Perlur - 01.09.1931, Síða 43

Perlur - 01.09.1931, Síða 43
»GIuggabjörgin« gnæfa fil himins, eins og súiur og gluggar stórfenglegra kirkjurúsfa. svo grönnum og spengilegum, að vindblærinn eða vel miðað byssuskot virðist geta kollvarpað þeim. Sé gengið eftir vesturbrún gjárinnar til suðurs, tekur nýtt útsýni augað fangið: haf af broddlaga súlum, þúsundir af gotneskum turnum og turnspírum, sem standa þétt saman og krýna hvassar brúnir óteljandi, tröllaukinna klettamúra. Þessar súlur standa í hringmynduðum stöllum hverjum upp af öðrum, allt frá gjáarbotni og upp að brún. Hér og þar eru djiipar hliðargjár og gjótur, ótal afkimar og útúrkrókar, svo að sá, sem ætlaði sér að feta ummál gjárinnar, kæmist brátt að raun um það, í hvílíku völundarhúsi hann væri staddur. Það er óviðjafnanleg unun að skoða þetta dásamlega töfrasmíði náttúrunnar sjálfrar. Það er eins og að vera staddur í afarmiklu gersema- safni, þar sem bygginga- og höggmyndalist og litaskrúðið hjálpast að til að opna áhorfandanum undursamlega og nýstárlega fegurðarheima. Hver getur liorft nægju sína á glæsileik þessarar fjallanáttúru?

x

Perlur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.