Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 39
þannig varið að sýnt þyki að hann ráði ekki við afborganir. Þá segir að lán falli í gjalddaga og endurgreiðist að fullu við eigendaskipti. Lántöku- kostnaður er 1 % af lánsfjárhæð og er hann tekinn beint af láninu. Ekki eru til sérstök umsóknareyðublöð, en þeir sem vilja kynna sér lánin betur ættu að útvega sér reglugerðina og spyrjast fyrir um það hjá Húsnæðis- stofnun hvernig einfaldast sé að sækja um sérþarfalán. Ef það gerði líf ykkar auðveldara ef baðherbergið yrði stækkað, stiginn lagfærður eða dyrnar breikkaðar, svo dæmi séu tekin. hvet ég ykkur til að íhuga málið. Vextir eru lágir og ekki til að óttast. Húsnæðisstofnun reikn- ar út greiðslubyrði lána áður en þau eru veitt. Afgreiðsla Húsnæðisstofnunar ríkisins er að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Sími er 569 6900, en grænt núrner 800 6969. Már Viðar Másson sálfræðingur Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík Hlerað í hornum Bóndi nokkur kom í kaupstað til læknis og heimtaði hann fram í sveit - langa leið. Læknirinn kvaðst vera veikur. Bóndi spurði: “Geta nú lækn- ar verið veikir?” Þá sagði læknirinn: “Jú, jú, og það sem meira er. Þeir geta líka dáið.” Frá styrkveitingunni í vor. Úthlutað úr styrktarsjóði Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins A11. vornámskeiði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í Háskólabíói nýverið var í fyrsta sinn úthlutað úr styrktarsjóði stofnunarinnar. Styrk hlutu Stella Hermannsdóttir til framhaldsnáms í talmeinafræði í Svíþjóð og Þjóðbjörg Guðjónsdóttir til framhaldsnáms í sjúkraþjálfun í Bandaríkjunum. Ennfemur var veittur styrkur til að taka saman fræðsluefni um sjúkdóminn Tuberous sclerosis. Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson var stofnaður fyrir réttu ári. Tilgangur hans er að veita styrki til símenntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatlana bama, með það að leiðarljósi að efla fræðilega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð böm og fjölskyldur þeirra. Hefur starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að jafnaði forgang við styrkveitingar úr sjóðnum, sem fara munu fram árlega. Sjóðnunr hefur borist fjöldi framlaga, bæði frá félögum og einstaklingum, en tekna er einnig aflað með sölu minningarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn, með minningargjöfum eða með öðrum hætti, er bent á að snúa sér til Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, Kópavogi, sími 564 1744, eða Breiðholtsapóteks, Mjóddinni, sími 557-3390. Afhending góðrar gjafar. Frá Parkinson- samtökunum Parkinsonsamtökin á íslandi hafa nýverið opnað upplýsingamiðstöð fyrir félaga sína, aðstandendur og aðra vel- unnara félagsins að Laugavegi 26 3ju hæð. I tilefni af þessum áfanga hefur félaginu borist höfðingleg gjöf frá Nýherja í formi Tuliptölvu. Mun þessi gjöf verða til þess að létta alla vinnu í sambandi við útgáfu- störf, félagatal og annað þess háttar. Það sem gerir þessa gjöf sérstæða er m.a. nafnið Tulip en merki Evrópusamtaka Parkinsonsjúkra er Parkinson-túlipaninn. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.