Bændablaðið - 12.04.2018, Side 46

Bændablaðið - 12.04.2018, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Ráðgátan hennar Meri Remes er leyst: Bóndinn í stóðréttunum heitir Trausti Kristjánsson Í síðasta Bændablaði var viðtal við Meri Remes, starfsmann finnsku bændasamtakanna og gest Búnaðarþings 2018, en hún flutti ræðu við setninguna á reiprennandi íslensku. Þar biðlaði hún til íslenskra bænda um að hjálpa sér að hafa uppi á manni sem hún hafði séð á mynd og hafði mikil áhrif á það að hún ákvað að koma til landsins sem ung kona. Það gekk eftir og heitir hann Trausti Kristjánsson, bóndi á Syðri-Hofdölum, Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Myndin frá stóðréttunum heillaði Í viðtalinu kom fram að hún hefði dvalist á Íslandi í þrjú skipti; fyrst sem skiptinemi á Eskifirði í eitt ár og síðan í tvö sumur í Keldudal í Skagafirði sem vinnukona hjá Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni. Ein af ástæðum þess að hún fékk áhuga á Íslandi voru sögur móður hennar sem starfaði sem sjúkraþjálfari á Íslandi eitt ár í kringum árið 1975. Hún heillaðist líka af þessari mynd sem áður er getið, sem nú er orðið ljóst að er af Trausta, sem hún sá í bókinni Stallion of the North – The Unique Story of the Iceland Horse, eftir Sigurð A. Magnússon með myndum eftir Guðmund Ingólfsson og fleiri. „Það var þessi maður, sem sannfærði mig um að Ísland væri fyrir mig. Hann hefur margt að svara fyrir. Ef það er einhver sem þekkir hann, þá má hann endilega færa honum góðar kveðjur frá mér. Væri voða gaman að vita hver hann er,“ sagði Meri í viðtalinu. Það var sonur Trausta, Atli Már Traustason, sem kom upplýsingum um myndina á framfæri við Bændablaðið. Voru bæði við setningu Búnaðarþings 2018 Trausti Kristjánsson er fæddur 7. janúar 1953 á Sauðárkróki. Svo skemmtilega vill til að við setningu Búnaðarþings 2018 var honum og fjölskyldu hans veitt Landbúnaðarverðlaunin 2018, skömmu eftir að Meri hafði flutt íslenskum bændum kveðju frá nor- rænu bænda samtökunum. /smh Mynd / smh Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær 480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is Í yfir 20 ár hefur Viking Window AS framleitt tréglugga og hurðir með eða álkápu í öllum litum sem afhendast tilbúnir til ísetningar. Afgreiðslutími er einungis 5 -8 vikur Sjá nánar á www.viking.ee Sendu okkur gögn á sala@aflvelar.is og fáðu tilboð Gluggar og hurðir Mynd / smh Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga: Þingeyskir bændur verðlaunaðir fyrir góðan árangur Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga hélt sinn aðalfund í vikunni þar sem veitt voru ýmis verðlaun. Í sauðfjárræktinni voru Heiðurshornið og Hvatningarverðlaunin veitt en í nautgriparækt voru kúabændur verðlaunaðir fyrir bestu kýrnar fæddar árið 2013. Heiðurshornið til Bergsstaða Heiðurshornið, sem veitt er í minningu Eysteins Sigurðssonar frá Arnarvatni, var afhent í 12 sinn. Núna eftir breyttum reglum frá 2016 þar sem vægi vöðvaflokkunar og fjölda lamba til nytja var aukið og vegur 40% hvort en hlutfall gerðar og fitu 20%. Samkvæmt núgildandi úthlutunarreglum komu 29 bú til endanlegs útreiknings. Fyrsta sætið og Heiðurshornið hlaut að þessu sinni Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum en hann hlaut 19,72 stig. Í öðru sæti voru Sigurður og Helga í Skarðaborg með 18,78 stig og í þriðja sæti var Eyþór Pétursson í Baldursheimi 2 með 18,51 stig. Í texta dómnefndar segir að Benedikt hafi fyrrum rekið rausnar fjárbú, en á undanförnum árum fyrst og fremst einbeitt sér að hrossarækt með góðum árangri. „Enn lifir þó í gömlum glæðum og þó hann eigi ekki mjög margt fé er ræktunarstarfið greinilega í hávegum haft og má sérstaklega geta þess að hann hefur tvö lömb til nytja eftir ána sem er frábær árangur.“ Hvatningarverðlaun til bændanna á Brún Hvatningarverðlaun BSSÞ voru veitt í fyrsta skipti árið 2009. Til útreiknings koma öll bú sem hafa 50 ær eða meira og tekið er mið af fjölda lamba til nytja, fallþunga og - nar. Verðlaunin komu í hlut Félags- búsins á Brún en Svartárkotsbúið var í öðru sæti og Skarðaborgarbúið í því þriðja. Frægðarsól Lagðs skín enn Á Brún hefur verið rekinn fyrirmyndarbúskapur áratugum saman með megináherslu á góðar kýr, segir í umsögn. „Brún er fallegt býli og þangað er til fyrirmyndar heim að horfa. Óneitanlega hefur alltaf verið glæsileiki yfir fjárstofninum. Þaðan hafa komið fallegir hrútar til sæðingastöðvar og margir sjálfsagt hallað höfði að Lagði heitnum sem hefur verið gerður ódauðlegur og prýðir púða. Á Brún er einnig mikil og góð frjósemi og má til gamans geta að þar voru 1,97 lömb til nytja.“ Kýrin Gæs fremst kúa Í nautgriparæktinni á starfssvæði BSSÞ hefur myndast sú hefð að veita verðlaun fyrir bestu kýrnar í hverjum árgangi. Að þessu sinni voru þau veitt fyrir kýr sem fæddar eru árið 2013. Til grundvallar verðlaununum eru að kýrnar séu lifandi í árslok 2017, fyrir liggi að minnsta kosti 6 efnamælinganiðurstöður á heilu mjaltaskeiði. Kýrnar mega ekki hafa verið eldri en 3 ára við burð og burðartilfærsla sé ekki óeðlilega mikil. Fyrstu verðlaun hlutu Böðvar Baldursson og Linda Hrönn Arnþórsdóttir fyrir kúna Gæs 393 með 298,4 heildarstig, faðir hennar er Úlli 10089. Annað sætið hlutu Ingólfur Víðir Ingólfsson og Hulda Skarphéðinsdóttir fyrir kúna Huppu 220 með 297,6 heildarstig, faðir hennar er Lúður 10067. Í þriðja sæti voru Rúnar Jóakimsson og Þórunn Jóndóttir fyrir kúna Drífu 483 en hún var með 296,8 heildarstig, faðir hennar er Koli 06003. Myndir / SSS

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.