Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 17

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 17
Vest- mannaeyjar P. V. G. Kolka sjúkrahúslæknir Viö Efri-kleifar. Ljósm. K. Ó. D. UTI fyrir suðurströnd íslands liggja einhver auðugustu fiskimið heims- ins, en hafnleysi strandlengjunnar, þar sem brimaldan kveður sín þunglyndisljóð við sandana flesta daga ársins, hindrar afnot þeirra úr landi. Þó hefur frá því er land byggðist verið ausið björg úr nægtabrunni miðanna, því: Fyrir utan brims og' bylgjuröst blasir eyjaklasi móti sólu.1) Þar rísa Vestmannaeyjar úr djúpinu, sæbrattar og hrikalegar, en þó bros- andi og blómlegar, með græna og grasivaxna hákolla fjallanna gnæfandi hátt yfir standbjörgin, sem útöldur hafsins brotna á. Á milli þessara ein- kennilegu fjalla búa harðfengir sjómenn, — í skjóli þeirra leita þeir bát- um sínum hælis á vetrarvertíðinni, en á sumrum sækja þeir i þau föng til vetrarins, því fiskveiðar og fuglatekja hafa löngum verið aðalatvinnu- vegir Eyjaskeggja. í fjöllunum á Heimaey og í úteyjunum, í Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Álfsey, Hellisey, Brandinum, Geldungnum, Súlna- skeri, Geirfuglaskeri og Smáeyjum eru milljónir af allskonar sjófuglum. Þar á friðland fiðruð loftsins drótt. Fuglsins óðal gnæfir hátt í klettum. Þó til fanga út á sjó er sótt. Sinnt er hvergi votum Ránar skvettum. Ægir borgar Eyjum margan skatt, en illt er geðið — það er lika satt. Sá fugl, sem mest er veiddur, er lundinn, hnarreistur og höfðing- legur fugl, — þótt ekki sé hann stórvaxinn, — með drifhvítt brjóst og dökka skikkju á herðum, með rauða fætur og röndótt nef, sem er allt á 1) Þessi og eftirfarandi vísuorð eru úr kvæði um Eyjarnar eftir höf.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.