Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 12
HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
HASLAR SÉR VÖLL
✓
Afjórðu hæðinni að Hafnarstræti
20, næst fyrir ofan sjálfan
Framsóknarflokkinn eiga aðsetur
lögmenn þrír sem nefna sig: Lögmenn
við Lækjartorg.
Þangað held ég
einn sólríkan sumar-
dag til fundar við einn
þeirra þriggja, þó ekki
í neinum málflutn-
ingserindum, heldur
einvörðungu til að
afla mér fróðleiks-
korna og koma þeim
svo á framfæri við
lesendur þessa blaðs.
Lögmaðurinn
heitir Omar Stefáns-
son, 39 ára Reykvík-
ingur, sem þarna er að
hasla sér völl, en
lögmannsstofan tók
til starfa í september
1995.
Foreldrar Omars
voru: Stefán Pétursson málarameist-
ari og Fanney Ingimundardóttir, en
þau eiu bæði látin. Omar lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Tjörnina 1977 og cand.juris frá
Háskóla Islands varð hann 1990 með
góðri l.einkunn. Frá 1990varÓmar
fulltrúi á lögmannsstofu Jóns Sigfúsar
Sigurjónssonar allt til ársins 1995.
s
Omar er verulega sjónskertur og
það er bróðir hans einnig. Þetta
er sagður erfðasjúkdómur, en þó er
ekki vitað um sjónskerðingu í ætt
þeirra.
Omar kveður sjónfrumur skiptast
í svokallaðar keilur og stafi. Hjá
honum eru keilumar mikið til óvirkar
sem m.a. veldur því að hann greinir
illa liti. Stafimir em hins vegar í lagi.
Omar kveður sjúkdóm þennan haga
sér misjafnlega, allt frá lítilli sjón-
skerðingu yfir í blindu. Omar segist
engu að síður hafa verið í almenna
skólakerfinu alla tíð þ.e. frá barna-
skóla og upp í háskóla. Það hafi geng-
ið ágætlega en auðvitað með rneiri
fyrirhöfn ömgglega en aðrir þurftu á
að halda. Hann kveðst hafa staðið sig
bærilega og allt gengið snurðulaust
fyrir sig. Hann minnist frá bernsku
og æsku ekki annarrar aðstoðar en
þeirrar að kennarar hafi á próftíma
spurt hvort hann þyrfti aukaaðstoð,
sem yfirleitt hafi ekki verið. Sama
gilti á menntaskólaárun-um nema
Omar segist hafa fengið að taka
efnafræðiprófið munnlega enda
formúlufjöldi ærinn þar.
Ómar tók sér hlé eftir stúdentspróf
til að átta sig á því í hvað helst skyldi
fara. Hann gerði sér glögga grein fyrir
því að sjóndepran setti rnörk urn val.
M.a. langaði hann í líffræði eða jafn-
vel læknisfræði en þótti það ótækt af
þessum ástæðum.
Síðasta daginn fyrir skráningarlok
var hann enn óráðinn, en velur svo
lögfræðina.
M.a. valdi hann lögfræðina vegna
tungumála en Ómar var í stærðfræði-
deild, leit svo á að svo staðbundið nám
- íslenzk löggjöf - krefðist ekki alltof
mikils lesturs á erlendum málum, en
svo reyndist þó ekki.
Lögfræðinámið hefur hann 1979
og segir að hann hafi í Háskóla
íslands mætt mikilli velvild. Allir
boðnir og búnir til beztu aðstoðar.
Hann lýkur svo prófum um áramótin
1984 - 85, en tekur sér svo hlé til
kandidatsritgerðar, sem dregst úr hófi
m.a. vegna fjölskyldustofnunar og
þess sem því fylgdi, svo og af fleiri
gildum ástæðum. En svo var drifið í
þessu og fullgildur cand.juris verður
Ómar svo 1990. Hann hverfur á vit
minninganna um
námið. Auðvitað
hafi lestrinum fylgt
geysilegt álag. Hann
hafi eignast góða
félaga og lesið og
lært með þeim, slrkt
samstarf er bæði
skemmtilegra og
gefur lífinu gildi um
leið. Þessa náms-
samvinnu telur Ómar
raunar forsenduna
fyrir því hjá sér að
lokið var náminu.
Þegar ég sé Ómar
rýna í bækur sér til
upprifjunar þá geri
ég mér þess grein
hversu mikið álag
hefur fylgt þessu og fylgir óneit-
anlega. Hluti námsefnis, m.a. ýmsar
glósur sem þetta byggðist að verulegu
leyti á, var þó lesinn inn á band. Hann
var í lögfræðinni samtíða Jóhanni
Pétri Sveinssyni og á um hann mætar
minningar. Þeir tveir voru á þeirri tíð
einu fötluðu nemendurnir. Báðir
fengu þeir að taka prófin sér, sinn upp
á hvom máta.
Ómar var svo í fimm ár lögmanns-
fulltrúi, vann á lögfræðiskrifstofu
Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl. Þar
fékkst hann við hin fjölbreytilegustu
málefni sem gáfu vissulega breiðan
grunn að byggja á. Þar var engin sér-
hæfing á ferð í tilteknum málaflokk-
um heldur við flest fengist. Ómar
nefnir aðeins málaflokka eins og bóta-
uppgjör vegna slysamála, sakamál,
einkamál, forræðismál, þrotabúsmál
o.fl.
✓
Omar leysti út sín lögmannsrétt-
indi 1 .júní 1994, en hann er hér-
aðsdómslögmaður.
Og svo var út í sjálfstæðan rekstur
farið á haustdögum 1995 - í september
það ár.
12