Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 21
það hjálpi engum að finna vorkunnsemi annarra, en skilningur er hins vegar vel þeg- inn. Eitt það besta sem sagt var við okkur hjónin einu sinni kom frá næstelsta bróður mínum en hann sagði: “Eg vorkenni ykkur ekkert að eiga þetta barn því þið eruð alveg manneskjur til að standa undir þvf’. Þjónusta En til þess að við foreldrar þess einhverfa séum fær um að standa undir því að axla þá ábyrgð sem fylgir því að ala upp og kenna þeim einhverfa þarf að koma til mikil þjónusta frá samfélaginu. Það kemur vonandi sá tími að þessi þjónusta sé fyrir hendi eins lengi og einstaklingurinn og fjölskyldan þarf á henni að halda. Það er ákaflega lýjandi fyrir foreldra að þurfa sífellt að fara bónleiðir til búðar til þess að biðja um það sem nauðsynlegt er til þess að þau geti lifað af sem tjölskylda. Það sem ég á við með þessu er að yfirleitt eru það foreldrar sem þurfa að knýja út skammtímavistun fyrir barnið sitt. Þegar kemur að því að unglingurinn eða fullorðni einstaklingurinn þarf að flytja að heiman verða þau að vera í þrýstihóp til að biðja um meðferðarheimili eða sambýli fyrir hann. Vonandi rennur einhvern tíma upp sá tími að forgangsröðun verkefna í samfélaginu sé slík að aðstandendur fatlaðra þurfi ekki sífellt að hafa áhyggjur af því hvað taki við. Sumum finnst þetta ef til vill heimtufrekja en trúið mér, þetta er nauðsynleg þjónusta og ég veit að þeir sem starfa að málefnum fatlaðra geta sagt of margar sorglegar sögur um aðstandendur fatlaðra sem búa allt of lengi við of mikið álag. Við slíkar aðstæður hafa allir tapað, hinn fatlaði missir ef til vill af samvistum við sína nánustu sem eru þá orðnir of örmagna við að annast hann. Hans nánustu missa þá sömuleiðis af dýrmætum stundum með honum. Og samfélagið tapar líka ef einn eða fleiri einstaklingar innan fjölskyldunnar eru orðnir að skörum fyrir aldur fram vegna of mikils vinnuálags og skila þá væntanlega ekki því til samfélagsins sem þeir ella hefðu gert. Þegar upp er staðið er það farsælast fyrir alla aðila og ódýrast fyrir kerfið að sú þjónusta sem nauðsynleg er hverjum einstaklingi sé til staðar frá því að hann er greindur einhverfur og út í lífið. s Vonbrigði Eg minnist þess helst sem vonbrigða ef fólk lét eins og Þórður væri ekki til og spurði ekki eftir honum. Það voru vonbrigði þegar ég þurfti að setja hann á með- ferðarheimili fyrir einhverfa þegar hann var þrettán ára. Ég hefði viljað að aðstæður hans og okkar hefðu verið þær að hann hefði verið lengur heima. Með öðrum orðum hefði ég viljað að fötlun hans hefði verið auðveldari viðureignar, þannig að við hefðum getað haft hann lengur Þórður 16 ára. hjá okkur. Því þrátt fyrir allt nutum við þess að geta haft hann heima. Hins vegar heldur enginn það út að fá lítinn nætursvefn oft á tíðum og eiga að standa sína “pligt” á öðrum vettvangi dag- inn eftir. Erfiðleikar Þegar ég horfi um öxl og reyni að meta hvað var erfið- ast álít ég að það hafi verið þegar ég var smeyk um að hann væri að taka frá systur sinni þann tíma sem hún þyrfti. Ég vissi að hún kæmi til með að þurfa að spjara sig í lífinu en hann yrði í vernduðu umhverfi. Það var líka oft á tíðum erfitt að reyna að halda heimilinu í horfinu. Stundum var hreinlega eins og sprengja hefði fallið. Við slíkar aðstæður segir sig sjálft að maður verður ansi lúinn. Það var ekki síður erfitt þegar tímabil komu sem honum leið illa og engin ráð dugðu til að lina vanlíðanina. Tiltektirnar og vökunæturnar þoldi ég mun betur ef ég fann eða taldi mér trú um að honum liði vel. Það hefur verið sagt um ofvirk börn að þau gatslíti umhverfi sínu og að ofvirknin í sinni alvarlegustu mynd komi fram hjá sumum einhverfum. Hann Þórður minn var sem bam ofvirkur í viðbót við einhverfuna. Hann hafði alltaf ákaflega mikið að gera og útvegaði sínum nánustu ómælda vinnu oft á tíðum. Ég tala nú ekki um ef hann komst í einhver forboðin efni s.s. fúavarnarefni eða málningu. Þá var ekki að sökum að spyrja að hann sjálfur og hans nánasta umhverfi fór ekki varhluta af því. Þó efni væru læst inni var hann ótrúlega glúrinn við að komast að þeim, opnaði jafnvel læstar dyr innanhúss með einhverju öðru áhaldi en lykli. Hann sóttist mikið í að skrúfa allt í sundur. Ef hann hafði undir höndum skrútjárn gat hann allt eins verið byrjaður á því að skrúfa hurðir af hjörum. Mestur hasarinn var þó ef báðir foreldrarnir höfðu sofnað á verðinum þegar hann vakti um nætur. Þá tók Þórður sér ýmislegt fyrir hendur s.s. að vaða inn í eldhússkápa og ná í hveiti, sykur og fleira og heimilisfólkinu skrikaði fótur í öllum herlegheitunum þegar það nuddaði stírurnar úr augunum grútsyfjað eftir svefnlitla nótt. Við slíkar aðstæður kemst fólk auðvitað fljótt að því að lásar þurfa að vera hér og þar og allsstaðar. En það dugar ekki einu sinni alltaf til. Það sem hefur bjargað miklu er að við höfum oftast getað hlegið að uppátækjunum hans Þórðar a.m.k. eftir á og finnst hann reyndar oft bráðskemmtilegur. Kímnin er nauðsynleg í návistum við einhverfa. Þessar elskur vilja engum illt en þau leika sér og lifa lífinu á allt öðrum forsendum en við hin. En hér er ég komin að viðhorfsþættinum sem skiptir miklu máli í því að taka því að eiga einhverft barn. Þetta barn eða þessi fullorðni FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.