Perlur - 01.09.1931, Síða 41
Undragjáin
í Utah
»Feigöarboöinn« í Bryce-gjánni. Sand-
steinssúlurnar eru svo grannar, að þær
virðast munu falla við hverja vindhviðu.
Isuðvesturhluta ríkisins Utah í Bandaríkjum Norður-Ameriku eru afar-
stórar gjár og geysimiklar stuðlabergsmyndanir. Lárétt klettalögin
mynda hásléttu, 3000 metra að hæð, sem nær langt suður á við. Á þessu
svæði er mesta gjáarbákn í heimi — gljúfur Colorado-fljótsins —, 2000
m. að dýpt, höggvið út í stuðlaberg af völdum storms og vatns, og þar er
nýuppgötvað töfraríki fjallanáttúrunnar, fyrsta flokks náttúruundur:
Bryce-gjáin.
Það er reyndar ekki gjá i venjulegum skilningi, ekki gljúfur, mynd-
að af vatnsrennsli, heldur geysimikill dalur, næstum skeifulaga, með
þverhnýptum stuðlabergsveggjum, sem opnast til austurs. Dalur þessi er
um það bil tveir kílómetrar á breidd frá norðri til suðurs, en um fimm
kílómetrar á lengd frá austri til vesturs. Hann er um 300 metra djúpur,
og brún hans er meira en 2400 metrar yfir sjávarflöt.
Frá Cedar-borg er þangað sex stunda ferð í járnbrautarlest. Leiðin
liggur yfir fjöll og dali, gegnum gljúfur, yfir hásléttur, græn engi og
svarta hraunfláka, gegnum skóga og yfir eyðimerkur, þar til komið er
að skógvaxinni vesturbrún dalsins. Síðan er farið stuttan spöl fótgang-
andi, og þá blasir allt i einu við svo einkennilegt útsýni, að jafnvel hinn
víðförlasti landkönnuður mun varla hafa séð slíkt áður.
Við fætur ferðamannsins breiðist út ljósrautt klettalandslag, eins og
risavaxinn ketill, — undirdjúp, barmafullt af leiftrandi roða,— með hvöss-
um brúnum. Þarna er viðáttumiklar bendur afar-einkennilegra berg-
myndana. Hvert sem augað lítur, leiftrar roðinn á móti manni eins og
Alpaglóð, sem aldrei dvínar, allsstaðar að, frá lóðréttum veggjunum,
hjöllunum og aragrúa klettanna. Það er einkennilegur litur á svo stór-
fenglegu landslagi! Eftir að hafa séð iðgræna skóga, engi og akra, bleik-
ar og grágrænar jurtabreiður eyðimarka vestursins, brúnleit moldarflög,