Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 33
félögum, en ekki öllum og það er tekin staðgreiðsla skatta af þeim tekjum svo að ekki er í öllum tilfellum unt að ræða viðbót fyrir fólk þó það fái greiddar húsaleigubætur. Því miður hefur hagsmunabarátta samtaka fatl- aðra að undanförnu verið varnar- barátta. Sífellt er verið að breyta lög- um og reglum á þann veg að skera niður kostnað í heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu sem kemur óneitanlega hart niður á þeirn sem minnst hafa milli handa. Auðvitað er erfitt að meta lífsgæði fólks. En gott húsnæði og fjárhagslegt öryggi er forsenda þess að skapa vellíðan fólks og að það geti notið lífsins eins vel og unnt er. Hags- munasamtök fatlaðra hafa ærið starf að vinna og mega hvergi slaka á. Það þarf að halda vörð um velferðarkerfið svo það megi vera þjóð okkar til sóma. Hverjir eru helztu samstarfsaðilar þínir í hinum ýmsu málum? Helztu samstarfsaðilar mínir eru eins og áður sagði í Tryggingastofnun, einnig er samstarf við félagsmála- stofnanir, svæðisskrifstofur málefna fatlaðra, Geðhjálp, heimaþjónustu Reykjavtkurborgar, heimahjúkrun og fleiri aðila. Eg reyni að nýta vel þá þjónustu sem í boði er á hverjum tíma hjá öllum þessum aðilum. Með tím- anurn hefur þróast mikið og gott sam- starf við alla þessa aðila. Ég ætla að fara nokkuð nánar út í hvaða þjónustu um er að ræða. Heimaþjónusta er á vegum Reykjavíkurborgar og heima- hjúkrun. Nú starfa 10 einstaklingar í heimaþjónustu í Hátúni. Þeir sjá um 120 einstaklinga og þar af fá 12 einstaklingar daglegt innlit þ.e. einnig um helgar. Margir fá einnig heima- hjúkrun reglulega. Nokkuð margir einstaklingar fá heimsendan mat í hádegi. Frekari liðveisla er persónu- bundin þjónusta, veitt fötluðu fólki sem býr sjálfstætt. Frekari liðveisla er viðbót við almenna þjónustu sveitar- félaganna og er veitt þegar almenn þjónusta nægir ekki til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Hún er veitt í gegnurn svæðisskrifstofur málefna fatlaðra. Liðveisla er veitt til að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra, veitt af félagsmálastofnunum. Nokkrir ein- staklingar hér í Hátúni fá þessa þjón- ustu og fer hún vaxandi. Þess má geta að ég hef einnig haft samstarf við Starfsþjálfun fatlaðra. Nokkrir ein- staklingar í húsnæði Hússjóðs hafa sótt nám þar með góðum árangri. Það eru einnig alltaf einhverjir sem hug hafa á að fara út á atvinnumarkaðinn og hef ég þá gjarna samstarf við Atvinnumiðlun fatlaðra í Reykjavík. Ég vil einnig nefna að ýmis þjónusta er í boði fyrir fólk sem orðið er yfir 67 ára. Þá nefni ég sérstaklega félags- starf aldraðra í Bólstaðarhlíð í Reykja- vík. Félagsstarf aldraðra fer nú fram í 14 miðstöðvum víðsvegar urn borgina þar sem unnið er mikið og gott starf. Dagvist Sjálfsbjargar er í Hátúni 12, þar eru alltaf nokkrir íbúar héðan sem njóta þess að vera í Dagvistinni ein- hverja daga í viku. Að lokum vil ég nefna sérstaklega einn hóp fatlaðra sem því miður hefur verið nokkuð afskiptur í þjónustu en nú er verið að gera átak í að bæta úr því. Geðhjálp hefur boðið fram aðstoð sína og gert þjónustusamning við félagsmála- ráðuneytið og Svæðisskrifstofu Reykjavíkur um rekstur stuðnings- þjónustu við geðfatlaða. Nokkur reynsla er af því starfi og fer það sam- starf vaxandi og vænti ég góðs af því. Hvernig er svo ástatt hjá Hússjóði í dag? Eins og fram hefur komið í fyrri greinum hefur biðlisti Hússjóðs verið Hlerað í hornum Virðulegur borgari sendi allan sinn þvott í þvottahús. Honurn þóttu hvítu skyrtumar sínar ekki nógu hvítar og sendi næst áfestan miða við eina skyrtuna þar sem á stóð: lokaður um tíma vegna þess hve biðin eftir húsnæði hjá okkur er löng. Bið- listi Hússjóðs hefur sífellt lengst. Eftir að honum var lokað var ákveðið að biðja alla þá sem áttu umsókn hjá sjóðnum að sækja um aftur, þ.e. að endurnýja umsókn sína, ef þeir höfðu þörf fyrir húsnæði áfram. Hannað var nýtt umsóknareyðublað með ítarlegri upplýsingum en áður. Nú hefur verið farið yfir umsóknir sem bárust og það metið hverjir eru í mestri þörf fyrir húsnæði. Alls bárust yfir 200 umsókn- ir. Á seinasta ári var unnt að leysa hús- næðisvanda 70 einstaklinga. Það er hvergi nærri nóg því að enn eru alltof margir umsækjendur óafgreiddir og vitað er um fjölda fólks sem bíður eftir að við opnum fyrir nýjar umsóknir. Hvað að lokum? Það er ekki hægt að ætlast til þess að frjáls félagasamtök sinni nær alfarið húsnæðisþörf öryrkja. Brýn nauðsyn er á að sveitarfélögin um allt land og þá sérstaklega Reykjavík, þar sem svo stór hluti öryrkja býr, komi mun betur til móts við þennan hóp en nú er gert. Mikil og góð samvinna þeirra sem vinna í þessum málaflokki þarf að vera fyrir hendi til að sem allra flestir fái úrlausn sinna mála. Kristín Jónsdóttir. Aðeins rneiri sápu. Honum brá hins vegar í brún þegar hann fékk hreina þvottinn næst úr þvottahúsinu og flennistór miði var festur við einar nærbuxurnar hans þar sem á stóð stórum stöfum: Aðeins rneiri pappír. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.