Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 25

Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 25
* PERLUR 141 verkinu ásamt bænum, því bæði er þaö landeigandi og hefur auk þess áskilið sér frá byrjun að ráða verkinu. Mesta tapið við þessa mislukk- uðu hafnargarða er það, hve tafizt hefur þeirra vegna fullkomin bygging á innri höfn, sem er framtíðarlífsskilyrði fyrir bæinn. Vestmannaeyingar stofnuðu, sem kunnugt er, Björgunarfélag sitt 1920, sem keypti fyrsta íslenzka varðskipið, er bærinn hélt út á sinn kostnað í 6 ár. Sú landhelgisvörn varð bænum ákaflega dýr — eitt árið kostaði hún hann 180 þús. krónur, en allar sektir, sem skipið vann inn, runnu í ríkissjóðinn. 1926 afhenti bærinn ríkinu skipið. Kostnaðurinn við útgerð Þórs ásamt ýmsum mistökum í fjármála- stjórn bæjarins fyrstu árin, komu bæjarfélaginu í alvarlega fjárþröng 1923, en síðan hefur tekizt það betur til, að á næstu 6 árum ukust eignir þess um ca. milljón króna, þrátt fyrir allmiklar opinberar fram- kvæmdir. Bærinn hefur stækkað barnaskóla sinn um helming og byggt við hann eitthvert bezta leikfimishús landsins. Sú viðbót kostaði um 100 þús. krónur. Annað eins hefur hann lagt í hið nýja sjúkrahús sitt, sem hefur kostað alls á 3. hundrað þús. Hann hefur aukið við rafstöðina, byggt nýja bryggju, sem mun vera stærsta steinbryggja landsins og nú í sumar var gerð sjóveita til að veita hreinum sjó í fiskhúsin og kostar hún fyrir utan allar hliðarleiðslur 70—80 þús. Auk þess byrjaði bærinn í fyrra að rífa niður hið sóðalega og úrelta fiskkróahverfi upp af bæjar- bryggjunni og lagði þar 15 m. breiða götu með gangstéttum, þar sem áð- ur var 3 m. breið smuga, sóðaleg og ill yfirferðar. Lítilsháttar hefur einn- ig verið byrjað á holræsagerð. Nú er bærinn í þann veginn að leggja í allmikla landrækt til atvinnubóta. Bærinn var þvi í allmiklum uppgangi og framför þrátt fyrir ýmsa erfiðleika frá náttúrunnar hendi. Hér er engin sjálfgerð höfn eins og hjá sumum öðrum kaupstöðum landsins, ekkert vatnsafl til rafveitu, eng- in uppspretta eða lækur til vatnsveitu. Náttúruna verður að yfirbuga með mikilli vinnu og fyrirhöfn og fjármagnið til þess að sækja út á mið- in, — herja þau þar út með lífshættu, við sífelda andstöðu úfins sjávar og óblíðrar vetrarveðráttu. Og Vestmannaeyjar urðu fyrir þvi óláni að lenda inn i heimskreppunni heilu ári á undan öðrum hlutum lands- ins, því fiskurinn héðan seldist ekki i fyrra fyr en eftir að verðfallið var skollið yfir i algleymingi. Þetta er því annað kreppuárið, sem ný- lendan úti fyrir suðurströnd íslands á við að búa, — nýlendan, sem hefur varðveitt móðurlandinu til handa fjölda duglegra sona og dætra og aukið verðmæti íslenzkrar framleiðslu um milljónir króna árlega undanfarið, — nýlendan, sem er frá náttúrunnar hendi eins og fagurt djásn við brjóst ættjarðarinnar.

x

Perlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.