan fóru. Þýðir það að Rödluvan sé góð sort eða léleg? Aldingarðurinn í Kristnesi er stöðugt að leita að mörkunum. Oft setur sumar okkur ansi þröng mörk og aðeins harðgerustu yrki þroskast. Þetta skulum við hafa í huga því ónýtar nytjaplöntur eru dapurleg ræktun. En hver veit hvar mörkin verða að nokkrum árum liðnum? Munum hið fornkveðna og höfum vaðið fyrir neðan okkur. Hvenær er þetta sumar? Eitt af því sem skiptir máli fyrir garðræktendur í norrænu sumri er að þekkja vitjunartímann. Þeir sem hafa reynslu af kartöfluræktun vita að lítið gerist eftir fyrstu frost sem oft eru um mánaðamót ágúst og september og bændur sleppa ekki kúm á beit fyrr en seinnihluta maí. Fyrstu sumarblóm mega fara út á Suðurlandi 20. maí og á Norðurlandi í byrjun júní, segir gömul regla. En tími sumarsins er miklu lengri. Nú er sumardagurinn fyrsti 19. apríl og fyrsti vetrardagur 27. október. Eftir áralanga reynslu í aldingarði eru þessir gömlu dagar ekki svo vitlausir. Rússaberin eru löngu farin að láta á sér kræla sumardaginn fyrsta og eplin standa enn og aldrei betri en seinni partinn í október. Það er nefnilega þannig að þótt kartöflugrasi sé meinilla við frost þá þola sumar plöntur frost eins og ekkert sé ef það kemur ekki á miðjum vaxtartíma. Þá hef ég heyrt þá ágætu kenningu að tímasetning sumardagsins fyrsta miðist við hvenær tímabært var að sá korni. Ekki er mark að skandinavískum leiðbeiningum Það sem er snemma þar gæti verið of seint hér. Áberandi er að erlendar leiðbeiningar um þroskunartíma eiga ekki við hér. Þannig að planta sem þroskar ber í ágúst í Noregi þroskar ef til vill engin ber hér. Það er líka þannig að það sem er talið bil milli uppskerutíma yrkja, er oft mun lengra hér. Þannig ef það stendur í erlendum leiðbeiningum að vika sé milli yrkja þá getur það verið hálfur mánuður hér og loks er það svo að yrki sem eru á undan þar, geta verið á eftir hér. Til dæmis um þetta tek ég leiðbeiningar frá „Sagaplant“ sem er hálf opinber norsk síða og ber saman við reynsluna hér. „Jarðarber Honeoye er 5 til 7 dögum á undan Korona.“ - Hér er Honeoye langt á eftir Korona og nær sjaldnast að þroska ber að ráði. „Hindberið Asker þroskar ber frá því í lok júlí.“ - Asker byrjaði að þroskast snemma í september hér og yfirleitt nær það engin ber að þroska. „Hindberin Borgund og Veten þroska ber frá því um miðjan júlí.“ - Borgund og Veten byrjuðu að þroskast snemma í september hér og oft ná þau ekki að þroska ber fyrir frost. „Hindber Balder þroskast seinnipart júlí. “ Hér byrjaði Balder um 10. ágúst og því langt á undan Borgund og Asker. Það er margra ára reynsla. Af ofangreindu má sjá að við þurfum að byggja upp okkar eigin þekkingu. Reynsla annarra þjóða gagnast okkur en gildir ekki hér ein og sér. Margt væri hægt að segja enn um allar þær tegundir og sortir sem finnast í Kristnesi en nú er mál að linni. Helgi Þórsson Kristnesi S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Startarar og Alternatorar í flestar gerðir véla og tækja Haraldur Helgason hugar að rifsi undir fuglaneti. Háskólinn á Hólum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is ný pr en t 0 3 /2 0 18 Háskólanám í fiskeldi Markmið diplómanáms í fiskeldi við Háskólann á Hólum er að mennta einstaklinga til þess að sinna fjölbreyttum störfum á sviði fiskeldis og fiskalíffræði. Að loknu námi eiga nemendur að geta tekið að sér sérhæfð störf í fiskeldisstöðvum og sinnt rekstri slíkra stöðva. Námið á jafnframt að vera góður undirbúningur undir frekara nám til BS-prófs. w w w .h ol ar .is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.