Perlur - 01.09.1931, Side 24
140
PERLUR
*
undir 300 m. hátt standberg móti norSri, en snarbratta grasbrekku móti
austri, niður að botni hafnarinnar. Uppi á Klifinu er stór, slétt grasi
vaxin flöt. Áfast við það er Háin, austan Herjólfsdals, og tengja Eggjar
hana við Blátind vestan dalsins, en Blátindur er brattasta og næsthæsta
fjallið á Heimaey. Þá tekur við láglendið, sem liggur i breiðum kraga um-
hverfis Helgafell. Sunnan á Eyjunni er Sæfell og Litlihöfði með Ræn-
ingjatanga, þar sem Tyrkirnir gengu á land, og loks Stórhöfði, sem er
tengdur meginlandinu með mjóu eiði, girtur klettum á alla aðra vegu og
vafinn i grasi hið efra. Milli Heimakletts og meginlandsins gengur inn
löng vík frá austri og það er höfnin. Sunnan við hana stendur kaup-
staðurinn, og er þar mestöll byggðin, en nokkurir bæir eru vestan undir
Helgafelli, fyrir „ofan Hraun“. Ofarlega i kaupstaðnum stendur kirkjan,
elzta hús á eynni, byggt 1774—81.
Þegar komið er til Eyja siglingaleiðina frá Reykjavík, þá blasir
bærinn við yfir Eiðið að sjá eins og á stórfelldu leiksviði, sem náttúr-
an hefur þar sett upp. Heimaklettur og Klifið mynda hliðartjöldin fram
með leiksviðinu, en í baksýn er Helgafell. Þessi fjöll mynda mikilfeng-
lega og fagra umgjörð um byggðina.
í standbjörgunum á Heimaey og í sumum úteyjunum eru fagrir og
einkennilegir hellar. Þekktastur er Klettshellir í Yztakletti, enda blasir
hann við frá skipalæginu á ytri höfninni. Fegurri eru samt Fjósin, norð-
vestan í Stórhöfða. Það er stór hvelfing, sem gengur inn í bergið frá sjó
og má fara á vélbát inn eftir henni allri. Þegar kvöldsólin kastar geisl-
um sínum inn í þenna helli, þá varpar hún einkennilegum töfralitum á
veggina og hvelfinguna, sem er grænleit utantil, en gengur yfir í dumb-
rautt, er innar dregur. Uppi í veggjunum eru sillur hingað og þangað og
er á þeim sjófuglabyggð. Horfa þaðan húsráðendur forvitnisaugum á
komumenn.
í Hænu, lítilli eyju vestur af Blátindi, er kafhellir. Dyr hans eru
svo lágar, að inn í hann verður ekki róið nema á fjöru, en fyrir innan
hækkar hvelfingin, og fellur birtan á hana gegnum sjóinn og gefur henni
blágrænan lit, enda er mælt að hellir þessi sé líkur hinum fræga Blá-
helli á eyjunni Caprí.
Vestmannaeyjar öðluðust kaupstaðarréttindi 1918. Hinn ungi bær
tók í arf frá móður sinni, Vestmannaeyjasýslu, hina hörmulegustu
vöggugjöf, hafnargerðina, eitthvert mest mislukkaða fyrirtækið á land-
inu. Hafnargarðarnir, sem byrjað var á 1914, voru áætlaðir allt of veikir
í fyrstu og hrundu þvi til grunna. Nýir garðar voru reistir, en það fór á
sömu leið. Sumar eftir sumar var unnið að þessu nauðsynjaverki, en
vetrarbrimið molaði jafnóðum járnbenta steinsteypuna fremst i görðun-
um og velti brotnum björgunum niður í djúpið. Á þessu gekk ár eftir ár.
Nú hefur loks fyrir nokkrum árum tekizt að gera þessi mannvirki svo úr
garði, að nú brotnar austansjórinn á þeim án þess að þau bifist, en
kostnaðurinn er líka orðinn um 2 milljónir króna, í stað þess að hin
upprunalega áætlun var kr. 127500,00. Auðvitað ber ríkið sinn hluta af
kostnaðinum, enda ber það bæði siðferðilega og fjárhagslega ábyrgð a